Það þarf stærri þvottavél til að gera þennan þjófnað hvítari!

Það er greinilegt að Morgunblaðið fær fyrsta póstinn frá forsætisráðherra til að reyna að hvítþvo mannskapinn sinn af ránssamningnum um fasteignirnar á vellinum. Ég er hræddur um að nú þurfi að draga fram stærri þvottavél því óþverrinn og fnykurinn af þessu máli verður ekki léttskúraður!

Einnig er athyglisvert að sjá hvernig tímasett er ákvörðun um bætt kjör öryrkja og fatlaðra á þessum sama tíma. Er Sjálfstæðisflokkurinn að kaupa frið um málið? Það er allt dregið upp einmitt núna til að fegra stjórnina. Mér til mikillar gremju er almenningur og óbreyttir stjórnarþingmenn svo sinnulausir og fylgispakir foringjunum að trúlega tekst þetta bara hjá þeim.  

Einnig er athyglisvert að sjá hvernig eldri mál dúkka upp á yfirborðið. Þegar Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi utanríkisráðherra, tók við umsýslu eigna við brottför Varnarliðsins gerði hún þau mistök að hunsa ráðleggingar um að halda hita á húseignum á vellinum. Líklega var þetta bara herfilega vanhugsuð sparnaðaraðgerð. Þetta hafði þær afleiðingar að stór hluti pípulagna húsanna frostsprungu þegar það gerði hörkufrost í nóvember 2006.

Á þessum tíma töldu margir að kostnaður við þetta klúður á ábyrgð Valgerðar myndi kosta rúman milljarð að lagfæra. Nú langar mig að vita hvort þetta séu 1170 milljónirnar sem nefndin segi að hafi kostað til að koma eignum í "söluhæfara ástand"?

Valgerður baðst í þinginu "eiginlega afsökunar" á þessu, en hún hefur aldrei sætt neinni ábyrgð og ríkisendurskoðun hefur látið þetta mál afskiptalaust þrátt fyrir ábendingar um að þetta hefði átt að rannsaka.

Ég ítreka enn og aftur. Þetta sölumál fasteigna Varnarliðsins er stærsta þjófnaðarmál Íslandssögunnar til þessa og ætti að fara beint til efnahagsbrotadeildar lögreglunnar. En þangað fer það að sjálfsögðu ALDREI! 


mbl.is Söluverð eigna á Keflavíkurflugvelli 18 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 264914

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband