Framsóknarflokkurinn batnar ekki utan stjórnar

Þó að mér sé meinilla við Framsóknarflokkinn og spillingaryfirbragðið á honum get ég nú varla orða bundist yfir þeim orðum að flokkurinn "eigi að taka sér hlé frá stjórnarsetu til að ná saman vopnum sínum" eins og sumir orða þetta spaklega.

Halda menn að flokkar batni eitthvað við það að verða áhrifslausir? Halda menn að valdalaus flokkur stækki frekar en flokkur sem er við völd?

Ég spái því að flokkurinn muni hverfa inn í Sjálfstæðisflokkinn á næsta tímabili vegna sameiningarmátts spillingarinnar. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já alveg sammála þessu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.5.2007 kl. 17:52

2 Smámynd: Þarfagreinir

Þetta er mikið ófremdarástand - Framsókn hefur minnkað, en þó ekki nógu mikið til að hún sé með öllu áhrifalaus. Hún mun berjast til síðasta blóðdropa fyrir sínum embættum og bitlingum. Vonandi verður það dauðastríð.

Þarfagreinir, 14.5.2007 kl. 18:05

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Geir Hardee lætur eins og hann sjái ekki Árna og hundsar hann lagerlega...hvernig Árni mun bregðast við því verður áhugavert að sjá..hann getur verið eins manns stjórnarandstaða og feltt og fengið það sem hann vill..ef hann vill refsa Geir fyrir fálætið. Þetta verðður betra en Boldið..svei mér þá!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.5.2007 kl. 19:10

4 Smámynd: Sigurjón

Nei, Árni er flokkshollari en orðum taki.

Sigurjón, 19.5.2007 kl. 18:10

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 264936

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband