Geir lætur þjóðina vita hver ræður - Björn áfram ráðherra í óþökk flestra

Geir Haarde heldur Birni Bjarnasyni inni sem ráðherra trúlega af tveimur ástæðum. Önnur er sú að hann vill sýna að hann láti ekki bjóða Sjálfstæðismönnum upp á það að ófræingarherferð Jóhannesar í Bónus hafi eitthvert vægi og svo trúlega hitt að Björn Bjarnason hefur beðið um aðlögunartíma til að fara út á segjum t.d. einu ári eða svo til að Jóhannes hafi ekki sitt fram.

Tími Björns er liðinn. Hann er orðinn allt of upptekinn af herleikjum, langar að stórefla allt eftirlit með fólki, vill setja á stofn leyniþjónustu, jafnvel her og er einn þeirra sem gengur með þá stórundarlegu kenndir að Ísland hefði eitthvert vægi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, þetta örsmáa leppríki George W. Bush. Björn er hvatamaður að því að eyða hundruðum milljóna í þessa öryggisráðsdraumsýn sem hefði mátt nota í miklu þarfari hluti.

Það var arfasnjallt að plata Samfylkinguna í stjórn á næsta kjörtímabil. Stjórnarandstaðan er skilinn eftir nokkurn veginn alveg lömuð með nánast tvo menn í stjórnarandstöðu, þá Steingrím og Ögmund hjá VG. Aðrir eru liðónýtir í stjórnarandstöðu og verða nánast bara áskrifendur að laununum sínum í þinginu.

Ég held að ég leyni því ekki að ég er að dauðsjá eftir atkvæði mínu á Samfylkinguna, ég hætti nefnilega að kjósa íhaldið eftir 30 ár og sjáið hvað maður fær í hausinn, eiginlega bara það versta úr báðum flokkum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þinn tími er liðinn. Þú ert ekki að lesa rétt. Spóla til baka...

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 00:34

2 identicon

Kannski starfar Björn Bjarnason áfram sem ráðherra í óþökk þinni, en ekki 80% kjósenda Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður.

Hefurðu annars hugsað út í það að hvort málflutningur Björns eigi sér ekki hljómgrunn meðal stoltra sjálfstæðissinnaðra Íslendinga? Hvernig væri að setja sig í spor þeirra sem sjá fyrir sér Ísland sem sjálfstætt og öflugt ríki til frambúðar?

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 00:36

3 identicon

Þú ert úti á túni

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 00:49

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Jónína, ég hef alveg forðast að gera athugasemdir á þína síðu vegna þess að ég tel það stundum alveg tilgangslaust að eiga orðastað við sumt fólk. Ég fullyrði að innleggin þín hér eru þér enginnn sómi. 

Haukur Nikulásson, 23.5.2007 kl. 09:01

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Pétur, ég vil líka Ísland sem sjálfstætt og öflug ríki til frambúðar. Björn er bara ekki maðurinn í það verkefni.

Ekki skilja orð mín svo að ég telji Björn með öllu kostalausan, langt í frá. Hann hefur verið vinnusamur, iðinn og fylginn sér. Ég er ekki einn þeirra sem sé heiminn svart-hvítan og Björn hefur sína kosti. Ég tel einfaldlega að aðrir hafi betri kosti en hann til að vera í forystu. Það er einfaldlega svo að hann hefur verið duglegur að mæra Geir sem formann og heldur sinni stöðu hjá honum vegna gagnkvæmrar tryggðar þeirra. Á sama máta er Solla að sína vinkonu sinni Þórunni samskonar vináttu í óþökk og á kostnað annarra. 

Haukur Nikulásson, 23.5.2007 kl. 09:05

6 identicon

Er fyrrverandi sjálfstæðismaður, skoðaði aðra kosti yrir síðustu kosningar, valdi að skila auðu, þó svo að það se ekki viðurkennd aðferð til að lýsa vanþóknun á það sem í boði er.  Sé ekki eftir því!  Ég vona að þú hafir rétt fyrir þér hvað Björn Bjarnason varðar, að hann staldri stutt við.  Kaldastríðshaukar G. Bush hafa ekki skapað hans flokki neitt nema vandræði, R. Reagan var réttur maður á réttum tíma, BB hefur svipaðar skoðanir, frumleikinn er ekki lengur til staðar, 25 ára gömul afstaða.  Hefði viljað sjá veg Illuga G. og Péturs B. meiri, þeir hefðu komið þessari stjórn á ögn hærra plan.

Björn Jónasson (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 12:21

7 Smámynd: Sigurjón

Þér var nær Haukur minn að kjósa Samfó.  Autt atkvæði hefði verið betra, ekki satt?

Sigurjón, 23.5.2007 kl. 14:24

8 Smámynd: Haukur Nikulásson

Sjonni, mér finnst það óvirðing við kosningar að skila auðu. Sem betur fer er ég ekki of gamall til að viðurkenna að ég geti ennþá gert mistök!

Haukur Nikulásson, 23.5.2007 kl. 15:02

9 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Auðvitað átti að taka tillit til útstrikana hjá Birni, kjósendur sjálfstæðislokksins í RV suður höfnuðu Birni með mjög ákveðnum hætti. Maður skilur það ekki að karlinn sé áfram í ráðherrastól í óþökk kjósenda.

Jens Sigurjónsson, 23.5.2007 kl. 17:50

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 264937

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband