Jólakveðja - Hugleiðing um meðalhófið

Mér varð hugsað til þess þegar ég ók með jólapakka á milli staða í hvers konar ógöngum jólahaldið er. 

Ég tilheyri óneitanlega þeirri kynslóð sem á nokkurn veginn stærsta þáttinn í þessu dæmalausa verslunaróhófi sem tíðkast rétt fyrir jól. Fólk sem á ekki peninga fyrir afborgunum af skuldum eða vðurværi hversdaqsins setur sig í enn stærri skuldir til að þjóna... hverjum? Guði? Vinum og ættingjum? - Nei rétta svarið er kaupmönnum. Allt fram að þessum jólum hefur þessi hátíð undið sig upp í eitt allsherjar neyslufyllerí, kröftugt en stutt og með langri þynnku. Ég man þá tíð að afi og amma í skyldurækni sinni voru skuldsett rúmlega hálft árið vegna kaupa á jólagjöfum. Ég býst við að núna séu  afar og ömmur jafnvel skuldsett með greiðsludreifingu allt árið til að standa sig í stykkinu.

Vinnan við að koma þessari jólahátíð á koppinn er orðin svo erfið og mikil fyrir suma að þegar aðfangadagur rennur upp þá eru margir svo farnir af kröftum og njóta ekki gleðinnar vegna þess hversu úrvinda af þreytu þeir eru.

Það er í mínum huga eitthvað svo stórkostlega rangt við að gleðja ættingja og vini bara svona einu sinni á ári, en skipta sér svo ekki af neinu þess á milli. Eru jólin og gjafastandið til að tryggja það að við séum að meðaltali góð?

Ég tel að hátíðahald mætti vera minna, oftar og jafnara.

Ég sendi lesendum bloggsins míns, bloggvinum og að sjálfsögðu ættingjum og vinum, bestu kveðjur um gleðileg jól og farsælt nýtt ár. Njótum stundarinnar, því ekki veitir af. 


mbl.is Margir vilja liðsinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Þetta eru hugleiðingar sem við þegjum flest yfir. Skömmumst okkar fyrir að taka þátt eða vita af öðrum sem eru að setja sig í vandræði svo þeir séu ekki MINNI MENN en aðrir í kringum þá.

Gleðileg jól.

Marta Gunnarsdóttir, 25.12.2008 kl. 12:49

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég kaupi jólagjafir jafnt og þétt allt árið....Það er mín greiðsludreyfing. 

Gleðileg jól.

Hólmdís Hjartardóttir, 25.12.2008 kl. 13:24

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gleðileg jól, Haukur minn, langt fram á næsta ár!

Þorsteinn Briem, 28.12.2008 kl. 17:20

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 264931

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband