Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Eyjólf vantar sjálfstraust - þess vegna á hann að hætta

Í öllum íþróttum þarf trúin að vera til staðar. Ekki guðstrú heldur trúin að þér takist það sem þú ætlar þér. Við sem höfum tekið þátt í íþróttum vitum að þegar við trúum að við getum hlutina þá takast þeir ótrúlega oft.

Eyjólfur hefur í hverju fjölmiðlaviðtalinu á fætur öðru talað um hversu "erfitt" þetta lið og hitt liðið séu. Þetta er ávísun á tap og niðurlægingu. Ef verkefnið er fyrirfram svona erfitt vinnst það aldrei. Svona vælugangur frá þjálfaranum gagnvart fjölmiðlum getur ekki virkað öðruvísi en letjandi á leikmennina.

Eyjólfur er geðugur maður sem náði ágætum árangri sem leikmaður. Hann er hins vegar ekki að gera sig sem þjálfari vegna skorts á sjálfstrausti. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er í einhverri undarlegri sjálfsafneitun við hlið hans og mætti þess vegna sjálfur hugsa sinn gang ef þetta er ásættanlegur árangur hjá landsliðinu. Ég gef ekki skít fyrir mismun á fólksfjölda í löndunum sem við keppum við, það eru jafnmargir leikmenn á vellinum. Allt atvinnumenn sem hvorki tekst að blása í eldmóði né sigurvilja.

Eyjólfur, er ekki komið nóg?


mbl.is Íslendingar sáu aldrei til sólar í fimm marka tapleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

The Shadows gátu líka sungið án Cliffs

Ég hélt ég væri sæmilega fróður um Shadows og taldi í einfeldni minni að þeir væru bara instrumental grúppa án Cliff Richard. Svo er þó ekki og sannleikurinn er víst sá að þeir Bruce Welch og Hank Marvin léku sér með raddaðan söng í stíl við Everly Brothers til að byrja með. Þetta er athyglisvert video með söng þeirra félaga og það meira að segja bara alveg ágætur. Skv. Youtube er þetta upptaka frá árinu 2004. Alveg eru þeir eins og unglömb þessir kallar!


Íslendingar skipti sér af nýjum kaldastríðstilburðum með mótmælum

Það gengur illa að koma þjóðum heims í skilning um að hvers kyns hernaðarhyggja og stríðsbrölt er mesta böl mannkynsins.

Það verður  að gera þá kröfu til íslenskra stjórnvalda að mómæla því að bandaríkjamenn, og þar með NATO með okkar samþykki, setji upp eldflaugakerfi í Póllandi og Tékklandi til að verjast hverjum? Jú, Norður-Kóreu og Íran.

Finnst einhverjum skrýtið að Pútin þyki þetta ekki standast neinar röksemdafærslur. Ef verjast ætti þessum þjóðum sérstaklega væri eðlilegast að setja þetta dót upp í Írak eða Suður-Kóreu sem eru hvort eð er leppríki bandaríkjanna eins og Ísland.

Nú ríður á að Solla sýni að hún hafi eitthvert bein í nefinu og beiti sér öðru vísi en sem leppríki stórveldisins í vestri sem notar öll tækifæri til að ógna öðrum ríkjum til hlýðni. 


mbl.is Forsvarsmenn NATO gagnrýna yfirlýsingar Pútíns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heppnir að tapa ekki - Fengu Liechtenstein í höfuðið

Ég hef aldrei séð jafn lélegt íslenskt landslið og í dag. Það gekk ekkert upp nema markvarsla Árna Gauts og fyrri hálfleikurinn hjá Matthíasi.

Þeir hreyfðu sig ekki án boltans og voru ótrúlega latir að dekka andstæðingana sem voru miklu viljugri en okkar menn. Sendingar voru oftast arfaslakar og menn ótrúlega hikandi. Sem dæmi um aulagang horfði maður upp á sókn okkar manna daga upp vegna einfætts leikmanns sem lék honum til baka vegna þess að hann lagði ekki í að nota hægri fótinn, og þetta eru atvinnumenn!

Þrátt fyrir að tala um að vanmeta ekki andstæðinginn gerðu okkar menn það bara samt! Andstæðingarnir fengu fleiri og betri færi en við og miðað við allt þegar upp er staðið vorum við heppnir með jafntefli, það er jákvætt. Það vantar eldmóð í íslenska liðið til að ná árangri.

Í dag fékk Ísland Liechteinstein í höfuðið!


mbl.is Jafntefli gegn Liechtenstein og Eiður í leikbann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mogginn illilega plataður núna!

Eitthvað er þetta málum blandið hjá ykkur þarna á Mogganum. Það er enginn fótur fyrir þessu kjaftæði. Nú hefur einhver leikið hroðalega á ykkur í blaðamennskunni.

The Police eru að hefja 100 tónleika túr og haldið þið í alvöru að einn aðalmeðlimanna myndi láta út úr sér svona ekkisens dellu til að selja ekki miðana?

Vaknið núna út úr þessari vitleysu og komist að hinu rétta. Ég er til að mynda búinn að lesa alveg bullandi jákvæða dóma um annan þessara tveggja konserta í Vancouver. Þið verðið að átta ykkur á því að þetta eru vanir menn, ekki viðvaningar! 


mbl.is Trommari The Police segir endurkomu sveitarinnar „ótrúlega slappa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband