Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
25.5.2007 | 07:44
Kauphöll Íslands að verða að lítilli möppu hjá NASDAQ
Kauphöll Íslands sameinaðist OMX fyrir skömmu og nú blasir við sú nöturlega staðreynd að hún sé núna bara orðin að lítilli möppu sem er að detta ofan í skúffu hjá NASDAQ í bandaríkjunum.
Ég hef áður lýst þeirri skoðun minni að ekki þurfi mikið að gerast til að íslenskir bankar verði stærri erlendum bönkum að bráð út í hinum stóra heimi. Þar með skrúfast fyrir skattatekjur til Íslands vegna einkavæðingarinnar. Sala bankanna mun þá í ljósi tímans verða sambærileg við það að pissa í buxurnar sínar til að halda að sér hita í frostinu. Enn og aftur blasa við staðreyndirnar um hið falska íslenska efnahagsundur sem ég óttast að verði að hreinu aðhlátursefni þegar fram í sækir. Íslenska efnahagsuppsveiflan hefur nefnilega ÖLL verið tekin að láni hjá erlendum bönkum.
Ég vil helst hafa rangt fyrir mér í þessu efni.Nasdaq yfirtekur OMX | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.5.2007 | 08:18
Baugsstjórnin verður aðgerðarlítil og svifasein
Það blasir við eftir lestur málefnaskrár Baugsstjórnarinnar og viðtöl við Geir og Sollu að þessi stjórn verði tiltölulega aðgerðarlítil af þeirri einföldu ástæðu að þau hafa einsett sér að gera ekkert sem vekur upp deilur þeirra á milli.
Eftir langa aðgreiningu þessara flokka sem höfuðpóla stjórnar og stjórnarandstöðu getur enginn búist við öðru en að það séu ekki til ótal jarðsprengjur sem hægt sé að grípa til verði sá gállinn á fólki.
Spurningin er hins vegar sú hvort það sé alltaf ókostur að vera aðgerðarlítill? Stundum hafa þær breytingar sem stjórnarflokkar hafa framkvæmt reynst vera dauðans dellur og það má þar t.d. nefna lögin um Ríkisútvarpið ohf, eftirlaunafrumvarpið, fjölmiðlafrumvarpið, auðlindafrumvarpið og fleiri hefði mátt bíða og skoða betur.
Ég hef því trú á því að þessi stjórn verði dauðyflisleg og segi það bara hér til að espa þau til dáða!
23.5.2007 | 11:50
Innihaldslaus froða
Þessi málefnaskrá einkennist af því að það var bara tilgangurinn að mynda stjórn og skipa í ráðherrastöður.
Málefnin eru bara almenn og skoðanalaus og taka eiginlega enga afstöðu nema í örfáum málum.
Íraksstríðið er t.d. bara "harmað". Hvað er nýtt við það? Solla hefur gætt þess vandlega að gera ekkert að ágreiningsmáli til að rugga ekki ráðherrastólunum. Þau ætla samt að reyna eyða "óútskýrðum launamun" kynjanna í störfum hjá ríkinu. Er ekki rétt að reyna fyrst að skýra launamuninn áður en farið er í ágiskunaraðgerðir?
Stóru orðin fyrir kosningar eru alveg gleymd og djúpt grafin í skapleysi stólaþeganna.
Ágreiningur um þjóðareign á náttúruauðlindum verði leiddur til lykta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.5.2007 | 11:24
Þunn fréttamennska
Mér finnst Mogginn ganga langt í að hampa Birni Bjarnasyni. Nú þykir leiðinlega bloggið hans vera nægilega gott til að vera fréttaefni.
Ég hélt að Mogganum væri það kappnóg að auglýsa Björn sem "elítubloggara" þó ekki sé verið að gera dagbókina hans að sérstöku fréttaefni! Af hverju hringdu þeir ekki bara í hann til að gera alvöru frétt úr þessu sjálfhælna bloggi. Nenna blaðamenn ekki lengur að tala við hann?
Ég hálf vorkenni honum þessa daga, Geir syndir með hann björgunarsundi út úr stjórnmálaöldunni og hann mun hætta innan árs. Eina ástæðan fyrir því að hann hættir ekki núna er sú að Geir hugnast ekki að Jóhannes í Bónus verði að ósk sinni frekar en Birni.
Björn: Geir hefur haldið vel á stjórnarmyndunarviðræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:26 | Slóð | Facebook
23.5.2007 | 09:35
Líklega snautlegasti formennskuferill Íslandssögunnar
Ég finn til með Jóni Sigurðssyni á þessari stundu. Þetta er einhver aumlegasti ferill sem nokkur maður hefur fengið á formannsstóli í grónum stjórnmálaflokki. En Jón er ekki beinlínis orsökin að vandamálum flokksins heldur Halldór Ásgrímsson.
Jón er settur með valdi í embætti í óþökk allra sitjandi þingmanna og annarra forystumanna sem þannig eru niðurlægðir opinberlega og sýnt algert vantraust. Hvernig gat nokkur búist við öðru en að Framsóknarflokkurinn tæki ekki alvarlega dýfu við svona niðurlægingu af hendi fyrrverandi formanns flokksins?
Jón Sigurðsson segir af sér formennsku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.5.2007 | 09:12
Örvæntingin um nafnið á stjórninni heldur áfram
Mér finnast skondnir þessir síendurteknu tilburðir nýju stjórnarinnar að baða sig upp úr Þingvallavatni til að reyna þvo burtu Baugsstjórnarnafnið.
Ímyndarsmiðirnir ráða hér greinilega för. Það á að maka Þingvöllum svo rækilega á stjórnina að hvergi sjáist Baugur undir neinum augum ráðherraefnana.
Ný ríkisstjórn kynnt fyrir forseta Íslands innan skamms | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Geir Haarde heldur Birni Bjarnasyni inni sem ráðherra trúlega af tveimur ástæðum. Önnur er sú að hann vill sýna að hann láti ekki bjóða Sjálfstæðismönnum upp á það að ófræingarherferð Jóhannesar í Bónus hafi eitthvert vægi og svo trúlega hitt að Björn Bjarnason hefur beðið um aðlögunartíma til að fara út á segjum t.d. einu ári eða svo til að Jóhannes hafi ekki sitt fram.
Tími Björns er liðinn. Hann er orðinn allt of upptekinn af herleikjum, langar að stórefla allt eftirlit með fólki, vill setja á stofn leyniþjónustu, jafnvel her og er einn þeirra sem gengur með þá stórundarlegu kenndir að Ísland hefði eitthvert vægi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, þetta örsmáa leppríki George W. Bush. Björn er hvatamaður að því að eyða hundruðum milljóna í þessa öryggisráðsdraumsýn sem hefði mátt nota í miklu þarfari hluti.
Það var arfasnjallt að plata Samfylkinguna í stjórn á næsta kjörtímabil. Stjórnarandstaðan er skilinn eftir nokkurn veginn alveg lömuð með nánast tvo menn í stjórnarandstöðu, þá Steingrím og Ögmund hjá VG. Aðrir eru liðónýtir í stjórnarandstöðu og verða nánast bara áskrifendur að laununum sínum í þinginu.
Ég held að ég leyni því ekki að ég er að dauðsjá eftir atkvæði mínu á Samfylkinguna, ég hætti nefnilega að kjósa íhaldið eftir 30 ár og sjáið hvað maður fær í hausinn, eiginlega bara það versta úr báðum flokkum!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:30 | Slóð | Facebook
22.5.2007 | 23:52
Móðgun við Ágúst Ólaf og Katrínu Júlíusdóttur
Það er deginum ljósara við þessa skipan í ráðherraembætti að Geir og Solla eru einráð um val ráðherranna.
Þórunn Sveinbjarnardóttir er sérstakur skjólstæðingur Sollu sem fyrrverandi kosningastjóri R-listans og fyrrverandi framkvæmdastjóri kvennalistans. Hún hafði dottið niður í þriðja sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi og gat því ekki gert eðlilegt tilkall til ráðherrasætis. Hins vegar var deginum ljósara að Katrín Júlíusdóttir sýndi henni þá vinsemd að bjóða sig ekki fram til 1. sætis sem ég tel að hún hefði unnið auðveldlega hefði hún kært sig um það. Ég er móðgaður fyrir hönd Katrínar.
Ágúst Ólafur er varaformaður og í hann er hent pínulitlum orðaskít sem enga merkingu hefur "að sjá um innra starf flokksins". Solla vanvirðir þann stiga sem settur er í stjórn Samfylkingarinnar og ég er líka móðgaður fyrir hönd Ágústs Ólafs. Eina mögulega skýringin á því að Katrín og Ágúst Ólafur láti sér þetta lynda er að þeim verði skipt inn í ráðherrastóla á miðju tímabili, Solla hlýtur að hafa lofað þeim því.
Á sama máta er Geir Haarde að ögra kjósendum Sjálfstæðisflokksins með því að halda inni Birni Bjarnasyni og Einari K. Guðfinnssyni og leyfir sér að niðurlægja bæði Sturlu Böðvarsson og Kristján Þór Júlíusson. Væntanlega verður Birni Bjarnasyni skipt út eftir ár eða svo þannig að hann fái virðulegri brottför heldur en þá sneypu sem Jóhannes í Bónus ætlaði honum. Björn var sannarlega kominn neðar í vinsældum hjá kjósendum en t.d. Illugi Gunnarsson og Bjarni Benediktsson.
Formenn beggja stjórnarflokkanna hafa þann háttinn á að ræða einslega við alla þingmenn til að beygja þá til hlýðni og leggja bara heildarpakkana sína til samþykktar í heilu lagi eða synjunar. Maður sér núna að lýðræðið á Íslandi er bara lýðræði fyrir tvær manneskjur: Geir og Sollu.
Þrjár konur og þrír karlar ráðherrar fyrir Samfylkingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.5.2007 | 15:17
Þingmennirnir beygðir til hlýðni einn eftir öðrum
Þetta er aðferðin til að fá út óskaniðurstöðu áður en þingflokkarnir eru kallaðir saman. Formennirnir taka alla þingmenn á einkafundi til að skikka þá til hlýðni við yfirvaldið og láta þá samþykkja einráða niðurstöðu þeirra um skipan ráðherraembætta. Það er ekki kosið um ráðherraembætti á þingflokksfundum, bara hvort menn sætta sig við heildartillögu formannana.
Þegar á reynir er eina lýðræðið í landinu, lýðræði formannana Geirs og Sollu.
Fundir með þingmönnum halda áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.5.2007 | 13:34
Nákvæmlega ástæðan fyrir því að kjósa Samfó með hálfum huga
Ég fæ það greinilega strax í bakið að kjósa Samfylkinguna vitandi um þá tilhneigingu Sollu til að þröngva kynjajafnréttinu alls staðar óháð hæfileikunum til starfans. Hún virðist ekki skilja að með sömu rökum eigi að velja svartan, múslima eða bara útlending í ráðherrastöðu.
Það er með öllu óþolandi að frambjóðendur sem kjósendur hafa kosið fremst í röðina skuli þurfa að hlýta þessu kynjakjaftæði. Samt eru konurnar jafnmargar sem kjósendur, gleymið því ekki að þær kjósa þetta líka. Stjórnunarhæfileikar hafa nefnilega ekkert með kynferði að gera heldur hæfni einstaklingsins burtséð frá kynferðinu.
Staðreyndin er bara sú að konur gefa sig minna að stjórnmálum og eiga því ekki meiri rétt til vegtyllna nema í samræmi við það. Það fer að koma tími á að veruleikinn verði endurbyrtur fólki.
Ingibjörg Sólrún: Skipting kynja í ráðherraembættum jöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson