Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
26.12.2008 | 01:08
Santa Baby - Eartha Kitt
Lagið Santa Baby var gefið út árið 1953 en þá er Eartha Kitt söngkona sem gerir út á kynþokka í næturklúbbum New York borgar. Það er því undarleg tilviljun að hún yfirgefi jarðvistina þennan jóladag réttum 55 árum eftir að hún öðlaðist frægð fyrir þetta lag.
Söngkonan lést úr ristilkrabba en vann allt fram undir það að veikindin yfirbuguðu hana fyrir sex vikum. Hún leit á það sem sérstakt lán að fá að gera það sem henni fannst mest gaman og það var að skemmta fólki.
Eartha Kitt látin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:12 | Slóð | Facebook
25.12.2008 | 12:32
Jólakveðja - Hugleiðing um meðalhófið
Mér varð hugsað til þess þegar ég ók með jólapakka á milli staða í hvers konar ógöngum jólahaldið er.
Ég tilheyri óneitanlega þeirri kynslóð sem á nokkurn veginn stærsta þáttinn í þessu dæmalausa verslunaróhófi sem tíðkast rétt fyrir jól. Fólk sem á ekki peninga fyrir afborgunum af skuldum eða vðurværi hversdaqsins setur sig í enn stærri skuldir til að þjóna... hverjum? Guði? Vinum og ættingjum? - Nei rétta svarið er kaupmönnum. Allt fram að þessum jólum hefur þessi hátíð undið sig upp í eitt allsherjar neyslufyllerí, kröftugt en stutt og með langri þynnku. Ég man þá tíð að afi og amma í skyldurækni sinni voru skuldsett rúmlega hálft árið vegna kaupa á jólagjöfum. Ég býst við að núna séu afar og ömmur jafnvel skuldsett með greiðsludreifingu allt árið til að standa sig í stykkinu.
Vinnan við að koma þessari jólahátíð á koppinn er orðin svo erfið og mikil fyrir suma að þegar aðfangadagur rennur upp þá eru margir svo farnir af kröftum og njóta ekki gleðinnar vegna þess hversu úrvinda af þreytu þeir eru.
Það er í mínum huga eitthvað svo stórkostlega rangt við að gleðja ættingja og vini bara svona einu sinni á ári, en skipta sér svo ekki af neinu þess á milli. Eru jólin og gjafastandið til að tryggja það að við séum að meðaltali góð?
Ég tel að hátíðahald mætti vera minna, oftar og jafnara.
Ég sendi lesendum bloggsins míns, bloggvinum og að sjálfsögðu ættingjum og vinum, bestu kveðjur um gleðileg jól og farsælt nýtt ár. Njótum stundarinnar, því ekki veitir af.
Margir vilja liðsinna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:35 | Slóð | Facebook
23.12.2008 | 13:59
Flokkarnir fá 20% hækkun á milli ára
Það þarf engan að undra að upp úr sjóði. Stjórnmálamenn þessa lands eru algerlega sjálfmiðaðir þegar kemur að þeim sjálfum. Þessi frétt úr DV upplýsir okkur um að þeir kannast ekki einu sinni við það þegar þeir halda áfram að hygla sjálfum sér á sama tíma og þeir skerða kjör annarra í þessu landi.
Ég hef áður gagnrýnt að fjárframlög úr ríkissjóði til stjórnmálaflokka sé brot á jafnræðisreglu. Þau beinlínis hindra nýliðun í stjórnmálum og það sýnir sig núna þegar raunveruleg þörf er á henni í ljósi þess að þeir sem nú sitja á þingi eru ekki bara ófærir um að stjórna heldur eru þeir umboðslausir vegna þess að þau neita að axla ábyrgð þegar allt fer á hausinn á þeirra vakt.
Ég spái því að jól og áramót muni líða í friði og ró. Það þarf því engann að undrast framhaldið eftir áramótin: Þá verður fjandinn laus fyrir alvöru!
Óttast að uppúr sjóði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:01 | Slóð | Facebook
21.12.2008 | 22:58
What a wonderful world - Louis Armstrong
Það verður ekki sagt að Louis Armstrong hafi sungið eins og engill. Fyrirfram myndirðu ekki láta þennan mann gera neitt annað en það sem hann var frægur fyrir og það var jazztrompetleikur í hæsta klassa. Þetta lag eftir Bob Thiele kom út árið 1968 og fór í fyrsta sæti breska listans, hvort sem um var að kenna eða þakka hinni ótrúlega grófu, en á sinn hátt sjarmerandi, rödd gamla trompetleikarans sem kallaður var Satcmo eða Pops. Hann var elsti listamaðurinn sem fór á topp breska listans þá 66 ára.
Eftir vinnusama helgi fyrir suma og annasama fyrir aðra er þetta lag ágæt afslöppun síðkvölds á sunnudegi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:57 | Slóð | Facebook
20.12.2008 | 10:59
Niðurfelling væri sjúkt svindl á þjóðinni
Það er eins og allir séu búnir að gleyma því að kaup þessa fólks á hlutabréfum stjórnaðist af græðgi og engu öðru. Hafi þetta fólk ætlað að ávaxta fé sitt gat það bara sett í sparnað eins og aðrir sem ekki áttu þess kost að fá allt lánað eins og bankastarfsmennirnir. Engin veð voru tekin önnur en í bréfunum sjálfum. Ofan á allt saman má færa mjög sterk rök fyrir núna að hlutabréf bankanna fóru í ruglhæðir vegna kaupa starfsmanna og eigenda bankanna sjálfra.
98% þjóðarinnar þarf að borga það sem innan við 2% af henni sukkaði í fjármálum. Það er því með öllu ótækt að þetta lið haldi áfram að stjórna svokölluðum björgunaraðgerðum og nota lán frá IMF til að bjarga fyrst sínum málum.
Þessi ósvífni við frágang málanna er að kalla fram byltingu og ég er þeirrar skoðunar að það muni dragi til verulegra tíðinda um leið og jólasukkinu lýkur. Jólin eru bara lognið á undan storminum, það get ég svarið!
Lykilstjórnendur bankans lifa í óvissu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.12.2008 | 22:00
Gott framtak þessara þingmanna - takk fyrir það!
Líklega er þetta fyrsta jákvæða frumvarpið sem ég verð var þvi úr þinginu frá því neyðarlögin voru sett.
Það er því ástæða til að vera þakklátur fyrir það sem er í rétta átt til tilbreytingar.
Takk fyrir.
Mál verði höfðað gegn Bretum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.12.2008 | 10:15
Engin lögleg leið til að koma óhæfum stjórnendum frá - Hvað þá?
Það er hefð fyrir því að óhæfir stjórnendur víki ef þeir standa sig illa. Ríkisstjórnin næstum því heilt yfir hefur staðið sig illa. Það á að nægja þeim til að segja af sér og boða til kosninga. Það er nóg til af hæfum sérfræðingum til að taka að sér stjórn efnahagsmála fram að næstu kosningum.
Geir Haarde er hins vegar sekur um meiriháttar afglöp að undirlagi Davíðs Oddssonar yfirformanns og raunverulegs leiðtoga Sjálfstæðisflokksins. Hann er að mínum dómi samsekur honum í valdníðslu sem kostað hefur þjóðargjaldþrot. Þetta er ásökun sem maður setur ekki fram af neinni léttúð. Næstum öll lagasetning í framhaldi af hruninu hefur verið dómgreindarlaus og beinlínis óheiðarleg.
Núverandi stjórnendur hafa tekið við láni frá IMF til að setja í holurnar sínar fyrst áður en nokkuð af þessu kemur almenningi til góða. Skattgreiðendur á Íslandi eru látnir borga óráðsíu auðmanna og sjálfumgleði stjórnmálamanna sem ætla ekki að taka raunverulegan þátt í niðursveiflunni, aðeins táknrænni með einhverjum 10% kjararýrnum sem er smáskítur hjá því sem almeningur má þola.
Almenningur er löngu búinn að sjá í gegnum spillingarógeðið sem virðumst ekki geta losnað við með löglegum hætti. Hvað er þá til ráða?
Hávær mótmæli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.12.2008 | 09:26
Þýðir væntanlega að flokkseigendafélagið kemur Páli að
Siv var sú eina sem ég taldi að gæti keppt við Pál Magnússon. Annaðhvort af tvennu treystir hún sér ekki til þess eða þá að hún er bara hluti af flokkseigendafélaginu og tekur sér far með þeim.
Úr því Siv gengur ekki alla leið í formannsframboð segir mér það eitt að hún fer aldrei lengra í sínum pólitíska ferli. Ég hafði einhvern vegin meiri trú á Siv en þetta. Framsóknarflokkurinn er skv. þessu ekki á uppleið.
Siv býður sig fram til embættis varaformanns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.12.2008 | 21:49
Aldrei þótt fallegt að hengja bakara fyrir smið
Ég skil ekki þær vangaveltur að Árni Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson séu mestu sökudólgarnir í okkar séríslenska bankahruni og eftirleiknum.
Það eru fyrst og fremst Davíð Oddsson og Geir H. Haarde sem bera ábyrgð á því öllu saman. Það þarf enginn að efast lengur um að Davíð stjórnar Geir algerlega, enda skipaði hann Geir að koma degi fyrr frá New York til að láta hann stimpla hefndarsparkið sitt í Jón Ásgeir og Glitni aðeins 4 dögum eftir að Glitnir bað um lán hjá Seðlabankanum. Það þarf enga rannsókn til að staðfesta þessa atburðarás og hún er glæpur gegn þjóðinni, ekkert minna. Þeir sem halda öðru fram eru í feluleik, meðvirkni eða klárri afneitun fyrir sitt fólk.
Það sefar ekki reiða íslendinga að fórna óvirkum smápeðum eins og Árna og Björgvini það get ég fullvissað ykkur um.
Uppstokkun fyrir áramót | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.12.2008 | 14:51
Málshöfðun verði sett í gang strax - Ríkisstjórnin ber ábyrgð á því!
Nú vísar hver á annan með það hverjum beri eiginlega að hefja mál gegn breska ríkinu vegna hryðjuverkalaganna.
Ég held ég mæli fyrir munn flestra að ákveða þarf strax hver skuli leiða þetta mál og sjá til þess að málshöfðunin fari í gang án frekari tafa.
Ég lýsi ábyrgð á hendur ríkisstjórninni í þeim efnum. Aðgerðir þeirra settu okkur í þessi vandræði og á meðan þeir sitja sem fastast og neita að víkja fyrir hæfari stjórnendum ber þeim skilyrðislaust að koma þessu máli áfram.
Miðað við fyrri aðgerðir ríkisstjórnarinnar og endalausan klúðurfrágang allra mála kæmi mér svo sem ekki á óvart að þetta klúðrist líka í höndunum á þeim.
Brown sparkaði í Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson