Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
10.5.2007 | 22:05
Ekki kosið á tónlistarlegum forsendum
Manni sýnist nokkuð ljóst að helmingur fólks kjósi af tilfinningaástæðum nágranna- og vinalönd fremur en vegna gæða tónlistarinnar.
Það er að sjálfsögðu að bera í bakkafullan lækinn að ætla að þrasa um tónlistarsmekk, en þessi keppni er trúlega búin að renna sitt skeið. Fjölmennustu þjóðirnar eins og tyrkir, sem eru um alla Evrópu, geta alltaf tryggt sínu fólki atkvæði. Íslendingar eiga engan séns nema að lagið sem sent er sé svo brilliant að það sé bara ekki hægt annað en að kjósa það.
Sjálfum fannst mér lög frá Tékklandi, Króatíu, Eistlandi, Hollandi, Noregi hefðu mátt fá náð á kostnað sumra laga sem voru nánast ónýt sem tónlistarnúmer. Ég tel að helmingur laganna sem komst áfram hafi gert það vegna gæða tónlistarinnar en hinn helmingurinn vegna vinnáttutengsla á milli þjóða.
Við íslendingar erum ekki hótinu betri en aðrir, kjósum sjálfir alltaf norðurlandaþjóðirnar þannig að gagnrýni í þessa veru getum við tekið til okkar líka. Nú er vandamálið að norðurlandaþjóðirnar eru bara orðnar of fáar!
Ísland komst ekki í úrslit Eurovision | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.5.2007 | 15:03
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi: Strikið Árna Johnsen út af listanum!
Ég þreytist ekki á því að áminna fólk um þá firru sem felst í því að forystumenn Sjálfstæðisflokksins a.m.k. Geir H. Haarde og Björn Bjarnason skyldu með brögðum gera Árna Johnsen mögulegt að bjóða sig fram til þings að nýju.
Hér er um að ræða siðblindan einstakling sem á ekkert erindi í þetta starf sem ætti öllu jöfnju að vera skipað fyrirmyndarmanneskju í ráðvendni og mannkostum. Ég skil ekkert í þeim kjósendum sem kusu hann sem frambjóðanda flokksins í prófkjörinu, þetta fólk ber nákvæmlega ekkert skynbragð á það hvað felst í siðblindu Árna Johnsen, þessi siðblinda er ekki læknanleg og kristileg fyrirgefning gerir ekkert til að bæta hann. Hér gildir einu hvort hann hafi tekið út sinn dóm, hann á ekkert erindi á Alþingi íslendinga.
Þeir sem eru í minnsta vafa um það hvaða mann hann hefur að geyma ættu að taka tíma í að lesa dóm hæstaréttar yfir honum. Það hlýtur að vera meira en ömurleg tilhugsun fyrir aðra frambjóðendur að tapa í kosningum fyrir manni með þetta mannorð.
Ég stend við það: Það er eitthvað mikið að fólki sem kýs dæmdan siðblindan þjóf á Alþingi!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:27 | Slóð | Facebook
10.5.2007 | 12:37
Ég kýs...
... ekki Sjálfstæðisflokkinn. Ég kaus hann í 30 ár og á síðasta kjörtímabili hefur hann farið svo út af sporinu að ég get ekki kosið hann lengur. Ástæðurnar eru bara í stikkorðum: Árni Johnsen, Íraksstríðið, eftirlaunafrumvarpið, Ríkisútvarpið ohf., einkavinavæðingin, sala orkufyrirtækja, rán á fiskveiðiauðlindinni ásamt öðrum o.fl. Stefnan er í góðu lagi, það er bara ekkert farið eftir henni. Miðað við ofangreinda upptalningu er með ólíkindum að 80% flokksmanna sem eru jafnaðarmenn skuli ennþá kjósa þennan flokk.
... ekki Framsóknarflokkinn. Þetta er alspilltasti flokkur landsins. Sé tekið mið af því hversu lítill þessi flokkur er orðinn mætti eiginlega kalla þetta bófaflokk en það bara má maður ekki. Þessi flokkur var orðinn svo lélegur að ekki var hægt að nýta neinn úr þingliðinu til að taka við formennsku í honum. Dreginn var pólitískt skipaður gæðingur út úr Seðlabankanum með sýndargreind. Mesta framsóknin er að setja á þennan flokk algjört stopp!
... ekki Vinstri græna. Þó er þarna að mínu mati einn helsti leiðtogi landsins í stjórnmálum. Það dugir bara ekki. Stefnan er öfga femínísk sem er ekki nothæf fyrir venjulegt fólk. Þessi flokkur neitar að horfast í augu við þá augljósu staðreynd að það er munur á körlum og konum. Þessi flokkur afneitar blöndu af stærri og minni fyrirtækjum og er bara í eðli sínu á móti stóriðju og virkjunum. Þegar hlustað er eftir tillögum um atvinnutækifæri eru þau lítil sem engin og ekki á neinn hátt sannfærandi.
... ekki Frjálslynda flokkinn. Þarna sárvantar leiðtoga og þarna vantar alvöru hugsjónafólk í forystuna. Hugsjónafólkið lúrir í neðri stigum þessa flokks. Innflytjendaumræðan, sem þó eru bara "varnaðarorð", er meðvituð til að ná í rasistaatkvæðin og það er mér hreint ekki að skapi. Það er hins vegar margt mjög gott í þeirra stefnuskrá.
... ekki Íslandshreyfinguna. Það er ekki hægt að kjósa flokk sem er í raun bara um tvö mál. Stóriðjustopp Ómars og persónulegan metnað Margrétar. Hér fór forgörðum tækifæri til að búa til alvöru stjórnmálaöfl ef ráðandi þríeykið hefði haft vit á að laða til sín þá sem vildu vera með. Þess í stað stendur eftir þröngsýnt framboð mjög svo ólíkra einstaklinga án alvöru leiðtoga. Þó er þarna sannarlega hæfileikafólk á mörgum sviðum.
Samfylkinguna að þessu sinni. Með blendnum tilfinningum þó. Ég þoli ekki femínískt yfirbragðið með Sollu í farabroddi og kæri mig ekki um inngöngu í ESB. Ég er þó viss um að ESB innganga verði ekki á dagskrá á næsta kjörtímabili og mín persónulega andúð á forystu Ingibjargar Sólrúnar vegur ekki þyngra en ókostir hinna flokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókarflokkurinn verða að fá frí frá stjórnarþátttöku og það verður ekki betur tryggt en með því að kjósa stjórnarandstöðuflokk. Allt er betra en að nota ekki atkvæðið sitt.
10.5.2007 | 08:01
Geðþekkur maður - með blóði drifinn feril vegna Íraksstríðsins
Útlit og framkoma blekkir. Það sést best á Tony Blair. Hann leit út fyrir að vera óskadraumur breta í embætti, huggulegur, kom vel fyrir og virtist hinn ljúfasti drengur.
Svo lendir hann í slagtogi með George W. Bush og lætur hann blekkja sig til þátttöku í stríðinu í Írak, sem í ljósi sögunnar verður eitt af ljótari illvirkjun mannkynssögunnar. Vegna þátttöku sinnar er blóð hundruða þúsunda manna á höndum Blairs og ómældar þjáningar. Íraksstríðinu er hvergi nærri lokið og það hlýtur öllu hugsandi fólki að vera ljóst núna að það er nánast útilokað að verjast hryðjuverkum með hervaldi. Hryðjuverkamenn eiga alltaf síðasta orðið hvernig svo sem fólki líkar það.
Forystumenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafa nú, tveimur dögum fyrir kosningar, ekki viðurkennt þátttöku og stuðning Íslands í þessu stríði sem mistök. Hvað fær friðelskandi og herlausa þjóð eins og íslendinga til að lýsa yfir stuðningi við stríðsrekstur í fjarlægu landi eins og Írak?
Svar: Undirlægjuháttur og dómgreindarleysi. Kjósendur eiga þess kost að lýsa skoðun sinni á þátttöku í Íraksstríðinu þann 12. maí. Hvernig væri að koma þessum skilaboðum á framfæri?
Tony Blair sagður greina frá starfslokum sínum í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.5.2007 | 09:08
Skyldi vera "Surround" kerfi í húsinu?
"Skyldi vera "Surround" kerfi í húsinu mínu?" spurði maðurinn.
"Af hverju heldurðu það?" svaraði ég.
"Jú, sjáðu til, mér finnst ég heyra nöldrið í konunni alls staðar í húsinu!"
9.5.2007 | 08:21
Væntingar um ráðherrastóla munu ráða mestu um næstu stjórn
Það má búast við því að eftir kosningar verði sá möguleiki upp á borðinu að Sjálfstæðisflokkurinn geti myndað stjórn með Samfylkingu eða Vinstri grænum.
Hvort sem væri má líta svo á að það séu svik við meirihluta kjósenda bæði Samfylkingar og Vinstri grænna að fara í slíka stjórn. Ef meirihluti stjórnarinnar heldur ekki er það skylda stjórnarandstöðunnar að mynda stjórn. En það verður ekki auðvelt og aðalástæðan er sú að ekki verður auðvelt að fylla allar væntingar um ráðherrastóla. Hvort sem fólki líkar betur eða verr þá snýst málið eiginlega um þetta.
Sjálfstæðisflokkurinn gerir allt ti að fara í stjórn og gengisfellir hiklaust kjörfylgi sitt til þess eins og sést best á síðustu stjórn. Framsóknarflokkurinn sem hafði aðeins helming af fylgi Sjálfstæðisflokksins fékk óverðskuldað helming ráðherraembætta og jafnvel forsætisráðherraembættið um tíma. Sem kjósanda Sjálfstæðisflokksins á þeim tíma fannst mér sem atkvæði mitt hefði verið gengisfellt stórlega með þessum undirlægjuhætti við Framsóknarflokkinn.
Hætt er við að rifrildi um ráðherrastóla muni gera það að verkum að Sjálfstæðismenn gengisfella sig aftur fyrir Samfylkinguna eða Vinstri græna. Ég er eiginlega viss um að annar hvor vinstri flokkanna muni selja sig í stjórn með íhaldinu í stað þess að slá af kröfum sínum í samstarfi við Frjálslynda flokkinn og hugsanlega Íslandshreyfinguna ef svo færi að hún næði kjörnum þingmönnum.
Það er engin spurning ef stjórnarandstaðan fellir stjórnina og myndar ekki stjórn eftir kosningar þá er það græðgin í ráðherrastóla sem ræður för en ekki hugsjónirnar. Því miður óttast ég þessa niðurstöðu. Áframhaldandi stjórnarseta íhalds og frammara er ávísun á að ekkert verði hreinsað til í spillingarmálunum.
8.5.2007 | 08:21
Geir kyssti Condoleezzu Rice - Hvers vegna?
Varnarsamningurinn sem undirritaður var í Washington síðasta haust var sneypuför hin mesta.
Eftir margra mánaða aðgerðarleysi var haldið til vesturheims til að knýja á um nýjan varnarsamning. Samningurinn var loks undirritaður þegar Rice þóknaðist að láta sig þegar Geir Haarde og Valgerður Sverrisdóttir höfðu þvælst um stofnanaganga í Washington í rúman sólarhring. Condoleezza hafði nefnilega svo miklar áhyggjur af Norður Kóreumönnum að hún mátti ekki vera að því að sinna hinum tignu gestum frá Íslandi. Þeir voru nefnilega bara betlarar hjá henni.
Geir Haarde þessi dagfarsprúði og hlédrægi maður sá hjá sér einhverja skrýtna hvöt til að kyssa bandaríska utanríkisráðherrann fyrir samninginn, sem var reyndar innihaldslaus, og tók auk þess þátt í að bjóða henni til Íslands í ofanálag. Sjaldan eða aldrei hefur maður fengið meiri bjánahroll yfir heimóttarlegri hegðun íslendinga.
Síðan þetta gerist hafa þessi sömu hjú, Geir og Valgerður, ekki síst vegna þess að þau tengjast Noregi, gengið frá öðrum varnarsamningi þar og síðan ennþá öðrum í Danmörku. Allir þessir samningar kosta peninga og samt er ósvarað með öllu hverjum sé verið að verjast.
Þau hundruð milljóna sem veita á í að reyna að afla stuðnings við kjör í öryggisráð SÞ og þessa varnarsamninga væru betur komnir í að stytta biðlista í heilbrigðiskerfinu eða bæta kjör aldraðra og öryrkja. Þeir peningar sem fara í svona leikaraskap í utanríkismálum vegna ofsóknaræðis og ótta við afleiðingar Íraksstríðsins fara að sjálfsögðu ekki í annað.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:25 | Slóð | Facebook
Valgerður Sverrisdóttir tók við umsjón varnarsvæðisins eftir að bandaríkjamenn fóru s.l. haust.
Hún fékk ráðleggingar um að halda þyrfti hita á húseignum á svæðinu yfir vetur og til þess þurfti að sjálfsögðu að semja við hitaveitu suðurnesja. Valgerður hundsaði þessar ráðleggingar og afleiðingarnar urðu þær að pípulagnir í 200 íbúðum sprungu í frosthörkukafla sem kom í nóvember 2006. Tjónið felst ekki bara í pípulögnum heldur nánast öllum innréttingum sem eru í íbúðunum og kostar trúlega 5-6 milljónir á hverja íbúð. Þetta þýðir tjón nánast upp á 1 milljarð.
Þrátt fyrir margar fyrirspurnir hefur Valgerður komið sér hjá því að svara til ábyrgðar fyrir þetta tjón og lætur sem þetta sé ekki til. Kannski er fíflalega hugsunin sú að íslendingar hafi fengið þessar húseignir frítt og þess vegna í lagi að fara svona með þær? Kannski hélt hún að þessi hús væru svo illa smíðuð að það væri í lagi að eitthvað af þeim eyðilögðust?
Sannleikurinn er sá að þessar húseignir voru byggðar af íslendingum hjá aðalverktökum og vel staðið að því að öllu leyti, enda skorti ekki fé til að gera þetta vel úr garði.
Hvenær á Valgerður að standa skil á frammistöðu í svona málum ef ekki núna?
Ég leyfi mér að minna á að það eru bara örfáir dagar til kosninga og einn flokkur öðrum fremur ætlar að einkavæða Landsvirkjun og orkufyrirtækin og eru þegar byrjaðir á því með sölu á hlut ríkisins í Orkuveitu Suðurnesja.
Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að einkavinavæða það sem kalla má samfélagslegar stoðir og á ekkert skylt við einkavæðingu óþarfa rekstrar eins og fjölmiðlastarfsemi, áfengis- og tóbakssölu og fleira sem má að skaðlausu missa sín í einkavæðingu.
Frumþarfir þjóðfélagsins í mennta-, heilbrigðis-, löggæslu-, samgöngu-, auðlinda- og veitumálum eiga að vera áfram í höndum opinberra aðila.
Alcoa leggur fram yfirtökutilboð í Alcan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:01 | Slóð | Facebook
7.5.2007 | 09:05
Fellum ríkisstjórnina með X-I
Ég skil nú reyndar ekkert í Íslandshreyfingunni að vera ekki með þetta glerfína slagorð núna í aðdraganda kosninganna.
Þetta mega þau nota frítt mín vegna. Það er óþarfi að gera fleiri axarsköft í auglýsingamálunum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:11 | Slóð | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson