Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Windows Vista - Vörusvik?

Ég hef selt tölvubúnað frá árinu 1981. Þar á meðal stýrikerfi í stórum stíl. Fyrst um sinn var ráðandi stýrikerfi á smátölvum sem hét CP/M og síðan tók við MS-DOS frá Microsoft (hét PC-DOS hjá IBM).

Þegar MS-DOS kom á markaðinn var það mun lakara stýrikerfi en CP/M en náði samt útbreiðslu vegna þess að IBM tók það upp á sína arma. Í kjölfarið leiddi IBM sölu á smátölvum.

MS-DOS var uppfært með þokkalegum árangri og varð síðar hluti af Windows. Windows var ekki nothæft fyrr en í þriðju tilraun þ.e. Version 3. Windows 95, 98 og 2000 voru allt endurbætur á Windows sem voru skref fram á við. Windows ME var hins vegar gallað og flest þekkjum við að Windows XP hefur reynst svo sem ágætlega þó það sé langt í frá gallalaust.

Windows Vista er hins vegar allt að því vörusvik. Eina stóra breytingin eru útlitsbreytingar sem kostar að notendur þurfa aukinn hraða og aukið minni. Enda hafa ýmis neytendasamtök varað við því að fólk kaupi þetta kerfi vegna vandræðagangs við að fá ýmis forrit til að ganga með því. Það virðist nefnilega vera áberandi að Microsoft hafi ekki gætt þess vel að eldri hugbúnaður gangi í Vista, hverju svo sem er um að kenna.

Á næsta ári hyggst Microsoft hætta að selja Windows XP og er ég hræddur um að það muni skapa bæði ringulreið og vandræði á markaðinum. Hugsanlega munu fleiri færa sig yfir á stýrikerfi frá Apple, þar sem minni vandræðagangur hefur verið, ekki síst í sambandi við vírusa og njósnaforrit alls konar.

Það verður spennandi að fylgjast með hvort martröð Bill Gates sé að ná tökum á honum núna? 


mbl.is Microsoft hættir að nota afritunarvörn í Vista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opin spurning til Morgunblaðsins: Er stærsta þjófnaðarmál Íslandssögunnar ekki fréttaefni?

Ég hef þá reynslu af Morgunblaðinu að ritstjórar þess eru litaðir af tengslum við Sjálfstæðisflokkinn.

Þeir hafa þó líklega aldrei gengið eins langt í þöggun eins og núna þegar umræða um stærsta þjófnaðarmál Íslandssögunnar er í umræðu bæði meðal fólks sem og á Alþingi.

Þjófnaður sem meta má allt að 15 milljarða þykir greinilega ekki umtalsverður á þessum miðli. Sannleikurinn er líklega samt sá að tengsl á pólitískum nótum, frændsemi, einkavina og hagsmuna ráða hér ferðinni. Það er því best fyrir miðilinn að þegja alveg um þetta mál. Eða í framhaldi af svona spurningu að koma fram með gömlu klysjuna að engin sé sekur fyrr en sekt sé sönnuð.

Hversu trúverðugur miðill vill Morgunblaðið vera? 

Ég ítreka að krefjast þess að þessari dæmalausu þjófnaðarsölu verði rift ekki seinna en strax! 


Er verið að kjafta niður verðið á FL Group?

Fyrir þá sem hafa áhuga á völdum í þessu fyrirtæki er arfasnjallt að nota alla möguleika í fjölmiðlum og annarsstaðar til að kjafta niður verðið á fyrirtækinu.

Það þarf ekki mjög margar milljónir til að fella niður gengið með skipulegum hætti. Nægilega margir hræddir fjárfestar fljúga nú burtu til að forða sínu. Það hlýtur að vera öllum ljóst að með því að kjafta niður verðið á félaginu um tíma þarf ekki að borga eins marga milljarða til að eignast stærri hlut í því.

Þegar markmiðunum er náð eru fjölmiðlarnir bara notaðir aftur til að kjafta upp verðið á ný! 


mbl.is FL Group lækkaði um 15 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland fagnar sigri Pútins

Fyrirsögn Morgunblaðsins er undarleg og barnaleg þjónkun við Bandaríkjastjórn. Eitthvað hafa blaðamenn og ritstjórar blaðsins fengið þá skrýtnu flugu að Bandaríkjastjórn sé Bandaríkin. Er ríkisstjórn Íslands þá Ísland? Væri fyrirsögnin mín hér að ofan þá ekki rétt? Fagnar þú sigri Pútins í Rússlandi? Þeir sem fylgjast með vita að oftast eru það færri en 30% sem treysta Bush sem forseta. Óvinsæla stjórnin hans er hjá Morgunblaðinu kölluð "Bandaríkin".  Ég leyfi mér að nota tækifærið hér og biðja Moggann að detta sem sjaldnast í þennan barnaskap.

Bush og Chavez eru í mínum huga sama númerið. Ég sé ekki neina ástæðu til að upplýsa lesendur þessa miðils um meinta vöntun á ágæti þessara tveggja manna sem stýra milljónaþjóðum og annar þeirra meira að segja kallaður á hátíðarstundu "leiðtogi hins frjálsa heims" (eða þannig sko!)


mbl.is Bandaríkin fagna ósigri Chavez
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er 15 milljarða þjófnaður ekki athugunar virði?

Ég er eiginlega undrandi á því hvernig umræðan um stórþjófnaðinn á Varnarliðsfasteignunum ætlar að deyja fljótt. Getur verið að ef þjófnaðurinn er nógu stór og fyrrum eigandi (Bandaríski herinn) nógu fjarri að þá geri enginn athugasemdir við þetta?

Þetta er sannarlega einn almesti þjófnaður Íslandssögunnar og hann á greinilega að þagga niður eins fljótt og auðið er vegna tengsla Sjálfstæðismanna við hann. Þeirra á meðal eru ráðherra og bæjarstjóri. Morgunblaðið, sem hikar ekki við að fjalla um alls kyns smáþjófnaði og óknytti ógæfumanna, virðist hér alveg stikkfrí. Af hverju finnst mér það ekkert skrýtið?

Ég er nú farinn að skilja betur mikinn áhuga sumra á málefnum Varnarliðsins þegar herinn fór. Þessir karlar sáu þessu verðmæti í hirðuleysi og rottuðu sig saman um að stela þessu öllu nánast í heilu lagi. Hér breytir engu þótt þjófarnir séu margir, það firrir engan sök.

Atli Gíslason þingmaður hefur gert þetta að umtalsefni. Er hann hættur? Ætlaði hann ekki að kæra þetta mál vegna brota á útboðsreglum ríkiskaupa? Má ekki líka kæra brot í opinberu starfi í auðgunarskyni?

Ég skora á kjörna fulltrúa okkar á Alþingi að gæta hagsmuna þjóðarinnar í þessu máli. Og það strax! 


Mark Knopfler (Dire Straits) og löng útgáfa af Sultans of Swing

Þetta er náttúrulega eitt af gítarlögum dauðans og hér í lengri læf útgáfu. Hér er Knopfler orðinn eldri og búinn að spila lagið nokkur þúsund sinnum. It shows!

 

 


« Fyrri síða

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband