Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
21.5.2007 | 18:32
Vinna alla helgina - Partý á mánudagskvöldi
Hlé gert á stjórnarmyndunarviðræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.5.2007 | 22:40
Boston Legal - Besti þátturinn þessa dagana!
Þetta er eini sjónvarpsþátturinn sem ég vil láta minna mig á að sé í sjónvarpinu.
William Shatner og James Spader fara á kostum í þessu "spinoffi" úr Practice, sem var miklu þyngri og dramatískari lögfræðisamsuða.
William Shatner var bara kafteinn Kirk úr Star Trek og hann hefur náð ótrúlegum endurnýjuðum starfsdögum sem úrvals gamanleikari og það á gamals aldri þegar menn gerast einatt bara geðvond gamalmenni. Fyrir örfáum árum var William Shatner bara í fréttum eftir lát konu sinnar og aumingjalegrar stöðu afdankaðs gamals og einhæfs sjónvarpsþáttaleikara.
James Spader breytti síðustu þáttunum í Practice í þá veru að létta yfirbragð þeirra og það var fljótlega ljóst að gera yrði annað hvort róttækar breytingar á Practice eða fara í það rétta að búa til afleggjara ("Spin-off") sem birtist okkur í Boston Legal. Shatner, sem Danny Crane, birtist líka í Practice undir það síðasta og þá var endanlega ljóst að þessir tveir þurftu miklu meira rými en sá þunglamalegi þáttur bauð upp á.
Handritshöfundarnir eru að sjálfsögðu gríðarlega mikilvægir í þessari samsuðu. Án þessa óborganlega húmors væru þættirnir ekki neitt, það geta allir séð.
Á endanum verðum við öll leið á þessu og þetta gengur sitt skeið eins og annar vinsæll og gamansamur lögfræðiþáttur sem allir eru búnir að gleyma og hét... hmmm... hmmm... Ally McBeal.
Eftir talsverðar ádeilur Samfylkingarinnar á hendur stjórnarþátttöku íhaldsins s.l. 16 ár er gott að hafa í huga að það hljóti að taka talsverðan tíma að setja um nýja málefnaskrá. Takið ykkur tíma og lesið aðfinnslulista Ágústs Ólafs sem hann setti á blogsíðuna sína nokkrum dögum fyrir kosningar til að minna á gerðir og aðgerðarleysi síðustu stjórnar. Takið eftir því að Íraksmálið er í fyrsta sæti.
Ég get ekki á mér setið að varðveita þennan lista Ágústs Ólafs:
3.5.2007 | 10:27
Syndalisti ríkisstjórnarinnar
Kosningarnar snúast ekki einungis um framtíðina. Þær snúast líka um fortíðina og hvað flokkar hafa gert. Förum yfir 40 atriði sem ríkisstjórnarflokkarnir stóðu að eða komu nálægt.
- Íraksmálið
- Fjölmiðlamálið
- Árni Johnsen og tæknilegu mistökin
- Falun Gong
- Byrgismálið
- Skipun félaga sinna í Hæstarétt
- Brot á jafnréttislögum við þessar skipanir og fleiri
- Baugsmálið
- "Innmúraður og innvígður"
- "Ónefndi maðurinn"
- Eftirlaunafrumvarpið
- Sætasta stelpan á ballinu og eitthvað sem gerir svipað gagn"
- "Þær hefðu hvort sem er orðið óléttar"
- "Jafnréttislögin eru barns síns tíma"
- Eitt hæsta matvælaverð í heimi
- Eitt hæsta lyfjaverð í heimi
- Einu hæstu vextir í heimi
- Kosið gegn lækkun á skatti á lyfjum
- Kosið gegn afnámi vörugjalda á matvælum
- Kosið gegn 75.000 kr. frítekjumarki fyrir eldri borgara og öryrkja
- Staðið gegn því að láta samkeppnislög gilda um landbúnaðinn
- Verðbólguskattur
- Aukin skattbyrði á 90% þjóðarinnar
- Óbreytt landbúnaðarkerfi
- Falleinkunn í hagstjórn frá nær öllum innlendum og erlendum sérfræðingum
- 5000 fátæk börn
- 400 eldri borgarar á biðlista
- 170 börn á biðlista eftir þjónustu Barna- og unglingageðdeildar.
- Aukinn ójöfnuður
- 8.500 börn sem hafa ekki farið til tannlæknis í 3 ár
- Frumvarp um að heimila símhleranir án dómsúrskurðar
- 24 ára reglan í útlendingalögunum
- Kaup á sendiherrabústað sem kostaði jafnmikið og það kostar að reka meðal framhaldsskóla
- Skertur réttur almennings til gjafsóknar
- Launaleynd viðhaldið
- Trúfélög fengu ekki heimild til að gifta samkynhneigða
- Ísland í 16. sæti af 30 OECD þjóðum þegar kemur að framlögum til framhaldsskóla
- Ísland í 21. sæti af 30 OECD þjóðum þegar kemur að framlögum til háskólana
- Kaup á vændi ekki gerð refsiverð
- Sami kynbundni launamunurinn í 12 ár
Og svona mætti lengi telja.
Hér lýkur tilvitnun í Ágúst Ólaf varaformann Samfylkingarinnar. Efast nokkur um að það verði ekki svolítið mál að búa til málefnaskrá?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:01 | Slóð | Facebook
20.5.2007 | 09:32
Gerir Samfylkingin kröfu um að stuðningurinn við Íraksstríðið verði dreginn til baka?
Mér finnst einhvern veginn að í stjórnarmyndunarviðræðunum hljóti að reyna á raunverulegan karakter.
Þannig má spyrja sig hvort Samfylkingin stendur á því að stuðningurinn við hinn skelfilega stríðsrekstur í Írak verði dreginn til baka.
Ég heiti á Samfylkinguna að koma þessu máli fyrir í málefnaskránni. Því það verður ekki skafið að ég greiddi þeim atkvæði mitt að hluta út á loforð um þetta efni. Það reynir strax á kosningaloforðið, standið ykkur!
Telja að Brown muni kalla breskt herlið heim frá Írak | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.5.2007 | 01:10
Ráðherravalið: Geir og Solla ráða því hverjir veljast
Ef að líkum lætur munu þau Geir og Solla bæði velja sitt ráðherralið og leggja það síðan til þingflokkanna til samþykktar. Ég er nokkuð viss um að þingflokkarnir hafi sjálfir ekkert hér um málið að segja.
Ég spái þessum ráðherrum íhalds: Geir Haarde, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Árni Mathiesen, Guðlaugur Þór Þórðarson, Kristján Júlíusson og Sturla Böðvarsson. Einar K. Guðfinnsson verði forseti þingsins.
Samfylkingarráðherrar verða: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Össur Skarphéðinsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Kristján Möller og Ágúst Ólafur Ágústsson.
Það verður gaman að sjá hvort maður hafi goggunarröðina á hreinu.
Fundað um stjórnarmyndun á Þingvöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.5.2007 | 23:45
Eina leiðin fyrir Ingibjörgu
Ingibjörg Sólrún átti bara þessa leið til að bjarga formannsembætti sínu í Samfylkingunni. Utan stjórnar hefði hún orðið að segja af sér vegna taps í kosningunum.
Það er ekki glæta að bjóða okkur upp á þau rök að Samfylkingin hafi unnið einhvern sigur í kosningunum sé tekið mið af vondum og ómarktækum skoðanakönnunum.
Með því að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum fær Ingibjörg önnur fjögur ár í formannsstóli Samfylkingarinnar.
15.5.2007 | 18:02
Segir kyn flokkanna til um femíníska stefnu þeirra?
Ég tók eftir því að mér varð það á í pistli um Samfylkinguna að segja "hann" um hana, trúlega vegna þess að ég var að tala um stjórnmálaflokkinn Samfylkinguna.
Í framhaldi af því uppgötvaði ég að þeir flokkar sem harðast ganga fram í femínískri stefnu hafa kvenkyns heiti: Vinstri hreyfingin, Samfylkingin og Íslandshreyfingin. Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn eru karlkyns.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:40 | Slóð | Facebook
15.5.2007 | 08:56
Vill hann spila fótbolta eða safna peningum?
Þetta hlýtur að vera eilíf togstreita hjá Eiði Smára.
Annars vegar löngunin til að standa sig og spila alvöru fótbolta eða vera á himinháum launum á varamannabekknum og koma inn bara öðru hvoru þegar aðrir leikmenn fá illt í fótinn!
Mér finnst tími Eiðs hjá Barcelona ekki vera nein frægðarför. Hann spilar lítið og nær greinilega ekki að festa sig í sessi og sjálfstraustið dalar að sjálfsögðu við þetta.
Ef hann er búinn að safna nægilega miklum peningum ætti hann að fara til West Ham þar sem hann fengi "öruggt" sæti og fengi að spila alla leiki og ná sér almennilega á strik.
Eiður sagður á óskalistanum hjá Curbishley | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.5.2007 | 09:04
Framsóknarflokkurinn batnar ekki utan stjórnar
Þó að mér sé meinilla við Framsóknarflokkinn og spillingaryfirbragðið á honum get ég nú varla orða bundist yfir þeim orðum að flokkurinn "eigi að taka sér hlé frá stjórnarsetu til að ná saman vopnum sínum" eins og sumir orða þetta spaklega.
Halda menn að flokkar batni eitthvað við það að verða áhrifslausir? Halda menn að valdalaus flokkur stækki frekar en flokkur sem er við völd?
Ég spái því að flokkurinn muni hverfa inn í Sjálfstæðisflokkinn á næsta tímabili vegna sameiningarmátts spillingarinnar.
14.5.2007 | 08:44
Ingibjörg Sólrún er fullreynd - Hún nær ekki meiru
Samfylkingin verður að sætta sig við það að hann verður ekki stærri með Ingibjörgu Sólrúnu sem formann. Hún nær ekki til stórs hóps karlmanna sem eru jafnaðarmenn og hafa kosið íhaldið. Ég kaus Samfylkinguna með semingi en þeir óánægðu Sjálfstæðismenn sem vel hefðu getað hugsað sér að kjósa jafnaðarmannaflokk kusu ekki femínískt yfirbragð Sollu og þola það bara alls ekki.
Það er ekkert athugavert að hafa Sollu áfram sem formann. Þá verður flokkurinn bara að sætta sig við að verða ekki stærri. Svo einfalt er það.
Þar sem nú eru 4 ár til næstu kosninga mæli ég með því að næstu vonarpeningar Samfylkingarinnar verði leidd fram sem formaður og varaformaður: Ólafur Ágúst og Katrín Júlíusdóttir. Bæði þurfa þau tíma til að festa sig í sessi og þurfa reynslu. Þau hafa bæði sýnt að í þeim eru þeir mannkostir sem þarf til að laða til flokksins fleiri kjósendur en Solla er fær um.
Ég kaus Samfylkinguna að þessu sinni þrátt fyrir að mér hugnast hvorki forysta Sollu né löngun flokksins til að ganga í eineltisklíku á borð við Evrópusambandið. Það eina sem Samfylkingarfólk getur nú glaðst yfir er að stjórnarflokkarnir þurfa áður en langt um líður að taka sjálfir afleiðingum stefnu sinnar í efnahags- og einkavæðingarmálum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:46 | Slóð | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson