Heppnir að tapa ekki - Fengu Liechtenstein í höfuðið

Ég hef aldrei séð jafn lélegt íslenskt landslið og í dag. Það gekk ekkert upp nema markvarsla Árna Gauts og fyrri hálfleikurinn hjá Matthíasi.

Þeir hreyfðu sig ekki án boltans og voru ótrúlega latir að dekka andstæðingana sem voru miklu viljugri en okkar menn. Sendingar voru oftast arfaslakar og menn ótrúlega hikandi. Sem dæmi um aulagang horfði maður upp á sókn okkar manna daga upp vegna einfætts leikmanns sem lék honum til baka vegna þess að hann lagði ekki í að nota hægri fótinn, og þetta eru atvinnumenn!

Þrátt fyrir að tala um að vanmeta ekki andstæðinginn gerðu okkar menn það bara samt! Andstæðingarnir fengu fleiri og betri færi en við og miðað við allt þegar upp er staðið vorum við heppnir með jafntefli, það er jákvætt. Það vantar eldmóð í íslenska liðið til að ná árangri.

Í dag fékk Ísland Liechteinstein í höfuðið!


mbl.is Jafntefli gegn Liechtenstein og Eiður í leikbann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta var arfaslök frammistaða hjá íslenska landsliðinu.... sjaldan séð jafn lata menn á leikvellinum... Einu björtu hliðarnar í leiknum áttu sér stað þegar nýliðarnir 2 komu inn á. Þeir voru einu mennirnir sem nenntu eitthvað að hreyfa sig.

Ekkert var um spil milli manna og flest spil var 2 snertingar og síðan fór þetta í einhverja loftfimi....

 Já íslendingar voru heppnir með jafntefli.... það er ekki hægt að segja annað..

 Og ef við tökum þetta á íslenskan mælikvarða töpuðum við 11 - 1... þar sem lichtenstein eru 30 þús en við 300 þús.. alltaf gaman að taka höfðatöluna á þetta..

 kv Gunni

Gunnar Ingi Arnarson (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 18:21

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eigum við ekki bara að gefa leikin við Svia/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 2.6.2007 kl. 19:46

3 Smámynd: Sigurjón

...Svo ekki sé minnst á það að Eiður, sem er fyrirliði landsliðsins og atvinnumaður hjá stórliði, skuli vera að rífa kjaft þar til hann fær gult spjald!  Hvað er að manninum?

Sigurjón, 2.6.2007 kl. 22:19

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Hann fékk ekki spjaldið fyrir kjaftbrúk, heldur fyrir að sparka boltanum eftir að flautað hafði verið. Samt álíka klaufalegt hjá honum. Gangur leiksins var farinn að reyna á taugarnar í stráksa.

Haukur Nikulásson, 3.6.2007 kl. 00:19

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ég sá ekki leikinn, en það er sami tónninn í öllum, þannig að það er ekki vafi að mikið var að hjá okkar mönnum.

Kveðja:

Sigfús Sigurþórsson., 3.6.2007 kl. 02:40

6 Smámynd: Svartinaggur

Þetta með höfðatöluna þá dettur mér í hug leikurinn á móti Ítalíu á Laugardalsvellinum hérna um árið þegar við unnum 2 - 0. Miðað við höfðatölu (Ítalir eru ca 60 milljónir), unnum við þá ekki 400 - 0??? Heimsmet kannski?

Svartinaggur, 3.6.2007 kl. 22:10

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 264995

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband