Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
28.12.2007 | 21:57
White room með Cream þótti of framúrstefnulegt árið 1968
Ég man vel eftir þessu lagi því þá var ég 12 ára Bítlaaðdáandi. Ég get fúslega viðurkennt að ég hafði ekki þroska til að meðtaka þetta snilldarlag á sínum tíma.
Cream var á þeim tíma "underground" hljómsveit og þó hún ætti kraftmikla aðdáendur náðu þeir aldrei mjög hátt á vinsældalistum. Þeir gerðu þó ótrúlega góða hluti á þeim tæpum þremur árum sem þeir störfuðu. Þetta er að mínum dómi flottasta 3-piece band (3ja manna) allra tíma... á undan Police.
White Room var gefið út sem single eftir að hljómsveitin var hætt árið 1968. Náði hæst 28. sæti í Bretlandi en 6. sæti í Bandaríkjunum.
Þetta lag hefur hins vegar vaxið að vinsældum frá þeim tíma og eldist ótrúlega vel með árunum og verður bara betra.
Hér eru kallarnir í Cream á sjaldgæfri endurkomu í Royal Albert Hall árið 2005. Ginger Baker (66 ára), Jack Bruce (62) og Eric Clapton (60). Mér finnst útkoman góð, einhverjum þætti vera svolítið ellilegt. Ég býst ekki við að sjá þrjá aðra, jafn gamla, leika þetta eftir svo vel sé.
28.12.2007 | 20:25
Vel að þessu kominn - En verðlaunagripurinn algjör skelfing
Margrét Lára er mjög vel að þessum titli kominn. Hún hefur staðið sig afburða vel og tekið mikinn þátt í að lyfta kvennaknattspyrnunni á þann stall að við karlmennirnir höfum núna ánægju af því að horfa á leikina þeirra. Íslensk kvennaknattspyrna stendur nefnilega mun framar en karlanna um þessar mundir á alþjóðlegan mælikvarða.
Verðlaunagripurinn er hins vegar ótrúlegur. Halda mætti að Margrét Lára væri að byggja og hefði því sérstaka þörf fyrir stóran stillans utan á húsið sitt til að klára múrverk og málningu. Það er ótrúlegt að samtök íþróttafréttamanna geti ætlast til að fólk þurfi að stækka við húsnæði sitt til að geyma svona verðlaunagrip. Hér er eitthvert undarlegt stórmennskuæði á ferð sem að skaðlausu má lagfæra svo lítið beri á.
Margrét Lára íþróttamaður ársins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:28 | Slóð | Facebook
28.12.2007 | 16:02
Eitt fallegasta dægurlag allra tíma - sungið af rámum jazztrompetleikara
Ég rakst á þetta myndskeið á www.youtube.com því mig langaði að finna skuggamyndir. Ég fann þetta stórskemmtilega myndskeið við lagið sem Louis Armstrong gerði vinsælt árið 1968 What a wonderful world eftir Bob Thiele.
Lagið dásamar lífið og tilveruna og ætti að vera okkur öllum ágæt upplyfting í svartasta skammdeginu. Þú kemst örugglega í gott skap með þessum handbrögðum Raymond Crowe.
Spaugilegt | Slóð | Facebook
28.12.2007 | 01:11
Framkoma fulltrúa Guðs á jörðinni til fyrirmyndar - þeir drápu engann!
Það skiptir máli að málpípur drottins hagi sér í góðu kristilegu siðgæði. Þeir gátu blessunarlega komið sér saman um að enginn yrði drepinn í fæðingarkirkju Krists á jólunum. Hafa verður líka í huga að boðorðin tíu banna ekki sérstaklega slagsmál í kirkjum. Prestar eru nefnilega engar mjálmandi og skjálfandi veimiltítur þegar á reynir heldur sannir slagsmálahundar og eins gott fyrir vantrúaða að respektera getu þeirra.
Við þurfum ekki að óttast að íslenskir prestar sláist með kústum. Ó nei, við erum ekki svo vanþróuð hér. Hér verða notaðar fullvaxnar Nilfisk, Hoover eða jafnvel rándýrar Rainbow ryksugur til að gera fætinginn nútímalegan að hætti ríkustu þjóðarinnar á kringlunni.
Almættið hlýtur að hafa húmorinn í góðu lagi. Það er sjálfsagt að mega tuskast svolítið á þessum helgidögum þó staðurinn sé fæðingarkirkja Krists í Betlehem... á sjálfum jólunum!
Slegist í fæðingarkirkju frelsarans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 10:37 | Slóð | Facebook
26.12.2007 | 22:35
Blaðamaður Mbl. ekki mikið betri en blaðamaður Yes Weekly
Íslendingar í álfabúningum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.12.2007 | 14:41
Gleðileg jólaganga
Undanfarin ár hef ég farið einn út að ganga hring um Laugardalinn á Jóladag. Núna fannst mér það sérstaklega skemmtilegt vegna snjókomunnar sem gerði allt hreint, bjart, fallegt og jólalegt.
Þessi ganga tekur yfirleitt um klukkutíma og ég geng Gnoðarvog, Álfheima, Suðurlandsbraut Reykjaveg, Sundlaugarveg, laugarásveg, Langholtsveg, Álfheima og loks Ljósheima.
Maður mætir yfirleitt mjög fáum, en þeir sem eru á ferli heilsa manni á göngunni. Það er svo rólegt á þessum tíma að manni gefst góður tími til ýmis konar hugleiðinga og í dag gleðst maður yfir því að flestir af manns nánustu fjölskyldu og vinum hafa það yfirleitt mjög gott þessi jólin.
Ég vona að þið hafið það gott og njótið frídaganna sem best. Gleðileg jól!
24.12.2007 | 02:00
Jólakveðjur RÚV - Klukkan tvö um nótt!
Ég heyri að verið er að lesa jólakveðjur í RÚV núna um miðja nótt. Því skaut í huga minn að ekki vildi ég kaupa auglýsingatíma frá þeim á tíkall á þessum tíma sólarhrings.
Mér heyrist að það sé eldri kynslóðin sem kaupir þessar kveðjur og hef lúmskan grun um að flestir sem borgað hafa fyrir þessar kveðjur séu sofnaðir núna.
Hér áður fyrr minnir mig að lokið hafi verið við þennan lestur fyrir miðnætti á Þorláksmessu. Ef einhver man þetta betur má minna mig á.
24.12.2007 | 01:46
Var ekki Eiður búinn að ÞAGGA NIÐUR Í GAGNRÝNENDUM?
Mér finnast fréttir af högum Eiðs Smára stundum mjög undarlegar.
Sem áhugamaður um fótbolta þykist ég vita að það taki meira ein einn til tvo leiki til að festa sig í sessi einhversstaðar. Þegar stjörnurnar verða heilar má búast við að menn í fari á bekkinn aftur þótt þeir hafi staðið sig þokkalega eins og Eiður hefur gert.
Mitt í öllu þessu finnst manni að 365 hafi gert út á að Eiður myndi leika til að selja áskrift að sjónvarpsrásinni Sýn.
Svona fréttamennska dregur úr trausti manns á fjölmiðlun. Það er núna orðin mjög þunn lína á milli frétta, íþrótta og skemmtana.
Ég skal hins vegar fullyrða að Real Madrid var betra liðið í leiknum nánast allan tímann og ég er líka á þeirri skoðun að Eiður hefði átt að fá að byrja leikinn, miðað við fyrri frammistöðu. Hér gerði Frank Rijkard taktísk mistök og leikurinn bar þessu glögglega merki. Hvort hann hafi verið undir þrýstingi stjórnar að nota stjörnurnar Deco og Ronaldinho í þessum leik skal ósagt látið en eitthvað læðist samt að manni sá grunur.
Real Madrid sigraði - Eiður úti í kuldanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.12.2007 | 16:21
Skatan væri étin allt árið ef hún væri í raun og veru æt!
Ég hef lengi haft á tilfinningunni að flest fólk sem borðar skötu geri það til að sýna hetjuskap. Hetjuskapurinn felst í því að geta étið þennan óþverra án þess að halda fyrir nefið og kúgast.
Einnig læðist að manni sá ljóti grunur að ef matur á Þorláksmessunni sé bara nógu vondur að þá bragðist jólasteikin sérdeilis vel.
Þið hin, sem hafið vanist þessum mat þannig að ykkur þykir hann í alvöru góður, bið ég vel að njóta!
Skatan smökkuð í fyrsta sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.12.2007 | 12:40
Jólagjöf hins vonlitla maka
Mér hefur borist til eyrna að samlíf hjóna sé víða orðið ábótavant. Í sumum tilvikum svo ábótavant að það sé beinlínis sorglegt afspurnar. Og svo sorglegt að það er alls ekki rætt.
Þetta þýðir þó ekki að hjón séu með öllu afhuga heimaleikfimi. Ástæðan er oft fremur sú að tímabundin vandræðagangur og áhugaleysi hafi hægt og bítandi drepið niður þessa annars ágætu heimilisiðju samlyndra hjóna. Mörgum pörum reynist síðan oft illmögulegt að nálgast þetta viðfangsefni aftur og gangsetja.
Með það í huga að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi hef ég ákveðið að hjálpa fólki að gefa eina ódýrustu og bestu jólagjöf sem fæst í dag og kýs ég að kalla hana Jólagjöf hins vonlitla maka.
Neðst í þessum pistli er Word skjal sem þú átt að prenta og setja í umslag. Utan á umslagið skrifar Þú: Til (þitt nafn) - Frá: Jólasveininum.
Þetta bréf leggurðu undir jólatréð og bíður þess að jólagjafir séu leystar undan trénu. Ef börn eða aðrir eru viðstaddir þá læturðu ógert að opna bréfið þar til þú hefur makann einann til staðar. Til að eyða forvitnisspurningum segir þú að þetta sé bara prívat jólakort frá gömlum vini.
Þegar makinn þinn les bréfið á ykkar stundu kemur í ljós hvort það hefur áhrif eður ei.
Bestu óskir um Gleðileg Jól til ykkar allra!
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson