Ráðherravalið: Geir og Solla ráða því hverjir veljast

Ef að líkum lætur munu þau Geir og Solla bæði velja sitt ráðherralið og leggja það síðan til þingflokkanna til samþykktar. Ég er nokkuð viss um að þingflokkarnir hafi sjálfir ekkert hér um málið að segja.

Ég spái þessum ráðherrum íhalds: Geir Haarde, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Árni Mathiesen, Guðlaugur Þór Þórðarson, Kristján Júlíusson og Sturla Böðvarsson. Einar K. Guðfinnsson verði forseti þingsins.

Samfylkingarráðherrar verða: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Össur Skarphéðinsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Kristján Möller og Ágúst Ólafur Ágústsson.

Það verður gaman að sjá hvort maður hafi goggunarröðina á hreinu. 


mbl.is Fundað um stjórnarmyndun á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Eggertsson

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að monta sig í auglýsingum af því að hafa "Átta sterkar konur" í þingliði sínu. Það væri skrýtið fyrir hann ef hann sýndi það ekki í verki og hefði að minnsta kosti 2 konur sem ráðherra, af 6. Það væri þá að minnsta kosti í sama hlutfalli og kynjaskiptingin í þingflokknum.

Solla talar um kvenfrelsi og gæti því ekki einu sinni verið þekkt fyrir að hafa bara 2 konur sem ráðherra af 6 ráðherrum, þó það væri hlutfallslega rétt, miðað við kynjahlutföllin í þingflokk Samfylkingar. Hún yrði að hafa jöfn skipti kynja, til að halda haus. Ég spái að þar verði annað hvort Þórunn Sveinbjarnardóttir eða Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir.

Viðar Eggertsson, 20.5.2007 kl. 01:18

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Viðar, ég tel að erfitt sé fyrir formennina að ganga framhjá oddvitum kjördæmanna og það muni ráða valinu fremur en kynjajöfnuður þegar á reynir.

Baldur R, af sömu ástæðu eru Björn Bjarna og frændi hans ekki inni. 

Haukur Nikulásson, 20.5.2007 kl. 01:23

3 Smámynd: Þorsteinn Egilson

Og með því mundi Geir undirstrika sjálfstæði sitt sem formaður xD. -Sterkur leikur

Þorsteinn Egilson, 20.5.2007 kl. 01:42

4 Smámynd: Eftirlitið

þú ert með þetta rétt. Ég er með heimildir.

Eftirlitið, 20.5.2007 kl. 01:48

5 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Haukur, eins og ég spáði rataði þitt athvæði heim í þinn gamla flokk. Ég er ekki viss um að það verði okkur til góðs.

Georg Eiður Arnarson, 20.5.2007 kl. 02:27

6 Smámynd: Svartinaggur

Haukur, þú gleymir einum íhaldsráðherra; þ.e. Árna Johnsen. Ég spái því að hann verði fjármálaráðherra.
Kíkið á þetta... http://www.youtube.com/watch?v=oT1heEmi6s0&NR=1

Svartinaggur, 20.5.2007 kl. 11:06

7 Smámynd: Grímur Kjartansson

Samkvæmt mínum útreikningum er Gunnar Svavarsson með 12.845 atkvæði bak við sig meðan Kristján L. Möller er "einungis" með 4.840 svo afhverju ætti Kristján að verða ráðherra?

Grímur Kjartansson, 20.5.2007 kl. 11:19

8 Smámynd: Grímur Kjartansson

Fór í framhaldinu yfir allt landið og gerði einfalda útreikninga á atkvæðum bak við þingmenn sjá
http://grimurk.blog.is/blog/grimurk/entry/215979/

Tel perónulega að Iðnaðar og Viðskiptaráðuneytið sé mikilvægast og þar á því Þorgerður Katrín að vera því hún hefur flest atkvæði bak við sig.

Grímur Kjartansson, 20.5.2007 kl. 12:11

9 Smámynd: Haukur Nikulásson

Georg, "You can't always get what you want (Rolling Stones)"

Svartinaggur, ég var sjálfur með þetta myndskeið á þessari síðu, það hlýtur að hafa farið framhjá þér. Það má endalaust skemmta sér yfir þessu.

Grímur, ég skoðaði tölurnar hjá þér og þær geta alveg passað. Ég held að goggununarröðin sé samt bara hjá formönnunum. Gunnar Svavarsson er það nýr að ég held að hann sé ekki í náðinni hjá ISG. Hún reyni jafnvel frekar að fjölga konunum. 

Haukur Nikulásson, 20.5.2007 kl. 13:40

10 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Ingibjörg Sólrún hefur lýst því yfir í ræðu að það verði jafn margar konur og karlar í ráðherraliði Samfylkingarinnar. Það er líka í landsfundarsamþykkt og kosningastefnuskrá. Þess vegna er það ekki möguleiki að einu kvenráðherrarnir hjá Samfylkingunni verði Ingibjörg Sólrún og Jóhanna.

Þriðja konan gæti orðið Þórunn, Katrín Júl. eða Ásta R. Ætli Þórunn sé ekki líklegust? Annað hvort Björgvin G. eða Kristján verða að bíða betri tíma.

Svala Jónsdóttir, 21.5.2007 kl. 23:24

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 264956

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband