Við erum ekki það Eimskip - við erum annað Eimskip!

Það er broslegt þegar talsmenn fyrirtækja gera ótrúverðugar tilraunir til að ljúga sig frá óknyttum eins og Eimskip gerir núna.

Heiðrún Jónsdóttir er aumkvunarverð í hlutverki sínu að reyna að halda því fram að Eimskip núna sé annað en hið "sökótta" Eimskip. Henni til upplýsingar skal hér tekinn úrdráttur af vefsíðu Eimskips, þeirri sömu og titlar hana eina af stjórum félagsins:

 Um Eimskip

Eimskip var fyrsta íslenska skipafélagið en fyrirtækið hefur þróast mikið síðan frá stofnun þess árið 1914.  Í upphafi sá fyrirtækið einungis um sjóflutninga en í dag býður Eimskip alhliða flutningsþjónustu. 

Eimskip trúir á að byggja langtíma samband við viðskiptavini og því er viðskiptavinum boðin hágæða, virðisaukandi þjónusta sem sniðin er að þörfum hvers og eins.  Hjá Eimskip starfa um 9.500 manns, þar af um 8.500 manns erlendis en starfsfólkið býr yfir mikilli þekkingu og reynslu á sviði flutninga.

 Hér verður ekki annað séð en að Heiðrún Jónsdóttir sé starfsmaður þess Eimskips sem stofnað er sem óskabarn þjóðarinnar árið 1914. Nú finnst greinarhöfundi að ekki verði bæði haldið og sleppt.


mbl.is Minnisblað tók af allan vafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

he he minnir um margt á Manchester Unitred menn sem halda að knattspyrnan byrjaði 1992..

Óskar Þorkelsson, 19.12.2007 kl. 19:32

2 Smámynd: Sigurjón

Nákvæmlega!

Sigurjón, 22.12.2007 kl. 05:05

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 264948

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband