Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

70% Sjálfstæðismanna á suðurlandi kýs siðblindan dæmdan þjóf á þing!

Það er að bera í bakkafullan lækinn að ræða þetta eitthvað frekar. Skammist þið ykkar ekkert?!

Hvernig á að vinna úr útstrikunum?

Ég var að gramsa í kosningalögunum og sé að í kringum 82. gr. þeirra er kveðið á um að þú megir strika út nafn frambjóðanda og einnig að þú getir breytt tölusettri röð þeirra á kjörseðlinum.

Mér til mikillar furðu sé ég ekkert í kosningalögunum um það hvaða afleiðingar útstrikanir hafa. Ég hlýt að vera eitthvað blindur á þetta en ég sé ekki í lögunum hvernig úrvinnslan er. Eru önnur lög eða reglugerð um þetta eða hefur bara gleymst að setja um þetta reglur?

Svari nú einhver sem kann skil á þessu með tilvísun í lögin? 


Framsóknarflokkurinn er nógu spilltur til að halda áfram í stjórn

Ég hef engar efasemdir um það að Framsóknarflokkurinn mun gera allt til að sannfæra Sjálfstæðisflokkinn um að halda áfram í stjórn þrátt fyrir nauman meirihluta. Þeir vita hvort eð er að flokkurinn deyr alveg eftir næstu kosningar hvort eð er og þá er bara um að gera að gernýta öll spillingartækifæri fram að því.

Þeir fara létt með það að láta þingmenn og varaþingmenn lofa algerri hlýðni til þess að halda völdum og ég efast ekkert um að þeir standi við það líkt og Björn Ingi Hrafnsson samstarfsaðili íhaldsins í Reykjavík. Líklega þurfa frammarar bara gefa eins og eitt ráðherraembætti eftir, t.d. þetta sem Jónína hafði.

Þessi tæpi meirihluti er meira en nógu stór til að íhaldið hefur takmarkaða löngun til að standa í því veseni að semja við Samfylkinguna eða Vinstri græn um alvöru pólitík þegar hann þarf bara að semja um niðurskurð í ráðherraliði framsóknarmanna. Sjáið bara til! 


Sjálfstæðisfólk kaus Íslandshreyfinguna

Þessi skýring er því miður bara rugl.

Fólk sem kýs Íslandshreyfinguna er upp til hópa óánægt Sjálfstæðisfólk sem hefði væntanlega annað hvort kosið íhaldið áfram eða setið heima. Þessi atkvæði hefðu líklega ekki nýst stjórnarandstöðunni hvort eð var. 


mbl.is Fréttaskýring: Bjargar Íslandshreyfingin stjórnarmeirihlutanum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miðtaugakerfið gaf eftir - Ég kaus í fyrsta skipti annað en ALLTAF áður!

Mér tókst það í kjörklefanum sem ég vissi að yrði erfitt. Miðtaugakerfið hefur nefnilega séð um það að kjósa íhaldið í 30 ár og það er nánast eins og að stíga á bensínið í bílnum.

Nú bregður hins vegar við, ég kaus annað í þetta sinn, Samfylkinguna. Ég hef orðið fyrir aðkasti frá fjölskyldu og vinum en læt samviskuna og heilann ráða för í þetta sinn. Það þarf að skipta um stjórn og það er ekki nóg að fara á kjörstað og skila auðu. Það er bara kominn tími til að skipta nýju liði inn á völlinn núna. 


Ætla jafnaðarmenn Sjálfstæðisflokksins að kjósa Guðlaug Þór?

Guðlaugur Þór Þórðarson er í mínum huga ímynd græðginnar í Sjálfstæðisflokknum.

Þetta er myndarlegur maður með skelegga framkomu og virðist höfða til margra vegna röggsemi í háttum. En þetta er allt saman bara framhliðin.

Guðlaugi munaði ekkert um að vera BÆÐI og þingmaður og borgarfulltrúi samtímis og þáði að sjálfsögðu FULL LAUN fyrir BÆÐI störfin. Hann setti 15-20 milljóna króna virði í auglýsingar til að tryggja prófkjör sitt fyrir alþingskosningarnar og það er ekki trúverðugt annað en að hann þurfi með einhverju móti að endurgjalda þennan kostnað. Ennþá tekst honum að maka vel krókinn með því að vera bæði þingmaður og stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur á góðum launum. Er Sjálfstæðisflokkurinn í slíku mannahallæri að ekki sé hægt að koma þessum verkum á fleiri hendur? Hvenær á Guðlaugur, sem auk þess er formaður ungmennafélagsins Fjölnis, að hafa tíma til að sinna fjölskyldunni sem hann talar svo mikið um? Það er falskur tónn í þessu öllu.

Nú gefst jafnaðarmönnum Sjálfstæðisflokksins kostur á að sína í verki hug sinni til manna eins og Guðlaugs Þórs sem reyna að láta fólk halda að þeir séu ofurmenni, þegar þeir eru í raun bara sjálfselskir eiginhagsmunaseggir  ... og kjósa einhvern annan flokk!


Gefið stjórnarflokkunum frí - Kjósið stjórnarandstöðuflokka

Ég var dyggur kjósandi Sjálfstæðisflokksins í 30 ár, ég var á skrá hjá þeim og starfaði fyrir flokkinn á yngri árum.

Á síðasta kjörtímabili fór flokkurinn yfir strikið í siðferðilegu tilliti og get ég því ekki kosið hann þrátt fyrir  að stefnuskrá hans og ýmsir frambjóðendur séu ágætlega frambærilegir.

Forysta flokksins beitti sér til að koma siðblindum þjóf aftur í framboð. Það segir manni að þessi sama forysta þ.e. Geir H. Haarde og Björn Bjarnason bera EKKI skynbragð á siðblindu og álíta það ekki nægilegan löst á manni til að hann eigi ekki að vera í kjöri. Það er ekki hægt að kjósa flokk sem býður ekki fram fyrirmyndarfólk í ráðvendni og mannkostum.

Stuðningur flokksins við Íraksstríðið, einkavinavæðingu, eftirlaunafrumvarp, stöðuveitingarspillingu og margt fleira ætti að vera fólki nægileg hvatning til að gefa þessum flokki frí frá stjórnarþátttöku. Valdþreyta og spilling hrjáir þennan flokk sem aldrei fyrr. Framsóknarflokknum ber ég enga ábyrgð á og hann er enn spilltari flokkur.

Kjósið stjórnarandstöðuflokk að þessu sinni. Það er óeðlilegt að láta sama fólkið sitja að völdum um alla eilífð þegar ókostir þess blasa við okkur öllum.


Heyrt úr kjördeildinni í Vestmannaeyjum

"Heyrðu manni, það vantar blýantana í kjörklefann!" sagði kjósandinn.

"Það passar alveg, Árni er nýfarinn!" svaraði starfsmaðurinn. 

 


Ekki nóg að lagið sé gott - Það verður að vera frábært til að eiga möguleika

Þetta með samtrygginguna gengur ekki upp. Af hverju unnu finnar síðast?

Það er ekki nógu gott að eiga gott lag í keppnina. Það þarf að vera frábært!

Lagið var bara ekki frábært, en það er bara þokkalegt, en kallaði ekki fram neina gæsahúð. Gæsahúðin er mælikvarðinn.

Við tapsárir íslendingar eigum bara að taka þessu rólega og jafna okkur.
mbl.is „Austurblokkin á þetta"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Persónukosningar til þings það sem koma skal?

Manni finnst einhvern veginn hálf sorglegt að horfa upp á að menn eins og Ómar Ragnarsson komist ekki á þing að þessu sinni. Skv. könnunum er hann ekki nálægt því.

Síðasta haust sendi ég öllum þingmönnum tillögu um ný kosningalög þar sem landið er gert að einu kjördæmi, fólk geti leyft sér að velja þingmenn úr öllum flokkum og einstaklingar geti með ákveðnum fjölda meðmælenda boðið sig fram sem óháða þingmenn.

Þetta fyrirkomulag leyfir þá meginþætti sem hefur vantað upp á að kosningafyrirkomulag sé öllum að skapi: Þú getur kosið nákvæmlega þá þingmenn sem þú vilt óháð búsetu. Þú getur líka kosið þingmenn úr öllum flokkum ef þú ert ekki flokkspólitískur. Þá getur fólk sem vill komast á þing óháð flokkspólitík boðið sig fram. Tillögurnar gera þó ráð fyrir þvi að flokkakerfi þurfi að vera til staðar til að mynda eðlilegan samtakamátt þingmanna. Í tillögum mínum er ennfremur gert ráð fyrir því að prófkjör flokkanna falli inn i kosninguna sjálfvirkt með niðurröðun og að kjósendur kjósi rafrænt með t.d. auðkennislykli sínum. Fyrir eldri kynslóðina og þá sem ekki eru með tölvur verði áfram boðið upp á að fara á kjörstað og kjósa á tölvuskjá með aðstoð fulltrúa. Þannig geta niðurstöður kosninga verið klárar um leið og kosningu lýkur.

Ég tel það tímaskekkju að skipta landinu niður í kjördæmi af því að það er verið að kjósa landstjórn. Bæjar- og sveitarstjórnir eru kosnar til að sjá um staðbundin mál.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband