Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
21.12.2007 | 11:35
Heiðursmaður genginn - Þráinn Valdimarsson
Þráinn Valdimarsson réði mig í fyrsta pólitíska starfið mitt. Fyrir Framsóknarflokkinn árið 1964, þá var ég átta ára. Starfið var að hlaupa með kjörspjöld á kosningaskrifstofuna sem var í blokkinni okkar í Álftamýrinni þar sem Þráinn bjó frá árinu 1963. Launin voru kosninganammi að þeirra tíma sið.
Í minningunni var Þráinn traustur og sannur heiðursmaður, alúðlegur og góður við okkur krakkana. Við áttum góð bernskuár í Álftamýrinni þar sem umhverfið var að mestu óbyggt þar sem nú er Hús verslunarinnar, Kringlan og Framvöllurinn. Börn Þráins voru líka góðir leikfélagar í móanum.
Ég votta fjölskyldu Þráins samúð mína.
20.12.2007 | 23:13
Er kjósendum viðbjargandi?
Hvernig dettur mönnum í hug að öðruvísi fari þó BíBí frændi segi sig frá ráðningarmálinu. Héldu menn í alvöru að Árni dýralæknir myndi skipa einn af þremur mjög vel hæfum í stað Davíðssonar sem er tveimur flokkum neðar sem hæfur?
Við horfum upp á endalausa einkavinavæðingu og frændráðningar í lykilstöður hjá hinu opinber óháð því hvort launaðar nefndir hafi aðra skoðun. Hæfisnefndir á vegum ríkisins má skv. þessu leggja niður því það er bara ekkert farið eftir þeim. Hvers konar heimska er það að leggja í kostnað við hæfisnefndir þegar það hefur engan tilgang þegar að ráðningunni kemur?
Kjósendur verða að sjálfsögðu búnir að gleyma þessu öllu fyrir næstu kosningar. Mér er skapi næst að lýsa því yfir að hugsunarleysi meirihluta kjósenda verðskuldi að það megi taka af þeim atkvæðisréttinn. Hvernig á annars að túlka svona orð gamallar konu úr vesturbænum: "Ég spái ekkert í pólitík... kýs bara Sjálfstæðisflokkinn af gömlum vana!"
Þorsteinn Davíðsson skipaður héraðsdómari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóð | Facebook
19.12.2007 | 19:24
Við erum ekki það Eimskip - við erum annað Eimskip!
Það er broslegt þegar talsmenn fyrirtækja gera ótrúverðugar tilraunir til að ljúga sig frá óknyttum eins og Eimskip gerir núna.
Heiðrún Jónsdóttir er aumkvunarverð í hlutverki sínu að reyna að halda því fram að Eimskip núna sé annað en hið "sökótta" Eimskip. Henni til upplýsingar skal hér tekinn úrdráttur af vefsíðu Eimskips, þeirri sömu og titlar hana eina af stjórum félagsins:
Um Eimskip
Eimskip var fyrsta íslenska skipafélagið en fyrirtækið hefur þróast mikið síðan frá stofnun þess árið 1914. Í upphafi sá fyrirtækið einungis um sjóflutninga en í dag býður Eimskip alhliða flutningsþjónustu.
Eimskip trúir á að byggja langtíma samband við viðskiptavini og því er viðskiptavinum boðin hágæða, virðisaukandi þjónusta sem sniðin er að þörfum hvers og eins. Hjá Eimskip starfa um 9.500 manns, þar af um 8.500 manns erlendis en starfsfólkið býr yfir mikilli þekkingu og reynslu á sviði flutninga.
Hér verður ekki annað séð en að Heiðrún Jónsdóttir sé starfsmaður þess Eimskips sem stofnað er sem óskabarn þjóðarinnar árið 1914. Nú finnst greinarhöfundi að ekki verði bæði haldið og sleppt.
Minnisblað tók af allan vafa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:26 | Slóð | Facebook
19.12.2007 | 12:40
Sniðugt að rugla með kennitölur til að forðast sektir
Þetta geta fyrirtæki gert en ekki einstaklingar.
Út frá lögfræði getur þetta sjálfsagt verið vörn en siðlaust er það. Því það stendur eftir að þetta er sama fyrirtækið, með sama nafnið, með sömu starfsemina, sama starfsfólkið, sömu viðskiptavildina, sömu skipin, sömu húsin, sömu viðskiptavinina, sömu lánardrottnana, sömu bankareikningana, sömu heimilisföngin, sömu símanúmerin og svona má áfram telja. Kennitalan er bara ekki sú sama.
Það að skipta um kennitölur hefur lengi verið þekkt í veitingabransanum og hefur hingað til þótt siðlaust athæfi, nú þykir "óskabarni þjóðarinnar" þetta ekki tiltökumál því búið er að sýna fram á að þetta gleymist svo fljótt úr þjóðarsálinni.
Það er ennþá til einfalt fólk sem trúir því enn að stórfyrirtæki á borð við Eimskip geri aldrei neitt rangt... það er rangt!
Eimskip áfrýjar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:46 | Slóð | Facebook
18.12.2007 | 13:10
Er okur á borgurunum glæsilegur árangur í ríkisfjármálum?
Ég var að hlusta á einn af vonarpeningum Samfylkingarinnar á útvarpi Sögu flytja pistil þar sem hann dásamar núverandi stjórnarsamstarf fyrir framúrskarandi árangur.
Ágúst Ólafur Ágústsson sem er, held ég, bæði lögfræðingur og viðskiptafræðingur, telur það gríðarlegan árangur að afgangur á fjárlögum séu 80 milljarðar. Þar verðum við seint sammála. Ég tel að hér sé um að ræða að ríkið okri að óþörfu á samfélaginu ef það er ekki tilgangurinn að veita þessu fé aftur til samfélagsins. Ég fullyrði að ef húsfélag myndi haga sér svona yrði sú húsfélagsstjórn sett af hið snarasta.
Ríkið á ekki að taka meira til sín en þörf er á hverjum tíma. Ríkið á ekki að safna auði sem reynslan hefur kennt okkur að er sólundað af misvitrum stjórnmálamönnum í gæluverkefni og svo er að sjálfsögðu vænum hluta þess stolið með vildarsamningum við einkavini.
Á meðan Ágúst Ólafur dásamar afgang á fjárlögum ríkisins, deyja sjúklingar á spítölum vegna sýkinga sem tilkomnar eru vegna þrengsla sem og að deyja á biðlistum hjartadeilda og víðar.
Ég þykist vita að þetta endalausa tuð í mér hafi takmörkuð áhrif, en lifi alltaf í voninni um að fleiri en ég sjái að það þurfi að gera margháttaðar breytingar á því hvernig við notum sameiginlega ríkisfjármuni til að bæta almannahag.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:21 | Slóð | Facebook
18.12.2007 | 10:21
Uppeldi er ábótavant og fyrirmyndirnar eru gallaðar
Stór hluti vandans liggur í afskiptalitlu uppeldi. Viðurlög við þjófnuðum og hnupli eru nær engin. Nánast klappað á putta viðkomandi og hann/hún beðin(n) um að gera þetta ekki aftur.
Ég neita því ekki að maður hefur stundum séð þessar kunningjaafgreiðslur í búðum en það er ekkert hægt að gera, hver hefur eiginlega geð í sér til að klaga starfsfólk verslana? Ég hef líka grun um að dæmi séu um að þeir sem ekki taka þátt í svona hnupli séu lagðir í einelti á þessum vinnustöðum sem aumingjar.
Fyrirmyndir samfélagsins eru þeir sem maka krókinn feitt og komast upp með það. Verða ríkir af refshætti í viðskiptum, siðleysi og hreinum þjófnaði. Þeir sýna sig í fjölmiðlum akandi um á glæsikerrum, fljúgandi um á einkaþotum og láta óspart vita hvernig þeir spreða fé í vitleysu til að þjóna undarlegri blöndu af sýndarmennsku, dellum og bokkahætti. Auk sumra viðskiptajöfra þá eru of margir stjórnmálamenn að verða þátttakendur í þessu með þeim og virðast líta á kjör sín í opinber störf sem rétt til að ausa almannafé í hverja vitleysuna á fætur annarri.
Spillingin er fyrir augum okkar á hverjum degi í fjölmiðlum og þetta eru fyrirmyndir unga fólksins. Þegar fyrirmyndirnar eru þær að óheiðarleikinn og síngirnin virðist margborga sig, hvernig getur fólk ætlast til að yngri kynslóðin verði eitthvað ærleg? Mörg þeirra telja sig vera að ná til sín bara broti af því sem hinir stela. Svo virðist sem nútíma uppeldi herði fólk upp í það sem kallað er sjálfsbjargarviðleitni sem er að verða órjúfanlegt samheiti fyrir óheiðarleika.
Er ekki kominn tími til að bæta svolítið siðferðið eða er þetta bara það sem við viljum?
Starfsfólk stelur helmingnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.12.2007 | 21:59
Bestu gítaristar í heimi?!
Það er algengt að fólk álíti að bestu gítarleikararnir séu þeir frægustu eins og t.d. Eric Clapton, Carlos Santana, Steve Vai, Joe Satriani, Yngwie Maalmsteen, Jeff Beck og fleiri. Þrátt fyrir talsverða aðdáun mína á þeim og mörgum öðrum þá finnst mér þeir aldrei ná þeim hæðum í hrárri tækni sem þessir þrír ná í sínum gítarleik.
Al di Meola, Paco De Lucia og John McLaughlin hljóta að teljast í hópi þeirra bestu. Hér leika þeir Mediterranean Sundance á tónleikum sem Luciano Pavarotti heitinn stóð fyrir.
Til að njóta þessa myndskeiðs er ágætt að pása og leyfa þessu að hlaðast inn til að forðast hnökra.
17.12.2007 | 19:11
Nú er verið að búa til bakdyrnar
Það er allt á sömu lund. Stjórnendur Landsvirkjunar eru að búa til bakdyrnar til að koma eigum ríkisins undan. Hlutirnir verða að gerast í réttri röð.
Það er ekkert sem hindrar að Landsvirkjun sem slík (og þar með sem opinbert fyrirtæki) geti ekki staðið í erlendum verkefnum. Eini tilgangur með stofnun dótturfélags er að fela það sem ekki má sjást.
Ekkert athugavert við félag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.12.2007 | 09:59
Heilbrigðiskerfið á að vera í fyrsta forgangi - Margt annað má bíða eða leggja af
Ég hélt að það væri almenn sátt um að heilbrigði okkar hefði algjörlega fyrsta forgang í samfélaginu. Allt annað væri í raun í öðru sæti.
Við getum deilt um ráðstöfun fjármuna á nánast alla lund en þegar upp er staðið er heilbrigði öllu fólki jafn mikilvægt og þar viljum við líka flest hafa sem mestan jöfnuð til þjónustu. Okkur hefur tekist að mælast með nokkurn veginn jafn bestu lífslíkur í heiminum og það er engin ástæða til að slaka á í þeim efnum.
Biðlistar á sjúkrahúsum eru erfiðari en tárum taki. Það er ekki viðunandi að fólk bíði nánast dauða síns á hjartadeildum þegar ekki virðist vera um fjárskort að ræða. Það er heldur ekki viðunandi að kjörnir fulltrúar okkar á þingi aðhafist ekki það sem þarf vegna ómerkilegri dægurmála.
Mig langar að benda þingmönnum á að hægt er að spara í varnar- og utanríkismálum um nokkra milljarða, selja RÚV og spara þar nokkra milljarða, hætta ríkisrekinni trúariðkun og spara þar marga milljarða, bjóða út veiðikvótann úr sameiginlegu auðlindinni og afla þar nokkurra milljarða, hætta stuðningi við menningardekur og listasnobb og spara þar einhverja milljarða, hætta styrkjum í landbúnaðinum og spara þar ótalda milljarða og taka upp almenna ráðdeild í ríkisrekstri og spara þar fjölda milljarða.
Er ekki kominn tími til að samfélagið aðlagist nútímanum og hætti mörgu að því sem hér er nefnt og lagi til í velferðarkerfinu?
Trúarórar fólks ættu fyrir löngu að vera komnir út af framfæri ríkisins. Trúmál eiga að vera einkamál. Vilji menn mynda samtök geta menn gert það og kostað þau sjálf eins og aðra klúbba.
Margt fólk virðist álíta að ef kirkjan færi af ríkisjötunni myndi allt leggjast í siðleysi, hatur, lögbrot, ástleysi og almenna vitleysu.
Það er alveg óhætt að vakna út úr þessu. Almennt gott siðgæði, mannkærleikur, gæska og ást er flestu venjulegu fólki í blóð borið. Það hefur ekkert með trúmál að gera.
Reynslan hefur kennt okkur að hið svokallaða almætti sýnir sig aldrei og skiptir sér ekki af neinu. Myndi ekki einu sinni mæta fyrir rétt til að verja efasemdir um tilvist sína.
Komum trúmálum þangað þar sem þau eiga raunverulega heima: Hjá hverjum einstakling fyrir sig.
Guðni: Nú skal kennsluborðum kristninnar velt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson