Gott framtak þessara þingmanna - takk fyrir það!

Líklega er þetta fyrsta jákvæða frumvarpið sem ég verð var þvi úr þinginu frá því neyðarlögin voru sett.

Það er því ástæða til að vera þakklátur fyrir það sem er í rétta átt til tilbreytingar.

Takk fyrir. 


mbl.is Mál verði höfðað gegn Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki kominn rétti tíminn fyrir þig að endurkynna tillögur þínar um breytt kosninga fyrirkomulag á Íslandi.  Ég hef ekki séð tillögur um lýðræðisvinsamlegra kosningafyrirkomulag en það sem þú stakast upp á fyrir nokkrum misserum.  Það var gott þá, núna á það bara betur við.  Kannski ertu búinn að koma fram í Silfrinu nýlega og ég misst af því, en ekki gefast upp í að minna á hugmyndir þínar.  Ég efast um að til séu betri kerfi til að fyrirbyggja innbyggða spillingartilhneigingu eins og þá sem samofin er hefðbundnu flokka kerfi. 

Nýtt lýðræði - Raunverulegt lýðræði.

Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 11:48

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Takk fyrir innlitið Björn.

Ég er reglulega að minna á þetta og það eru fleiri að velta sér upp úr þessu af áhuga t.d. Valgarður Guðjónsson og Vilhjálmur Þorsteinsson sem báðir hafa vakið athygli á þessu nýlega í fjölmiðlum. Þessu máli er hvergi lokið.

Eitt af vandamálum mínum við að koma þjóðþrifamálum á framfæri er að Bloggdeild Moggans telur ekki ástæðu til að ég sé meðal forsíðubloggara og þar af leiðandi er ég neyddur til að blogga í fréttalinkum til að fá einhvern lestur. Ég er því miður of gagnrýninn á íhaldið og Moggann til að vera í náðinni hjá þeim.

Þeir velja gjarnan mestu kverúlantana meðal stjórnarandstæðinga til að vera forsíðubloggara vegna þess að þeir líta svo á að þeir bulli af sér allan stuðning og því sé gott fyrir íhaldið að þeim sem haldið á forsíðum með ruglið sitt.

Haukur Nikulásson, 17.12.2008 kl. 12:56

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Við erum þó alltaf sammála nokkrum sinnum á ári, Haukur. Nú er eitt af þeim skiptum. Auðvitað á að kæra Breta. Sumir vilja jafnvel meina að við hefðum átt að slíta stjórnmálasambandi við þá með de samme, reka sendiherrann úr landi og segja okkur úr Nató - en ég held það verði meira gaman að hafa hér sendiherrann og vera í sama bandalagi og þeir þegar við höfum hefnt okkar í réttarsalnum.

Ingvar Valgeirsson, 17.12.2008 kl. 16:54

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott hjá þeim.  En endilega að koma aftur með tillögur þínar, góð vísa er aldrei of oft kveðin.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.12.2008 kl. 11:48

5 identicon

Eftir Njörður P, góð grein  í Fréttablaðinu í dag.

"Ísland er ekki lýðveldi. Ísland er flokksveldi. Íslenska þjóðin býr ekki við þingræði. Hún býr við flokksræði - þegar best lætur.  

Ísland er ekki lýðveldi. Ísland er flokksveldi. Íslenska þjóðin býr ekki við þingræði. Hún býr við flokksræði - þegar best lætur. Dags daglega býr hún við ráðherravald og ofríki fárra forystumanna í stjórnmálaflokkum. Og það sem verra er: íslensk þjóð er ekki lengur sjálfstæð og frjáls. Eins og Göran Persson sagði á dögunum: skuldugur maður er ekki frjáls. Frelsi krefst fjárhagslegs sjálfstæðis. Íslenska þjóðin er svo rígbundin í skuldafjötra að hún getur sig varla hrært. Ábyrgð á því ber ríkisstjórnin - og endanlega Alþingi. Þess vegna er nú óhjákvæmilegt að varpa fram þessari spurningu: Til hvers er Alþingi? Til hvers kjósum við þing?

Við kjósum flokk, ekki fólk, ekki einstaklinga, heldur flokk sem hefur raðað frambjóðendum á lista. Stundum eftir einhvers konar innbyrðis prófkjör sem byggjast á ríg, klíkuskap, peningum og smölun. Nær ómögulegt er að hafa áhrif á framboðslista. Reglur um útstrikanir eru svo haldlitlar að þær hafa reynst gagnslausar.

Flokkinn kjósum við væntanlega vegna stefnuskrár. En við henni er strax sleginn varnagli. Flokkarnir segjast "ganga óbundnir til kosninga". Í því felst að við höfum ekki hugmynd um hvernig ríkisstjórn verður mynduð. Við kjósum ekki ríkisstjórn. Við höfum ekkert um það að segja á hvaða grundvelli hún mun starfa. Að loknum kosningum setjast formenn saman, oftast tveir, og ákveða að mynda stjórn. Á grundvelli einhvers konar "stjórnarsáttmála" sem er svo almennt orðaður að hann er nánast marklaus - eða að túlka má hann og toga í allar áttir. Einu sinni var meira að segja talað um "heiðursmannasamkomulag" - þótt það gleymdist reyndar að til þess þarf heiðursmenn.

Nú setjast "þjóðkjörnir fulltrúar" á löggjafarþing undir formerkjum nýrrar ríkisstjórnar, þar sem starfað skal samkvæmt þrískiptingu valdsins. En það stendur nú bara í stjórnarskrá. Og sjá - á þessu löggjafarþingi situr framkvæmdavaldið í heiðurssæti - andspænis öðrum þingmönnum! Það skal ekki fara á milli mála hverjir ráða hér! Ég veit ekki um neitt annað þjóðþing þar sem fulltrúar framkvæmdavalds eru taldir rétthærri öðrum þingmönnum. Enda er nú hlýðnast. Á augabragði breytast þingmenn stjórnarflokkanna í auðsveipa afgreiðslumenn. Ekki er ýkja langt síðan ung þingkona greiddi atkvæði gegn eigin skoðunum "af því að hún er í liðinu". Það gengur meira að segja svo langt að frumvarp stjórnarþingmanns fæst ekki rætt "af því að ríkisstjórnin er með annað frumvarp um sama efni í undirbúningi". Nefndarformenn fá fyrirmæli um að svæfa málið. Og gera það. Skýrt dæmi er frumvarp Valgerðar Bjarnadóttur um eftirlauna-ósómann - sem enn skal gilda, ofurlítið mildaður, en gildir samt. Hér bregst forseti Alþingis algerlega og forsætisnefnd sem ber að tryggja full réttindi allra þingmanna. Þingmenn stjórnarflokka skulu hlýða. Stjórnar-andstaðan fær að hrópa og kalla og nöldra, nema hvað. Á hana er tæpast hlustað, enda ræður hún engu. Svona hefur þetta gengið áratugum saman, sama hvaða flokkar hafa myndað stjórn. Og samt eiga þingmenn ekki að hlýða öðru en samvisku sinni.

Nú er meira að segja svo langt gengið að framkvæmdavaldið hefur ekki látið sér nægja að kúga löggjafarþingið, heldur líka skipað ættingja sína og vini í dómarasæti. Dómsvaldið skal einnig lúta því.

Ráðherravald er hér miklu meira en í nágrannalöndum okkar. Annar munur er þar einnig. Þar er sums staðar algengt að ráðherrar séu valdir utan þings. Annars staðar víkja þeir af þingi sem gegna ráðherradómi. Þar bera ráðherrar ábyrgð. Og segja af sér ef þeir bregðast trausti, - og einnig vegna afglapa embættismanna er undir þá heyra. Ekki hér.

Hér telja stjórnmálamenn sig geta gegnt hvaða ráðherraembætti sem er. Talin er hefð fyrir lögfræðikunnáttu dómsmálaráðherra, en ekki minnst á neitt sambærilegt fyrir önnur ráðuneyti. Hér er ekki heldur gert ráð fyrir að stjórnmálaleiðtogar eigi framtíðarsýn. Ekki einu sinni nú er um það rætt, hvernig þjóðfélag við ætlum að byggja. Kannski væri ástæða til að rifja upp einkunnarorð frönsku byltingarinnar um frelsi, jafnrétti og bræðralag.

Til hvers er Alþingi? Til hvers kjósum við þing?

Höfundur er rithöfundur

og prófessor emeritus"

Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 11:53

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband