Er kjósendum viðbjargandi?

Hvernig dettur mönnum í hug að öðruvísi fari þó BíBí frændi segi sig frá ráðningarmálinu. Héldu menn í alvöru að Árni dýralæknir myndi skipa einn af þremur mjög vel hæfum í stað Davíðssonar sem er tveimur flokkum neðar sem hæfur?

Við horfum upp á endalausa einkavinavæðingu og frændráðningar í lykilstöður hjá hinu opinber óháð því hvort launaðar nefndir hafi aðra skoðun. Hæfisnefndir á vegum ríkisins má skv. þessu leggja niður því það er bara ekkert farið eftir þeim. Hvers konar heimska er það að leggja í kostnað við hæfisnefndir þegar það hefur engan tilgang þegar að ráðningunni kemur?

Kjósendur verða að sjálfsögðu búnir að gleyma þessu öllu fyrir næstu kosningar. Mér er skapi næst að lýsa því yfir að hugsunarleysi meirihluta kjósenda verðskuldi að það megi taka af þeim atkvæðisréttinn. Hvernig á annars að túlka svona orð gamallar konu úr vesturbænum: "Ég spái ekkert í pólitík... kýs bara Sjálfstæðisflokkinn af gömlum vana!" 


mbl.is Þorsteinn Davíðsson skipaður héraðsdómari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

já og þetta beint ofaní einkavinavæðinguna á keflavíkurflugvelli.. eða einkabróðurvæðinguna.. Árni Matthísen er GERSPILLTUR !

Um já íslendingar eru fífl upp til hópa og kjósa yfir sig gráðuga aumingja sem þeir svo styðja með ráð og dáð til ða breiða yfir eigin heimsku !

Óskar Þorkelsson, 20.12.2007 kl. 23:17

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þarna er maður ekki sammála þessu hjá þer Haukur/Þorseinn er mjög frambærilegur maður/á ekki að gjalda þess að vera sonur Davíðs,Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 21.12.2007 kl. 00:57

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Þorsteinn er greinilega besti maður, um það er ekki deilt!  Þetta átti hinsvegar ekki að setja í matsnefnd, fyrst búið var að ráða í stöðuna.  Það er neyðarlegt fyrir nefndina, Þorstein, Árna og Björn.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.12.2007 kl. 11:47

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

afhverju er hann greinilega besti maðurinn Anna ?

Hann á ekki að gjalda þess að vera sonur Davíðs.. en dettur einhverjum í hug að hann væri þarna ef hann væri ekki sonur Davíðs ?

Þetta er vinavæðingin í reynd þótt fólk vilji breiða yfir þetta einhverju "skynsemisklæði"  !

Óskar Þorkelsson, 21.12.2007 kl. 13:30

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Óskar, ég segi ekki að hann sé besti maðurinn, heldur besti maður.  Margir meina að Þorsteinn sé besti maður og er það vel, en það eru hinir umsækjendur klárlega líka! Það á ekki að ráða svona eða reka matsnefndir!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.12.2007 kl. 15:07

6 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég veit ekkert um Þorstein Davíðsson. Gæti þess vegna verið prýðismaður. Að mati dómnefndar stendur hann hins vegar þremur umsækjendum að baki í sambandi við þessa starfsumsókn. Það er rökleysa sumra að halda því fram að hann eigi ekki að gjalda þess að vera sonur Davíðs. Í þessu tilviki er hann óneitanlega að græða á því.

Haukur Nikulásson, 22.12.2007 kl. 01:01

7 Smámynd: Sigurjón

Það er einmitt mergurinn málsins sem allir virðast hafa misst af hérna.  Þrír umsækjendur hafa augljóslega meiri hæfni skv. ríkisskipaðri matsnefnd og á hún að ráða, nema eitthvað stórkostlega sé að í þeirri nefnd!

Sigurjón, 22.12.2007 kl. 05:02

8 identicon

Hjartanlega sammála Hauki.  Þegar ljóst var hverjir sóttu um stöðuma var um leið búið að ráða í hana, algerlega óháð HÆFNI umsækjenda.

Það var óskað eftir lögfræðingi, Þorsteinn er lögfræðingur. Málið dautt.

Varð einhver í alvöru undrandi á ráðningunni?  Ég held ekki. 

Gunnar Geirsson (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 10:23

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband