Jólagjöf hins vonlitla maka

Mér hefur borist til eyrna að samlíf hjóna sé víða orðið ábótavant. Í sumum tilvikum svo ábótavant að það sé beinlínis sorglegt afspurnar. Og svo sorglegt að það er alls ekki rætt.

Þetta þýðir þó ekki að hjón séu með öllu afhuga heimaleikfimi.  Ástæðan er oft fremur sú að tímabundin vandræðagangur og áhugaleysi hafi hægt og bítandi drepið niður þessa annars ágætu heimilisiðju samlyndra hjóna. Mörgum pörum reynist síðan oft illmögulegt að nálgast þetta viðfangsefni aftur og gangsetja.

Með það í huga að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi hef ég ákveðið að hjálpa fólki að gefa eina ódýrustu og bestu jólagjöf sem fæst í dag og kýs ég að kalla hana Jólagjöf hins vonlitla maka

Neðst í þessum pistli er Word skjal sem þú átt að prenta og setja í umslag. Utan á umslagið skrifar Þú: Til (þitt nafn) - Frá: Jólasveininum.

Þetta bréf leggurðu undir jólatréð og bíður þess að jólagjafir séu leystar undan trénu. Ef börn eða aðrir eru viðstaddir þá læturðu ógert að opna bréfið þar til þú hefur makann einann til staðar. Til að eyða forvitnisspurningum segir þú að þetta sé bara prívat jólakort frá gömlum vini.

Þegar makinn þinn les bréfið á ykkar stundu kemur í ljós hvort það hefur áhrif eður ei.

Bestu óskir um Gleðileg Jól til ykkar allra!


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband