Liberty of the seas er stærsta skemmtiferðaskipið - Queen Elizabeth II er miðlungs dallur!

Blaðamenn Mbl mega kynna sér hlutina betur. Það eru nefnilega ótrúlega margir sem trúa því að Mogginn segi satt.

Staðreyndin er sú að QEII er ekki einu sinni meðal stærstu skipa. Þykir bara miðlungi stórt með sín 70.000 brúttótonn. Queen Mary II frá sama skipafélagi er t.a.m. 151.000 brúttótonn og það stærsta sem ég finn er Liberty of the seas hjá Royal Caribbean sem er um 160.000 brúttótonn.

Stærsta skip heims er olíuskipið Knock Nevis sem er hefur tómaþyngdina 565.000 brúttotónn, fulllestað er það 825.000 brúttótonn og gæti þar með þyngdarinnar vegna tekið bæði Queen Mary II og Queen Elizabeth II sem farm! 

Þó að það sé gúrka núna er óþarfi að kasta til höndum í blaðamennskunni! 


mbl.is Eitt stærsta skemmtiferðaskip heims í Reykjavíkurhöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Sturluson

Royal Caribbean á reyndar og rekur systurskip, Freedom Of The Seas og Liberty Of The Seas, sem eru 160 þúsund brúttótonn.  Þriðja fleytan af sömu gerð, Independence Of The Seas, bætist í hópinn snemma á næsta ári.  Þessi skip þykja setja ný viðmið í þjónustu og gæðum og skarta m.a. klifurvegg og skautasvelli!
Royal Caribbean rekur 21 skemmtiferðaskip og á einu þeirra, Brilliance Of The Seas sem telur rúmlega 90 þúsund brúttótonn, er íslenskur fyrsti stýrimaður, Þórður Þórsson.  Þessi staða, fyrsti stýrimaður, ku vera trappa á leiðinni upp í skipstjórnarstöðuna.  Gaman að því.

Snorri Sturluson, 13.6.2007 kl. 15:10

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Takk fyrir innleggið Snorri. Mér finnast skemmtiferðaskip einstaklega spennandi fyrirbrigði og er stundum að skoða heimasíður þessara fyrirtækja. Mörg þessara skipa eru sannarlega glæsileg og gaman væri að hafa efni á því að fara í ferð með einu slíku. Kemur þótt síðar verði!

Haukur Nikulásson, 13.6.2007 kl. 15:40

3 identicon

Eftir því sem ég best veit eru QE2 og QM2 í sérflokki, þessi skip hafa miklu sterkari og veigameir skrokka og meira vélarafl en ný og í mörgu tilfellum stærri skemmtiferðaskip, enda "drottningarnar" byggðar til þess að kljást við vetrarstorma á norður  Atlantshafi (og halda áætlun) læt til gamans getið að QE 2 getur náð allt að 20 hnúta hraða afturábak!!!!. Þannig að þær teljast ekki dallar þvert á móti.  

Jóhann Hafsteinsson (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 16:10

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Nú er Mogginn búinn að breyta fréttinni bæði skrifað og talaða textanum úr "Stærsta..." í "Eitt stærsta...". Vefurinn gefur möguleika á að lagfæra og það hefur bæði kosti og galla. Gallinn fyrir okkur sem gerum athugasemdirnar er að við erum gerð ómerk með þessu ef lesendur og hlustendur hafa ekki heyrt fyrstu útgáfu "fréttarinnar".

Haukur Nikulásson, 13.6.2007 kl. 16:10

5 Smámynd: Hip 2b^2

Já, var svo ekki Titanic rétt um 46.000 brúttótonn?  Það væri gaman að sjá samanburðarmynd af þessum risum í dag við hlið not-so-Titanic.   Eins og ég er sammála að það sé gaman að svona risaskipum hversskonar, þá finnst mér samt vanta uppá elegansinn á þessum nýjustu og stærstu.. QEII hefur þó fegurð sem minnir á fyrri tíma skip Cunard, þ.m.t. Titanic.  

Hip 2b^2, 13.6.2007 kl. 16:40

6 identicon

Þessi frétt á mbl.is er reyndar hátíð miðað við vitleysuna hjá ruv.is. Annars er dálítið fyndið að rifja upp að einu sinni þótti Maxim Gorkiy alveg hrikalega stórt skip, sem þó er "aðeins" 24.220 brúttótonn.

TJ (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 20:30

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, útvarpið talaði um að eitt stærsta skemmtiferðaskip heims væri hérlendis og hefur Mogginn, það annars ágæta blað, étið það upp eftir þeim. Ættu að vita betur en að hirða eitthvað upp eftir Rúv. Annars hljómar fyrirsögnin "um það bil miðlungsstórt skemmtferðaskip í Reykjavíkurhöfn" ekki vel.

Hvað um það, ég einhvernvegin skil ekki tilganginn með skemmtiferðaskipum. Sigla um saltan sæ með fullt af ókunnu fólki og komast ekki burt - þá er nú skárra að fara bara til útlanda með fluvvél og bóka sig á hótel, þá kemst maður allavega allra sinna ferða og iklu minni hætta á að maður sökkvi.

Ingvar Valgeirsson, 13.6.2007 kl. 21:54

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 264955

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband