Jón Sigurðsson fer ekki framhjá neinum - græni göngukallinn

Það er engin leið að forðast það að horfa á andlitið á Jóni Sigurðssyni formanni Framsóknarflokksins. Hann er í auglýsingum á öllum helstu vefmiðlum landsins þessa daga. Hann er orðinn jafn áberandi og Björn Ingi var í borgarstjórnarkosningunum.

Það er ljóst að Framsóknarflokkurinn mun hvergi slaka í auglýsingum í þessum kosningum frekar en fyrri daginn og mun leiða lætin í þessu. Framsóknarflokkurinn mun auglýsa sig upp í nothæft fylgi til áframhaldandi stjórnarsetu með öllum ráðum. Framsóknarflokkurinn auglýsir mun meira en Sjálfstæðisflokkurinn, enda græða sjallar mest á því að sýna helst ekki sína frambjóðendur. Sjáið bara hvernig fór fyrir þeim Árna Mathiesen og Ástu Möller á sjónvarpsstöðvunum í gær!

Framsóknarflokkurinn og Jón eru búnir að eigna sér græna göngukallinn á umferðarljósunum og þá liggur beinast við að slökkt verði á þeim í námunda við kjörstaði á kosningadag. Áróður á kjörstað er nefnilega bannaður samkvæmt lögum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

held að  sjálstæðisflokkurinn sé með 95 manns á launaskrá

leeds (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 09:03

2 identicon

held að  sjálstæðisflokkurinn sé með 95 manns á launaskrá

leeds (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 09:09

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ha ha góður þessi með græna gönguljósakarlinn....Þeir eru slungnir framsóknarmennirnir..ha? Hvað ætli það verði   næst? Tóm steypa eða malbik..það væri vel við hæfi.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.5.2007 kl. 17:19

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 264995

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband