Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
2.5.2007 | 14:23
Fyrir kosningar þýðir sakfellingu, eftir kosningar sýknu.
Það er Sjálfstæðismönnum í hag að sektardómur sé birtur fyrir kosningarnar og eins að sýknudómur kæmi eftir kosningar.
Sektardómur fyrir kosningar þýðir nefnilega að það slær á gagnrýni manna þess efnis að Sjálfstæðismenn hafi lagt Baugsmenn í einelti með misnotkun dómsvalds.
Sýknudómur fyrir kosningar er ekki líklegur að mínu mati. Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér í þessu.
Dómur verður kveðinn upp í Baugsmálinu á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.5.2007 | 11:46
Af hverju ekki FYRR EN Í DAG?
Þessi frétt er öll um að gera lítið úr "netverjanum" Sigurjóni Þórðarsyni og kalla ásakanir hans "rakalausar dylgjur".
Þegar komið er í botn fréttarinnar kemur berlega fram að þessi gögn verða aðgengileg "síðar í dag". Af hverju voru þessi gögn ekki aðgengileg fyrr og eru grunnurinn að umkvörtunum Sigurjóns?
Bjarni segist ekki hafa neitað Sigurjóni um gögn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.5.2007 | 08:51
Stjórnmálamenn ljúga með þögninni og aðgerðarleysinu!
Þegar mál verða óþægileg beita margir stjórnmálamenn fyrir sér þögninni og aðgerðarleysinu til að komast hjá því að svara fyrir þau. Einnig eru þekktar smjörklípur til að fá menn til að beina athyglinni annað. Kjósendur hafa nú aðeins örfáa daga til að gera upp hug sinn og þá er ágætt að fá tækifæri til að meta störf þeirra og ekki síst að reyna að draga fram það sem þeir fela í skúffum sínum þessa dagana. Eftir kosningar fæst ekki annað raunverulegt tækifæri fyrr en að 4 árum liðnum.
Nú langar mig að fylgja eftir spurningum sem hafa verið spurðar en enginn svör fengist við, svona rétt til að minna okkur á að málin eigi ekki að hverfa. Hér kemur fyrsta umferð:
Valgerður Sverrisdóttir: Hvenær ætlar þú að upplýsa okkur um tjónið sem varð á húseignum á varnarsvæðinu vegna frostskemmda síðasta haust? Berðu ábyrgð á tjóni sem er meira eða minna en einn milljarður? - Hverjum nákvæmlega erum við íslendingar að verjast þegar veitt er hundruðum milljóna til varnarmála? - Hvers vegna var Sigríður Dúna skipuð sendiherra í Suður Afríku? Hver verður þá skipaður sendiherra í Chile? Argentínu, Chad, Brunei? ....
Sturla Böðvarsson: Hvers vegna birtir þú ekki skýrslu samstarfsnefndarinnar um framtíð flugvallarins fyrir kosningar? Hvað hefurðu að fela? Dugir þér ekki að búið er að kæra þig til kærunefndar upplýsingamála til að fá þessa skýrslu birta?
Bjarni Benediktsson: Hvers vegna svarar þú ekki spurningunni hvort þú laugst til um mál tengdadóttur Jónínu Bjartmarz eða hvort þú varst bara svona glórulaust ómeðvitaður um hvað þú varst eiginlega að afgreiða?
Geir H. Haarde: Telur þú í alvöru að sala ríkisins á Landsvirkjun og orkufyrirtækjunum muni leiða til samkeppni í orkuverði landsmönnum til hagsbóta? - Ætlar þú að standa fyrir því að eftirlaunafrumvarp þingmanna og ráðherra verði leiðrétt? - Hvers vegna bakkar þú ekki út úr stuðningi við Íraksstríðið? - Hvers vegna beittir þú þér persónulega sem handhafi forsetavalds til að koma Árna Johnsen í framboð á ný?
(Tvær síðustu spurningarnar sendi ég inn á www.xd.is en fæ líklega ekki svör við þeim þar. Kosningavefur íhaldsins svarar líkast til bara þægilegum og atkvæðavænum spurningum frá samherjum.)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:05 | Slóð | Facebook
2.5.2007 | 07:01
Jón Sigurðsson fer ekki framhjá neinum - græni göngukallinn
Það er engin leið að forðast það að horfa á andlitið á Jóni Sigurðssyni formanni Framsóknarflokksins. Hann er í auglýsingum á öllum helstu vefmiðlum landsins þessa daga. Hann er orðinn jafn áberandi og Björn Ingi var í borgarstjórnarkosningunum.
Það er ljóst að Framsóknarflokkurinn mun hvergi slaka í auglýsingum í þessum kosningum frekar en fyrri daginn og mun leiða lætin í þessu. Framsóknarflokkurinn mun auglýsa sig upp í nothæft fylgi til áframhaldandi stjórnarsetu með öllum ráðum. Framsóknarflokkurinn auglýsir mun meira en Sjálfstæðisflokkurinn, enda græða sjallar mest á því að sýna helst ekki sína frambjóðendur. Sjáið bara hvernig fór fyrir þeim Árna Mathiesen og Ástu Möller á sjónvarpsstöðvunum í gær!
Framsóknarflokkurinn og Jón eru búnir að eigna sér græna göngukallinn á umferðarljósunum og þá liggur beinast við að slökkt verði á þeim í námunda við kjörstaði á kosningadag. Áróður á kjörstað er nefnilega bannaður samkvæmt lögum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:02 | Slóð | Facebook
1.5.2007 | 22:24
Frammistaða frambjóðendanna í sjónvarpinu
Ég fylgdist með kosningasjónvarpi RÚV og ég verð að taka undir með Margréti Sverrisdóttur að uppsetning á settinu er hlutdræg og leiðinleg. Það er óeðlilegt með öllu að stilla upp stjórn og stjórnarandstöðu upp með þeim hætti sem gert er. Ekki síst ef þeir ganga að venju óbundnir til kosninga. Það er óeðlilegt að klessa saman 4 frambjóðendum annars vegar og 2 hins vegar með tilliti til uppsetningar. Þetta sýnir betur en flest annað að tangarhald stjórnarflokkanna á miðlinum er orðið of langt.
Frammistaða frambjóðenda var misjöfn. Árni Mathiesen hreinlega floppaði algjörlega. Hann missti sig í yfirlæti, fýlu og ásakanir sem ollu því að hann gerði bara lítið úr sjálfum sér. Hann fældi atkvæðin burtu með þessari frammistöðu.
Flest sem þarna voru höfðu ekkert nýtt inn í umræðuna að leggja og breyttu því litlu fyrir sína flokka: Jón Sigurðsson, Kristinn H. Gunnarsson, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Siv Friðleifsdóttir, Ásta Möller, Margrét Sverrisdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Jakob Frímann Magnússon og Jón Magnússon.
Steingrímur J. Sigfússon og Ágúst Ólafur Ágústsson áttu báðir flotta spretti í þessum þætti, hvor á sinn hátt. Þeir tilheyra báðir flokkum sem ég hef ekki kosið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook
1.5.2007 | 11:13
Óvissan er yndisleg!
Það er einhvern veginn svo tilgangslaust að þrasa um smekksatriði að það hlýtur fólk eiginlega að gera sér bara til gamans.
Þetta lag Eiríks er margbúið að semja og endursemja í gegnum tíðina. Eiríkur segist sjálfur hafa verið tregur að taka þátt i keppninni en látið til leiðast vegna þess hversu gott honum þótti þetta lag.
Þó maður telji sig hafa heilmikið "vit" á tónlist þá hefur verður maður að viðurkenna að maður hefur takmarkað vit á "smekk" fólks.
Sjálfum finnst mér lagið ekki merkilegt og enski textinn bara ruglað orðasafn með þann eina tilgang að "falla vel að laginu". Þrátt fyrir það hef ég fulla trú á að lagið komist eitthvað áfram. Við getum líka alveg eins búist við því að fyrr eða síðar vinnur íslenskt lag keppninna okkur öllum að óvörum!
Ekki hrifnir af Eiríki og Valentine Lost | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.5.2007 | 10:05
Leiðtogahæfileikar stjórnmálaforingjanna
Í pistli fyrir nokkrum dögum sett i ég fram skoðun mína á leiðtogahæfileikum Geirs H. Haarde. Fékk ég tillögu um að setja fram svipaðar hugleiðingar um formenn hinna stjórnmálaflokkanna.
Tökum þetta bara í röð eftir listabókstöfum:
B - Jón Sigurðsson:
Kostir: Jón hefur að mörgu leyti notalegt yfirbragð, getur á köflum virkað traustur og áreiðanlegur. Hann nýtur þess að koma út úr Seðlabankanum og skólanum á Bifröst og það í sjálfu sér ber með sér að maðurinn hljóti að vera vel að sér. Hann virðist leggja talsvert á sig til að ávinna sér traust annarra forystumanna flokksins, þótt ekki sjái fyrir endann á því starfi.
Gallar: Jón vill missa sig í umræðu sem endar eiginlega bara í orðaþvælu sem enginn skilur, manni finnst því stundum skorta eitthvað upp á greindina. Hann verður aldrei sannfærandi hvorki í ræðum né rökræðum vegna þeirra kækja sem hann þarf að bera með sér. Í upphafi formannsferilsins gerði Jón sig sekan um að tala niður til fréttamanna. Margir eru þeirrar skoðunar að ef menn raki sig ekki sé það merki og óskipulag, jafnvel leti. Jón virðist ekki ætla að takast að verða leiðtogi Framsóknarflokksins, ekki síst vegna þess að hann er dreginn framfyrir aðra forystumenn af manni sem þó var búinn að missa alveg tökin á flokknum. Fellur á sama atriði og Geir Haarde í leiðtogaprófinu því hann skortir algerlega eldmóð til að drífa aðra með sér.
D - Geir Hilmar Haarde:
Kostir: Geir hefur mikla hæfileika sem maður. Hann er vandaður, dagfarsprúður, virkar traustur og kemur vel fyrir. Hann hefur hæglátt yfirbragð og því stendur enginn ógn af honum. Honum er ekki frýjað vits, hann hefur tæknilega yfirburðaþekkingu á því sem hann er að fást við. Hann er þess vegna prýðilegur í rökræðum við keppinauta sína, og fer alltaf vel frá þeim. Hann er snyrtimenni í klæðaburði og hógvær í öllu tali og fasi, sem fer raunar mjög vel við persónu hans. Hann hefur listræna hæfileika og getur verið skemmtilegur og söngelskur félagsskapur.
Gallar: Geir skortir gersamlega eldmóð og því fellur hann á fyrsta og mikilvægasta prófinu. Þú gætir t.d. aldrei séð hann fyrir þér á hliðarlínu í fótbolta sem þjálfara gargandi hvatningarorð til leikmanna. Hann er ekki maður sem skynjar hvenær hann á að taka menn/konur "á teppið" þegar viðkomandi stendur sig illa. Það er enginn hræddur við hann og þar af leiðandi er hætt við að undirmenn hans slugsi. Hann á sjálfur lítið frumkvæði, það þarf að ýta við honum til að eitthvað gerist. Eðli hans er fremur meðal baunateljaranna en hinna þrumandi leiðtoga. Hann gerir líka of lítið af því að sýna sig þegar þess væri vissulega þörf. Á einhvern undarlegan hátt eru vinsældir hans í réttu hlutfalli við ósýnileikann. Geir er því miður ekki leiðtogi.
F - Guðjón Arnar Kristjánsson:
Kostir: Góðmennsku, rólyndi og hlýlegt yfirbragð ber hann með sér. Hefur unnið að alvöru gegn ranglátu kvótakerfi og virkar mjög einlægur í málflutningi eigin mála. Guðjón er prýðilegur í rökræðum við aðra og lætur ekkert vaða yfir sig.
Gallar: Guðjón er mjög hikandi í mannlegum samskiptum, offitusjúklingur, kærulaus í klæðaburði, áhrifagjarn og lætur mata sig áberandi mikið á málflutningi annarra. Hann sýnir aldrei eldmóð og er því ekki alvöru leiðtogi.
I - Ómar Þorfinnur Ragnarsson:
Kostir: Maðurinn er grínisti af guðs náð, fjölfróður, þjálfaður í málflutningi og á því fullt erindi í hvaða starf sem er sökum eldmóðs og áhuga á næstum öllum þáttum mannlífs og náttúru. Hann er orkubolti og virðist hafa óendanlegt úthald þegar áhuginn rekur hann áfram. Það er ekki að ástæðulausu að margir telja hann snilling á mörgum sviðum og hreina þjóðargersemi.
Gallar: Hann er ofvirkur sveimhugi og á sérstaklega erfitt með að taka ákvarðanir og standa við þær. Hann er oft svo óákveðinn að jafnvel að við lítil kynni af manninum er þetta áberandi galli. Hann er of gjarn á að segja við fólk hluti sem hann heldur að það vilji heyra. Þrátt fyrir óþrjótandi eldmóð, sem hvaða leiðtogi væri fullsæmdur af, skortir Ómar getu til að laða til sín fólk og virkar fjarlægur og samtímis athyglissjúkur, sem er verulegur ókostur í hans fari og dregur úr trausti á honum. Ómar er því miður ekki leiðtogi, til þess vantar hann stöðugleika í persónuna.
S - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir:
Kostir: Hún er vel gefin, traust og áreiðanleg. Hún er greinilega hörkudugleg til allra verka og hefur gott úthald. Hún er rökföst og skipulögð í máli og lætur ekki vaða yfir sig í kappræðum. Hún hefur eldmóð og getur hrifið fólk með sér, aðallega konur. Meðal þeirra er hún sannur leiðtogi.
Gallar: Ofurkapp á stöðu kvenna fer öfugt í flesta karlmenn. Hún var ein af stofnendum kvennalistans og sem femínisti hefur hún síðan gjarnan litið á karlmenn sem óvininn. Hún hefur skipað ófáar og óhæfar konur til starfa bara til að koma jafnréttissjónarmiðum á framfæri. Hún á það til að vera yfirlætisleg í tali og fasi, jafnvel hrokafull. Vegna hins femíníska yfirbragðs verður hún aldrei leiðtogi meirihluta karlmanna. Ofurkapp hennar á að verða forsætisráðherra er að verða pínlegt ásýndar. Hún er full alvarleg í fasi og það er ljóður á ráði hennar að hún brosir nánast aðeins þegar pólitískir andstæðingar hennar setja niður að hennar mati.
V - Steingrímur Jóhann Sigfússon:
Kostir: Reynsla og þekkingaröflun í þingmannsstarfi til margra ára er að koma honum til góða. Hann þekkir öll störf þingsins, veit hvað gengur og hvað ekki. Hann hefur líka tileinkað sér að skipta sér af öllum málum og telur sig til þess kosinn. Elja hans við að kynna sér málin veitir honum yfirburða þekkingu og aðeins Geir Haarde stendur honum jafnfætis hvað það varðar. En Steingrímur er með eldmóðinn fram yfir og er því með óumdeilda leiðtogahæfileika.
Gallar: Hann er fastur í vondum málstað öfgafullra femínista. Hann er of ofstækisfullur í andstöðu við stóriðju sem gerir það að verkum að flokkurinn hans verður hvorki trúverðugur né stór. Steingrímur á það til að missa stjórn á skapi sínu og það háir honum í samskiptum. Þó svo að málflutningur Steingríms virki einatt hinn gáfulegasti býr hann við það að stjórna flokki mestu sérvitringa landsins og það fólk verður aldrei í meirihluta.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:37 | Slóð | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 265321
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson