Hróp og köll fyrir kosningar - Hvísl og pukur eftir kosningar

Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með því hvernig umræðan í pólitíkinni breytist eftir kosningarnar. Stóru orðin og hrópin fyrir kosningarnar eru orðin að smá tísti og hvísli eftir kosningar. Sérstaklega er þetta áberandi hjá nýja stjórnarflokknum sem í einu vetfangi breytist úr kjaftforum mótmælendum með hnefa á lofti í skaplaust smáfólk með litla og lokaða munna vegna nýfengins aðgangs að stjórnkerfinu.

Öll stóru orð Samfylkingarinnar dóu í samningum um ríkisstjórnarþátttöku. Þau seldu allan pakkann eins og hann lagði sig. Við höfum á örfáum dögum séð allt deyja.

Íraksstríðið: Engar aðgerðir, pínulítið mjálm sem hefur enga þýðingu.

Varnarmálin: Áfram leitað að stórveldum til að halda í höndina á. Framboðsvitleysan til öryggisráðs SÞ heldur áfram með öllum þeim kostnaði sem henni fylgir.

Utanríkismálin: Taka þarf upp stjórnmálasambönd við helst allar þjóðir, jafnvel þó engin samskipti séu við viðkomandi. Til hvers er það nema til að auka útgjöld? 

Stóriðjustefnan: Allt á fullu. Upplýst um smánarverð á raforkunni til alframleiðenda, niðurgreitt af almenningi í landinu.

Fiskveiðistjórnunarkerfið: Engar breytingar sjáanlegar í nánustu framtíð. LÍU-mennirnir eiga þetta allt saman og það verður fest í lögum. Sjávarbyggðirnar má hreinlega fara að leggja niður í stað þess að horfa upp á þetta hæga og kvalafulla dauðastríð þeirra.

Til að bæta gráu ofan á svart eru 200.000 króna launahækkun á mánuði til handa seðlabankastjórum látin óátalin. Líklega bónusgreiðsla fyrir að takast að halda upp hæstu okurvöxtum í heimi. Miðað við orð höfð eftir Tómasi Árnasyni er starf seðlabankastjóra með letilegustu störfum sem um getur. Eru menn búnir að gleyma því þegar Davíð Oddsson lýsti því í sjónvarpi að síminn hringdi bara næstum ekkert á skrifstofunni hans í Seðlabankanum?

Ég hef verið spurður hvort ég hafi ekki verið ánægður með úrslit kosninganna? Hvað haldið þið? 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Haukur eigum við ekki að gefa þessu aðeins meiri tíma,en það er margt mjög satt sem þú segir þarna ,en skoðum málið betur,gefum þeim aðeins frið,en svo tökum við á þessu ef ekkert gengur eftir/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 7.6.2007 kl. 15:13

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

ÉG held að tímin lagi ekkert hér.  Mér finnst Haukur fara nokkuð nærri því sem ég hef verið að hugsa.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.6.2007 kl. 15:30

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Bíddu - hvað kaustu aftur?

Ingvar Valgeirsson, 7.6.2007 kl. 15:37

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ingvar, ég veit þú trúir því ekki en mér finnst það notalegt að hafa öðru hvoru rangt fyrir mér. Ég yrði óþolandi með öllu ef svo væri ekki

Haukur Nikulásson, 7.6.2007 kl. 23:03

5 Smámynd: Svartinaggur

Er þá nokkuð annað eftir en að flytja til útlanda áður en þjóðarskútan sekkur alveg?

Svartinaggur, 9.6.2007 kl. 21:34

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband