Birting tilboðanna leiðréttir ekki röng vinnubrögð

Það er ekki búið að svara mörgum lykilspurningum í þessu máli: 

1. Var salan miðuð við að skaða ekki hagsmuni Keflvíkinga?

2. Af hverju voru hagsmunir þjóðarinnar settir til hliðar?

3. Hvers vegna þurfti að selja nánast ALLAR eignirnar til eins kaupanda?

4. Af hverju var ekki farið með söluna eins og aðrar eignir ríkisins í gegnum Ríkiskaup?

5. Er Ríkiskaupum sem er sérstaklega ætlað að sjá um svona mál ekki treystandi lengur?

6. Gat enginn ráðlagt stjórn Þróunarfélagsins að ekki væri vænlegt til að hámarka tekjur af eignunum að selja þær ekki allar á einu bretti í heildsölu?

7. Var einhver í stjórn Þróunarfélagsins sérfræðingur á sviði fasteignaviðskipta?

8. Var tjónið á pípulögnunum í eignaumsýslu Valgerðar gert upp eða metið?

9. Leit stjórn Þróunarfélagsins svo á þetta mál að þeim bæri bara að losa ríkið við "rusleignir"?

10. Getur stjórn Þróunarfélagsins upplýst hvaða laun þeir fengu fyrir að ganga svona frá málunum?

11. Eru launin svo lág fyrir þessi stjórnarstörf að þau innifela ekki það að taka gagnrýni eða svara spurningum um þessa vinnu?

12. Er hlutverki Þróunarfélagsins nú lokið með þessari afgreiðslu mála? 


mbl.is Tilboð í eignir á Keflavíkurflugvelli birt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þessu verður sennilega seint svarað,við litlu karlarnir verðum bara þegja er það ekki/þetta er ekki i lagi það vita flestir en  ekkert gert/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 10.12.2007 kl. 22:43

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mikið helv. var þetta góð og skilvirk afgreiðsla hjá þér Haukur.

En hjá mér vakna spurningar um hugmyndafræðina á bak við þessar sölur. Er farið að halla undan fæti með þessa sönnu trú á frelsi markaðslögmálsins? Má ekki selja eigur ríkisins ef þær verða til að minnka hagnað af markaðslögmálinu? Er þá markaðslögmálið bara gott ef seljandinn hagnast? Og eiga ekki einstaklingar sjálfir að ráða því hvaða starfsemi þeir reka í sínum fasteignum?

Eiga ríki og sveitarfélög að stofna nefndir til að hefta það frelsi sem fálkinn í Valhöll verndar undir klónum? 

Árni Gunnarsson, 10.12.2007 kl. 23:54

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 264894

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband