Sjálfstæðismenn á Suðurlandi: Strikið Árna Johnsen út af listanum!

Ég þreytist ekki á því að áminna fólk um þá firru sem felst í því að forystumenn Sjálfstæðisflokksins a.m.k. Geir H. Haarde og Björn Bjarnason skyldu með brögðum gera Árna Johnsen mögulegt að bjóða sig fram til þings að nýju.

Hér er um að ræða siðblindan einstakling sem á ekkert erindi í þetta starf sem ætti öllu jöfnju að vera skipað fyrirmyndarmanneskju í ráðvendni og mannkostum. Ég skil ekkert í þeim kjósendum sem kusu hann sem frambjóðanda flokksins í prófkjörinu, þetta fólk ber nákvæmlega ekkert skynbragð á það hvað felst í siðblindu Árna Johnsen, þessi siðblinda er ekki læknanleg og kristileg fyrirgefning gerir ekkert til að bæta hann. Hér gildir einu hvort hann hafi tekið út sinn dóm, hann á ekkert erindi á Alþingi íslendinga.

Þeir sem eru í minnsta vafa um það hvaða mann hann hefur að geyma ættu að taka tíma í að lesa dóm hæstaréttar yfir honum. Það hlýtur að vera meira en ömurleg tilhugsun fyrir aðra frambjóðendur að tapa í kosningum fyrir manni með þetta mannorð.

Ég stend við það: Það er eitthvað mikið að fólki sem kýs dæmdan siðblindan þjóf á Alþingi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi slóð þín á dóm hæstaréttar er ekki að virka, en annars er ég sammála þér í þessu öllu.

Brynjar (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 15:12

2 Smámynd: Þarfagreinir

Það versta er að hann kann ekki einu sinni að skammast sín. Hann á nákvæmlega ekkert erindi á þing aftur.

Þarfagreinir, 10.5.2007 kl. 15:39

3 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ég hef rennt yfir dóminn en verst þykir mér að hann er ekki bara siðblindur hrokagikkur heldur hefur hann stuðning Vestmannaeyinga með þeim rökstuðningi að hann sé sá eini sem hafi gert eitthvað fyrir Eyjar. Með kjósendur sem hugsa svona er ekki von á góðu.

Ævar Rafn Kjartansson, 10.5.2007 kl. 23:06

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ævar það vantar möguleikann fyrir mig: Ekki nógu margir til að fella hann frá þingsetu.

Haukur Nikulásson, 11.5.2007 kl. 08:17

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband