Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Nú öfunda ég alveg heiðarlega...

Mikið öfunda ég Óla Palla af því að hafa verið þarna.

Ég hef heyrt í mörgum öðrum sem segjast hafa viljað vera þarna á þessum konsert.

Þessir kallar gleyma engu, enda hafa þeir aldrei hætt að spila, þeir geta bara ekkert orðið annað en betri.


mbl.is Flottasti söngvari rokksögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HLH (Bó/Halli/Laddi) og Riddari Götunnar

Þetta er yndislegt myndband sem má núna kalla retro-retro vegna þess að þetta er líklega tekið upp í kringum 1977 og þarna er verið að fara aftur til ársins 1957 í músík, fatnaði og stíl. Þetta var glæsileg frammistaða þeirra félaga og ekki má gleyma að Ragga Gísla er ennþá jafn sæt og þá! 


Birting tilboðanna leiðréttir ekki röng vinnubrögð

Það er ekki búið að svara mörgum lykilspurningum í þessu máli: 

1. Var salan miðuð við að skaða ekki hagsmuni Keflvíkinga?

2. Af hverju voru hagsmunir þjóðarinnar settir til hliðar?

3. Hvers vegna þurfti að selja nánast ALLAR eignirnar til eins kaupanda?

4. Af hverju var ekki farið með söluna eins og aðrar eignir ríkisins í gegnum Ríkiskaup?

5. Er Ríkiskaupum sem er sérstaklega ætlað að sjá um svona mál ekki treystandi lengur?

6. Gat enginn ráðlagt stjórn Þróunarfélagsins að ekki væri vænlegt til að hámarka tekjur af eignunum að selja þær ekki allar á einu bretti í heildsölu?

7. Var einhver í stjórn Þróunarfélagsins sérfræðingur á sviði fasteignaviðskipta?

8. Var tjónið á pípulögnunum í eignaumsýslu Valgerðar gert upp eða metið?

9. Leit stjórn Þróunarfélagsins svo á þetta mál að þeim bæri bara að losa ríkið við "rusleignir"?

10. Getur stjórn Þróunarfélagsins upplýst hvaða laun þeir fengu fyrir að ganga svona frá málunum?

11. Eru launin svo lág fyrir þessi stjórnarstörf að þau innifela ekki það að taka gagnrýni eða svara spurningum um þessa vinnu?

12. Er hlutverki Þróunarfélagsins nú lokið með þessari afgreiðslu mála? 


mbl.is Tilboð í eignir á Keflavíkurflugvelli birt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yrði Guð talinn af ef sönnun á tilvist hans færi fyrir rétt?

Á meðan hér fer fram mikil umræða um trúmál og deilur hins "hatramma" félags Siðmenntar og kirkjunnar manna datt mér í hug hvort almættinu tækist að blanda sér í slíkar deilur.

Hér er ríkisrekin kirkja í nafni Guðs. Er hann til? Gæti hann sannað tilveru sína fyrir rétti? 


Stofnun Þróunarfélagsins voru líklega mestu mistökin

Umræðan um umdeilda sölu fasteignanna leiðir alltaf meira og meira í ljós.

Í upphafi óttuðust menn að sala fasteignanna myndi skaða íbúa í nágrenni vallarins að því leyti að offramboð yrði á fasteignum og verð myndi lækka í kjölfarið. Þetta er sumpart eðlilegur ótti en það verður að hafa í huga að með því að gæta sérstaklega hagsmuna Keflvíkinga er verið að skaða allt íslenskt samfélag sem heild. Með því að selja þetta skilyrt, ódýrt og sóðalega í heildsölu til einkavina sem hafa aðgang að þolinmóðu lánsfé er þessum ótta Keflvíkinga ýtt einhverjum árum fram í tímann. Þetta róar íbúana á svæðinu tímabundið en er samt rangur og siðlaus gjörningur.

Þær röksemdir sem nú eru notaðar til að réttlæta milljarðaþjófnað á verðmætum samfélagsins þarna eru í hæsta máta undarlegar. Þær varnir sem menn grípa til að taka mismæli og ýmis önnur ummæli og gera þau að aðalatriði málsins er þekkt varnaraðferð þeirra sem hafa vondan málstað að verja. Tengslanetið í kringum söluna er hér alltof augljóst einkavinaplott. Tengsl t.d. ráðherrans og kaupandans, bróður hans, er ekki trúverðug tilviljun!

Ég skal játa að þetta er í fyrsta skipti sem ég efast um heilindi Árna Sigfússonar. Hann er ráðinn bæjarstjóri sveitarfélagsins í Reykjanesbæ og er því óneitanlega báðum megin borðsins. Hann er ráðinn í stjórn Þróunarfélagsins til að gæta hagsmuna ríkisins en ekki Reykjanesbæjar. Á þessu er stór munur. Ég geri væntanlega ráð fyrir að Árni hafi þegið laun frá Þróunarfélaginu fyrir störf sín.

Það að stofna hlutafélag á vegum opinberra aðila er til þess eins að geta falið það sem mönnum sýnist að fela. Stofnun Þróunarfélagsins sem hlutafélags voru því mistök, eða í versta falli ætluð aðferð til að koma þessum eignum undan án skoðunar og leiðinda athugasemda.

Það er örlítill möguleiki Árni hafi hugsanlega verið plataður til að samþykkja þessa sölu svipað og Vilhjálmur var blekktur í REI málinu. Ég hefði samt talið Árna greindari en svo og of mikið tengdan málinu til að sá möguleiki sé raunhæfur.

Árni hefur öll tök á að verja stöðu sína í málinu. Hér hefur engin verið dæmdur, en ólyktin af þessu máli er ekki farin.


mbl.is Vill birta öll tilboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glen Campbell sjötugur að syngja Wichita Lineman

Mér finnst stundum eins og það sé að koma úr skápnum þegar maður viðurkennir að hafa dálæti á Glen Campbell. Hann átti sinn blómatíma á árunum 1965-75 og átti ótal smelli að mestu í country tónlist.

Hann leysti Brian Wilson af um tíma í Beach Boys þegar sá síðarnefndi veiktist og lýsti því sem sérstakri reynslu að spila á bassa og syngja falsettu á sama tíma. Glen var eftirsóttur session (upptöku) gítaristi og söngvari og var um tíma með vinsælan sjónvarpsþátt sem ég sá í kananum á sínum tíma: Glen Campbell Goodtime Hour. Frá þeim tíma hefur mér alltaf fundist þetta geðugur fyrirmyndarmaður og snillingur.

Á þessu myndskeiði er Glen að flytja Wichita lineman eftir snillinginn Jimmy Webb. 


Ef þetta styður ekki...

... nýlega gagnrýni mína á gæðaeftirlit í hugbúnaðarframleiðslu Microsoft þá veit ég ekki hvar á að leita fanga.

Þetta er dauðans klúður! 


mbl.is Dónalegur tölvujólasveinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hluti af vörn í svikamálum er að sækja fram með því að gera smámál að aðalatriði

Það vita allir sem fylgst hafa með þessari umræðu að Bjarni Harðar leiðrétti sig og baðst afsökunar á ummælum sínum í þinginu. Það nægir ekki Árna Sigfússyni en ég og fleiri skiljum hvers vegna.

Það sem Árni er að hvítþvo núna ásamt öðrum Sjálfstæðismönnum er svo stórkostlegt að það er gripið til þeirra vopna að gera léttvæg mismæli að aðalatriði og láta menn þurfa verja tæknilegan tittlingaskít þegar milljarðarnir eru látnir hverfa! Árni er stjórnarmaður í Þróunarfélaginu og hann tekur þátt í sölunni, það fer ekki á milli mála. Árni Sigfússon var ekki að gæta hagsmuna almennings í landinu svo mikið er ljóst!

Forsætisráðherra gerir sér upp réttláta reiði gagnvart "þeim ljóta leik" sem nú er iðkaður gagnvart aðilum þess ránssamnings sem gerður var ólöglega og siðlaust með eignir á varnarsvæðinu.Öll þessi "góða vinna" sem forsætisráðherra nefnir hefur verið unnin í vasa örfárra einkavina Sjálfstæðisflokksins.

Ég vona sannarlega að Ríkisendurskoðun sýni að hún hafi eitthvert sjálfstætt bein í nefinu. Það veitir ekki af að einhverjir aðrir en beinlausir óbreyttir þingmenn stjórnarflokkanna geri eitthvað í þessu máli.

Hvers vegna þegir Samfylkingin núna? Með hverju teipaði Solla alla munna á þeim bæ? 


mbl.is Árni krefst leiðréttingar á ummælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bush heldur áfram að hóta Irönum

Bush heldur áfram að sjá til þess að Íranir séu uppteknir af því að svara upplognum ávirðingum og dylgjum hans í sífellu. Allir vita tilganginn. Hann ætlar sér að ráðast inn í Íran til að stela þar olíunni eins og í Írak.

Aðferðirnar eru þær sömu. Ljúga því upp að Íran sé ógn við heimsfriðinn.

George W. Bush er sjálfur gegnheill ófriður. Dagurinn sem hann yfirgefur Hvíta húsið ætti að verða lýstur sérstakur hátíðisdagur. 


mbl.is Bush vill skýr svör frá Írönum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það þarf stærri þvottavél til að gera þennan þjófnað hvítari!

Það er greinilegt að Morgunblaðið fær fyrsta póstinn frá forsætisráðherra til að reyna að hvítþvo mannskapinn sinn af ránssamningnum um fasteignirnar á vellinum. Ég er hræddur um að nú þurfi að draga fram stærri þvottavél því óþverrinn og fnykurinn af þessu máli verður ekki léttskúraður!

Einnig er athyglisvert að sjá hvernig tímasett er ákvörðun um bætt kjör öryrkja og fatlaðra á þessum sama tíma. Er Sjálfstæðisflokkurinn að kaupa frið um málið? Það er allt dregið upp einmitt núna til að fegra stjórnina. Mér til mikillar gremju er almenningur og óbreyttir stjórnarþingmenn svo sinnulausir og fylgispakir foringjunum að trúlega tekst þetta bara hjá þeim.  

Einnig er athyglisvert að sjá hvernig eldri mál dúkka upp á yfirborðið. Þegar Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi utanríkisráðherra, tók við umsýslu eigna við brottför Varnarliðsins gerði hún þau mistök að hunsa ráðleggingar um að halda hita á húseignum á vellinum. Líklega var þetta bara herfilega vanhugsuð sparnaðaraðgerð. Þetta hafði þær afleiðingar að stór hluti pípulagna húsanna frostsprungu þegar það gerði hörkufrost í nóvember 2006.

Á þessum tíma töldu margir að kostnaður við þetta klúður á ábyrgð Valgerðar myndi kosta rúman milljarð að lagfæra. Nú langar mig að vita hvort þetta séu 1170 milljónirnar sem nefndin segi að hafi kostað til að koma eignum í "söluhæfara ástand"?

Valgerður baðst í þinginu "eiginlega afsökunar" á þessu, en hún hefur aldrei sætt neinni ábyrgð og ríkisendurskoðun hefur látið þetta mál afskiptalaust þrátt fyrir ábendingar um að þetta hefði átt að rannsaka.

Ég ítreka enn og aftur. Þetta sölumál fasteigna Varnarliðsins er stærsta þjófnaðarmál Íslandssögunnar til þessa og ætti að fara beint til efnahagsbrotadeildar lögreglunnar. En þangað fer það að sjálfsögðu ALDREI! 


mbl.is Söluverð eigna á Keflavíkurflugvelli 18 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 264940

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband