Sniðugt að rugla með kennitölur til að forðast sektir

Þetta geta fyrirtæki gert en ekki einstaklingar.

Út frá lögfræði getur þetta sjálfsagt verið vörn en siðlaust er það. Því það stendur eftir að þetta er sama fyrirtækið, með sama nafnið, með sömu starfsemina, sama starfsfólkið, sömu viðskiptavildina, sömu skipin, sömu húsin, sömu viðskiptavinina, sömu lánardrottnana, sömu bankareikningana, sömu heimilisföngin, sömu símanúmerin og svona má áfram telja. Kennitalan er bara ekki sú sama.

Það að skipta um kennitölur hefur lengi verið þekkt í veitingabransanum og hefur hingað til þótt siðlaust athæfi, nú þykir "óskabarni þjóðarinnar" þetta ekki tiltökumál því búið er að sýna fram á að þetta gleymist svo fljótt úr þjóðarsálinni.

Það er ennþá til einfalt fólk sem trúir því enn að stórfyrirtæki á borð við Eimskip geri aldrei neitt rangt... það er rangt! 


mbl.is Eimskip áfrýjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Harðarson

Ef Eimskip fær nýja kennitölu, var þá ekki gamall einstaklingur að deyja og nýr að fæðast?

Eiga þeir þá ekki að borga erfðafjárskatt ?

Kári Harðarson, 19.12.2007 kl. 13:14

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég hef ekki nákvæma útlistun á því Kári með hvernig gamla Eimskip og nýja Eimskip skrolluðu á kennitölunum. Það verður fróðlegt að sjá með hvaða hætti þeir sleppa.

Eru ekki Olíufélögin búin að komast upp með olíusamráðið að mestu án þess að borga nokkuð nema lögfræðikostnaðinn?

Haukur Nikulásson, 19.12.2007 kl. 14:34

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 264940

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband