Flokkarnir fá 20% hækkun á milli ára

Það þarf engan að undra að upp úr sjóði. Stjórnmálamenn þessa lands eru algerlega sjálfmiðaðir þegar kemur að þeim sjálfum. Þessi frétt úr DV upplýsir okkur um að þeir kannast ekki einu sinni við það þegar þeir halda áfram að hygla sjálfum sér á sama tíma og þeir skerða kjör annarra í þessu landi.

Ég hef áður gagnrýnt að fjárframlög úr ríkissjóði til stjórnmálaflokka sé brot á jafnræðisreglu. Þau beinlínis hindra nýliðun í stjórnmálum og það sýnir sig núna þegar raunveruleg þörf er á henni í ljósi þess að þeir sem nú sitja á þingi eru ekki bara ófærir um að stjórna heldur eru þeir umboðslausir vegna þess að þau neita að axla ábyrgð þegar allt fer á hausinn á þeirra vakt. 

Ég spái því að jól og áramót muni líða í friði og ró. Það þarf því engann að undrast framhaldið eftir áramótin: Þá verður fjandinn laus fyrir alvöru!


mbl.is Óttast að uppúr sjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill Jóhannsson

Ég óska þér gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári.

Egill Jóhannsson, 24.12.2008 kl. 15:35

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 264892

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband