Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
7.5.2007 | 08:06
Árni Johnsen á Youtube
Þegar leitað er á Youtube að Árna Johnsen finnast tvö myndskeið. Annað þeirra eru 20 sekúndur þar sem myndasmiðurinn greinilega gefst upp eftir byrjunina á laginu "Allir krakkar".
Hitt er hið óborganlega atriðið úr Áramótaskaupi þar sem Gísli Rúnar Jónsson túlkar greiðvikna eyjamanninn af stakri snilld.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:00 | Slóð | Facebook
6.5.2007 | 15:54
Hann hefur ekki unnið fyrir þingsætinu
Það verður að segjast eins og er að Jón Sigurðsson hefur ekki unnið fyrir þessu þingsæti sem hann sækist eftir. Maðurinn var sóttur inn í Seðlabankann, troðið fram fyrir alla aðra þingmenn flokksins og hefur í framhaldinu ekki sýnt nein tilþrif í stjórnmálum.
Framsóknarflokkurinn er því miður með þannig orðspor núna að það myndu fáir sakna þess þó hann hyrfi með öllu í geymslu sögunnar.
Gallupkönnun: Formaður Framsóknar nær ekki kjöri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.5.2007 | 00:21
Skoðanakönnunn á fylgi - Hvað ætlar þú að kjósa - Vera með nú!!!
Hér til vinstri er skoðanakönnun á fylgi flokkanna.
Skemmtilegt væri að sem flestir væru nú með. Sýnið nú samtakamáttinn bloggarar!
Niðurstaða: B=8%, D=27%, F=14%, I=3%, S=33%, V=10% og óákveðnir 2%. Afrúnaðar tölur.
Allt of lítil þátttaka til að vera marktæk.Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.5.2007 kl. 01:10 | Slóð | Facebook
4.5.2007 | 17:02
Skemmtisögur um kynlíf (fyrir alla) - Án dónaskapar (snilld)
Þetta þarf ekki að koma neinum á óvart. Kynlíf er jú trúlega útbreiddasta áhugamál fullorðins fólks hvað svo sem menn vilja afneita því. Við erum flest forvitin um hagi annarra og þessir smápistlar Ellýar eru skemmtilegir án þess að vera dónalegir eða klámfengnir. Í þessu fellst snilldin.
Sannar sögur? Tja... er það ekki algjör óþarfa umræða?
Ellý segist hissa á hvað bloggið hennar er vinsælt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.5.2007 | 00:53
Get ég fengið borgað fyrir það eitt að þegja?
Jón Gerald Sullenberger kastaði því fram að forráðamenn Kaupþings hefðu boðið honum 2 milljónir dollara fyrir það eitt að þegja um Baug. Þetta er nú meiri hálfvitinn og það er vægt til orða tekið!
Halló, halló!! Ég er opinn fyrir tilboðum um að þegja... Einhver?...
4.5.2007 | 00:40
Jónínumálið einkennist meira af sóðalegu yfirklóri en dylgjum
Þessi framhaldssaga er öll að verða hin pínlegasta. Afgreiðsla málsins fór fram á milli ráðuneytis, stofnana og alþingis SAMDÆGURS. Eitthvað hlýtur hraðþjónustan í þessu máli að kosta aukreitis.
Lygavaðallinn er orðin svo mikill að það hefði verið betra að játa allt saman strax sem óeðlilega fyrirgreiðslu og málið hefði trúlega dáið jafnhratt og afgreiðslan, samdægurs.
Þess í stað er hefur hópur fólks gert sig að ómerkilegum lygurum vegna ómerkilegs máls. Það blasir við að þegar fólk er orðið svona lygið eins og raun ber vitni í smámáli þá sjáum við öll að þeim er ekki treystandi fyrir neinu. Þau hafa misst allan trúverðugleika og vonandi muna kjósendur þetta fram yfir kjördaginn.
Guðjón Ólafur: Umfjöllun má ekki einkennast af dylgjum" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:43 | Slóð | Facebook
Ég get víst ekki dregið dul á pólitískan áhuga minn og skoða því grannt hvernig frambjóðendum gengur að koma málum sínum á framfæri. Ekki síst hér á www.blog.is
Ritstjórn bloggsins setur frambjóðendur í "umræðuna" og mér sýnist þeir gera þeim nokkuð jafnt undir höfði sé tekið mið af því hvað skoðanakannanir sína með reglulegu millibili.
Þegar Ómar Ragnarsson og Margrét Sverrisdóttir voru að rotta sig saman með sitt framboð tók ég eftir því að Ómar var oftast meðal 10 vinsælustu bloggara og Margrét oft í kringum 30.-35. sæti.
Nú þegar örstutt er til kosninga hafa þau bæði dalað mikið í aðsókn á bloggsíðurnar þegar þau ættu að vera ólmast þar með málflutning sinn, enda um ókeypis auglýsingu að ræða. Prentmiðlar jú vitna orðið talsvert í bloggsíður og hefur undirritaður oftar en einu sinni hlotið slíka athygli. Ómar mælist nú í 50. sæti á vinsældalistanum og Margrét í 128. sæti. Þetta finnst mér vísbending um dalandi áhuga á framboðinu og eins að þeim hafi sjálfum runnið svolítið móðurinn kannski vegna slakrar útkomu í könnunum, sem eru langt í frá að vera uppörvandi.
Fólk hefur margar mismunandi ástæður fyrir því hvernig það vill verja atkvæðinu sínu og það er sem betur fer bara einkamál. Ekki ætla ég að hvetja fólk til annars en að kjósa eftir eigin samvisku og láta ekki skoðanakannanirnar kúga sig í annað.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:38 | Slóð | Facebook
3.5.2007 | 12:58
10% sök Jóns Ásgeirs, 20% sök Tryggva Jónssonar - Allir tapa!
Verði þessi niðurstaða hjá hæstarétti líka er ljóst að ríkissaksóknari fór af stað með mál sem átti engan rétt á sér og endurspeglar bara hatur og óvild runna undan rifjum Davíðs Oddssonar og Björns Bjarnasonar.
Þeirra skömm í þessu máli er ekki ennþá lokið. Það er með ólíkindum að þeir fái ekki meiri sektardóm þegar til þess er tekið að dómarastéttinn fékk næstum öll skipun í embætti frá íhaldinu og ætti þar af leiðandi að vera leiðitamari. Ég fæ á tilfinninguna að þeir Davíð og Björn séu ekki ánægðir með "sína" menn í dómskerfinu í dag.
Það er líka umhugsunarvert að dómsuppkvaðning eigi sér stað rúmri viku fyrir kosningar, skemmtileg "tilviljun" eða hitt þó heldur.
Þjóðarbúið hefur bara borið skaða af þessu ólundarmáli.
Jón Ásgeir og Tryggvi dæmdir í skilorðsbundið fangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.5.2007 | 11:54
Er hann ættaður frá Íslandi þessi...?
Lifandi dósaopnari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.5.2007 | 22:58
Vel tímasett heimsókn varaformanns Samfylkingarinnar
Ég get ekki varist því að líta á það sem vel tímasett fyrirbrigði að fá varaformann Samfylkingarinnar á dyrnar hjá sér á þeim tíma þegar verið að hugleiða alvarlega hvernig maður notar atkvæði sitt á kjördag. Ekki síst í ljósi þess að maður er sjálfur ekki nálægt neinum framboðslistum eins og stóð til um tíma.
Auður verður seðillinn ekki því þá hjálpar hann flokknum sem ég er að yfirgefa eftir 30 ára tryggð í öllum kosningum, íhaldinu. Þeir verða að fá bráðnauðsynlega hvíld frá stjórnarþátttöku.
Ágúst Ólafur stóð með fangið fullt fyrir framan mig, full fata af rauðum kratarósum og rauðir bæklingar með. Þáði ég af honum rós og bækling. Við áttum stutt spjall, ég hrósaði honum fyrir frammistöðuna í kastljósþættinum í gærkvöldi og hann hélt síðan áfram að hringja bjöllum.
það er ekki annað hægt en að hrífast af þessu framtaki, en ekki er ég þó viss um að hann fái alls staðar jafn góðar móttökur, sérstaklega ekki hörðum sjöllum.
Ég hef gert athugasemdir inn á bloggsíðuna hans, sérstaklega hef ég verið langorður um andstöðu mína við að ganga í Evrópusambandið.
Það er aldrei að vita nema þetta hafi borið árangur hjá honum hvað mig varðar, reyndar fyrr búinn að álykta Samfylkingin væri líklegust á þessum tímapunkti. Enn er þó tími til að skipta um skoðun ef svo ber undir. Ágúst Ólafur skorar allavega tvisvar á stuttum tíma!Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.5.2007 kl. 12:04 | Slóð | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson