Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Liberty of the seas er stærsta skemmtiferðaskipið - Queen Elizabeth II er miðlungs dallur!

Blaðamenn Mbl mega kynna sér hlutina betur. Það eru nefnilega ótrúlega margir sem trúa því að Mogginn segi satt.

Staðreyndin er sú að QEII er ekki einu sinni meðal stærstu skipa. Þykir bara miðlungi stórt með sín 70.000 brúttótonn. Queen Mary II frá sama skipafélagi er t.a.m. 151.000 brúttótonn og það stærsta sem ég finn er Liberty of the seas hjá Royal Caribbean sem er um 160.000 brúttótonn.

Stærsta skip heims er olíuskipið Knock Nevis sem er hefur tómaþyngdina 565.000 brúttotónn, fulllestað er það 825.000 brúttótonn og gæti þar með þyngdarinnar vegna tekið bæði Queen Mary II og Queen Elizabeth II sem farm! 

Þó að það sé gúrka núna er óþarfi að kasta til höndum í blaðamennskunni! 


mbl.is Eitt stærsta skemmtiferðaskip heims í Reykjavíkurhöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húsavernd út í öfgar

Mér finnst undarleg sú þráhyggja að vilja geyma helst öll gömul hús. Sérstaklega þykja mér bárujárnsklædd timburhús með afbrigðum ljót. Ég skil ekki þetta hálfvitalega snobb gagnvart ónýtum og ónothæfum húskofum af þessari gerð sem smíðaðir voru í sárri fátækt fyrir 60-100 árum.

Mér í finnst í lagi að halda kannski upp á örfá svona hús í sögulegu tilliti en það er móðgun við nútímafólk að binda jafnvel í lög og reglugerðir að þessar eldgildrur séu upp til hópa látnar standa. Mikill meirihluti fólks vill fá húsnæði sem hæfir tæknilegri og fjárhagslegri getu til að gera almennilegt húsnæði með alvöru notagildi. Síðan má alltaf deila um fagurfræði þeirra húsa sem byggð eru.

Miðbærinn í Reykjavík getur aldrei orðið neitt af viti á meðan þessi kofaverndarstefna er við lýði.


mbl.is Ekið með hús um borgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fallinn í freistni

Þeir hafa ekki verið of margir góðu dagarnir fyrir okkur sem viljum spila stundum golf. Í dag fell ég í þá freistni að fara út á golfvöll á miðjum degi og hef það til afsökunar að Konni situr inni fyrir mig í dag.

Nú er GKG kominn með tvo velli þannig að aðstæður hafa heldur batnað hjá okkur, og því upplagt að njóta þess í góðu veðri.


Egill Helgason: Lokar á svör en spyr bara samt!

Það eru nokkrir mánuðir síðan ég komst að því að Egill Helgason er um margt þversagnakenndur og trúlega veit hann það best sjálfur. Eins og við mátti búast hafa margir áhuga á að lesa bloggið hans og hann sér sannarlega oft mjög áhugaverða og skemmtilega fleti á því sem gerist í pólitíkinni. Hann á það hins vegar til að vera svolítið blindur og einþykkur þegar hann á sjálfur í hlut. Það hef ég reynt persónulega. Mitt í öllum líberalismanum sínum er hann alltof hátíðlegur um sjálfan sig og vill alls ekki opinbera að hann geti gert mistök. Við gerum öll mistök og því er það okkur hollt að viðurkenna það, helst strax.

Hann er einn örfárra sem lokar á athugasemdir á Moggablogginu en endar samt tvo síðustu pistlana sína á spurningum.

Hví ertu að þessu Palli? Er spurningin sem hann beinir að, líklega fyrrverandi vini sínum, Páli Baldvini Baldvinssyni fyrir að ljúga upp á sig að hann haldi enga starfssamninga.

Hvar er Atli Eðvaldsson?  Er spurningin sem félagar hans í KR fá vegna slæms gengis meistarflokks félagsins í karlaflokki.

Hvert eiga svörin að berast Egill? Getum við, sem höfum opið fyrir athugasemdirnar, tekið við svörum fyrir þig?


Rawhide

Ég skal játa að eitthvað er ég pikkfastur við hljóðfærin og upptökutækin þennan daginn. Ég bætti við laginu Rawhide sem upphaflega var í frábærum flutningi Frankie Laine og var þemalag samnefnds sjónvarpsþáttar sem nú er helst þekktur fyrir að hafa komið Clint Eastwood á framfæri sem ungum kúreka í kringum 1960.


Upptaka og útgáfa sama daginn!

Hlutirnir eru orðnir sumu leyti einfaldari í dag. Við Gunni tókum upp fjögur lög í dag okkur til gamans. Lögin eru tekin beint af mixer og við erum með tvo gítara og tvær raddir. Við ákváðum að vera ekkert of smámunasamir varðandi þessar upptökur, hafa þetta bara lifandi.

Einhvern tíma hét þetta EP plata ef ég man þetta rétt.

Í tilefni helgarinnar skelli ég þessu inn á spilarann ykkur til blendinnar ánægju! Devil  

Gunni og Haukur: Gunna var í sinni sveit
Gunni og Haukur: Dance on
Gunni og Haukur: Nowhere man
Gunni og Haukur: Mrs. Robinson

Ísland í efsta sæti á Youtube - Þvílík ánægja!

Íslenska knattspyrnulandsliðið var í 37. sæti á styrkleikalista FIFA fyrir nokkrum árum. Nú erum við að nálgast 100. sætið með falli um nærri 60. sæti. Ástæðan er meðal annars frammistaða á borð við þessa sem er mest sótta myndbandið í heiminum á Youtube í dag.

Samt telur KSÍ að allt sé í himnalagi. Verið sé að byggja upp nýtt landslið! Það er gott að geta stungið höfðinu niður eins og strútarnir. Við hin sem höfum höfuðið uppúr þurfum að þola að allur heimurinn hlæi að okkur. 


Óþverrinn í Írak er orðinn það sem kallast má stöðugt ástand

Ég á greinilega erfitt með mig þegar þetta ólánsstríð á í hlut. Stríðið sem hófst að undirlagi George W. Bush til að ná völdum yfir olíuauði Íraka undir því yfirskyni að hindra þyrfti Íraka í framleiðslu gjöreyðingarvopna, sem fundust aldrei, og að losna við harðstjórn Saddams Hussein.

Staðreyndirnar eru nú þær að búið er að skipta niður olíuframleiðslunni og henni stolið skipulega og hörmungar Íröksku þjóðarinnar eru margfalt meiri nú en nokkurn tíma undir stjórn Saddams.

Tölur um mannfall í stríðinu og hryðjuverkunum tala sínu máli. Samt taka fæstir eftir þessu lengur vegna þess að þessi óþverri er löngu orðinn að viðvarandi eðlilegu ástandi og fólk orðið vant þessum hörmungum og tekur það ekki inn á sig lengur, alveg dofið.

Við verðum að gera áframhaldandi kröfu um að íslensk stjórnvöld beiti sér í þessu máli á alþjóðavettvangi og mótmæli áframhaldandi stuðningi við aðgerðir bandaríkjamanna sem eru í þessu máli hið illa stórveldi sem einskis svífst.
mbl.is Nærri tvö hundruð látnir í ofbeldisverkum í Írak í vikunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott golfveður loksins komið!

Fyrsti golfhringurinn minn í þokkalegu veðri var í gærkvöldi og kominn 7. júní. Rok, rigning og blandan sem kölluð er slagveður hefur verið einkennandi síðustu daga. Sanngirnin er sú að allir keppa við sjálfa sig og aðra við sömu aðstæður.

Mitt í öllu þessu verður manni hugsað til þess hversu heppinn maður er að geta nöldrað yfir smámunum eins og íslensku sumarveðri. Maður hefur í rauninni allt með sér: Lifandi, við þokkalega heilsu, ágætlega gangfær og í góðum félagsskap. Hvað er hægt að óska sér meira?


Hróp og köll fyrir kosningar - Hvísl og pukur eftir kosningar

Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með því hvernig umræðan í pólitíkinni breytist eftir kosningarnar. Stóru orðin og hrópin fyrir kosningarnar eru orðin að smá tísti og hvísli eftir kosningar. Sérstaklega er þetta áberandi hjá nýja stjórnarflokknum sem í einu vetfangi breytist úr kjaftforum mótmælendum með hnefa á lofti í skaplaust smáfólk með litla og lokaða munna vegna nýfengins aðgangs að stjórnkerfinu.

Öll stóru orð Samfylkingarinnar dóu í samningum um ríkisstjórnarþátttöku. Þau seldu allan pakkann eins og hann lagði sig. Við höfum á örfáum dögum séð allt deyja.

Íraksstríðið: Engar aðgerðir, pínulítið mjálm sem hefur enga þýðingu.

Varnarmálin: Áfram leitað að stórveldum til að halda í höndina á. Framboðsvitleysan til öryggisráðs SÞ heldur áfram með öllum þeim kostnaði sem henni fylgir.

Utanríkismálin: Taka þarf upp stjórnmálasambönd við helst allar þjóðir, jafnvel þó engin samskipti séu við viðkomandi. Til hvers er það nema til að auka útgjöld? 

Stóriðjustefnan: Allt á fullu. Upplýst um smánarverð á raforkunni til alframleiðenda, niðurgreitt af almenningi í landinu.

Fiskveiðistjórnunarkerfið: Engar breytingar sjáanlegar í nánustu framtíð. LÍU-mennirnir eiga þetta allt saman og það verður fest í lögum. Sjávarbyggðirnar má hreinlega fara að leggja niður í stað þess að horfa upp á þetta hæga og kvalafulla dauðastríð þeirra.

Til að bæta gráu ofan á svart eru 200.000 króna launahækkun á mánuði til handa seðlabankastjórum látin óátalin. Líklega bónusgreiðsla fyrir að takast að halda upp hæstu okurvöxtum í heimi. Miðað við orð höfð eftir Tómasi Árnasyni er starf seðlabankastjóra með letilegustu störfum sem um getur. Eru menn búnir að gleyma því þegar Davíð Oddsson lýsti því í sjónvarpi að síminn hringdi bara næstum ekkert á skrifstofunni hans í Seðlabankanum?

Ég hef verið spurður hvort ég hafi ekki verið ánægður með úrslit kosninganna? Hvað haldið þið? 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 265495

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband