Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
21.1.2007 | 10:54
Davíð Oddsson ól ekki upp leiðtoga
Það fer lítið fyrir umræðu um leiðtogahæfileika forystu Sjálfstæðisflokksins. Þeir eru nefnilega takmarkaðir og eru það vegna ofríkis fyrrverandi formanns. Hann sagði sjálfur að hann hefði líklega ofnotað boðhátt sagnorða.
Þegar starfað er í skugga "aðal" jafn lengi og raun ber vitni hlýtur það að venjast vera bara bestu vinir "aðal" og þegar hann hverfur verður eðlilega til tómarúm. Þetta tómarúm er í gangi en flestum hulið. Það er hulið vegna þess að sá sem var valinn leiðtogi kýs að vera ekki of mikið í sviðsljósinu. Enda er það vænlegra til að láta fólk halda að hann sé mikill leiðtogi. Málið er hins vegar að hann er mun vanari að taka við skipunum en að setja þær fram. Þessi skortur á leiðtogahæfileikum endurspeglast þessa dagana á Alþingi þar sem þjóðþingið er í stjórnlausu og tilgangslausu stríði. Leiðtoga Sjálfstæðisflokksins væri í lófa lagið að koma þessu til betri vegar ef hann hefði hæfileikann til þess. Honum tekst það bara alls ekki.
Ný forysta Sjálfstæðisflokksins var alinn upp í því einu að hlýða og bíða. Frumkvæði þeirra er lítið sem ekkert og ályktunarhæfni til stjórnunarstarfa lýsir sér best í þinginu. Þessu fólki þarf að koma í önnur störf sem fyrst þar sem aðrir hæfileikar fá notið sín. Það er hins vegar ekki í leiðtogahlutverkum stjórnmálanna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:17 | Slóð | Facebook
19.1.2007 | 18:40
Vöknum af sinnuleysinu!
Við þekkjum öll allt of vel að kvarta í eldhúsum og kaffistofum. Þetta eru bestu staðirnir til að finna að öllum sköpuðum hlutum í veröldinni, ekki síst stjórnmálum og stjórnmálamönnum.
Illmælgin er óspart notuð. Hinum og þessum þekktum mönnum og konum er úthúðað sem óferjandi og óalandi ólánshyski og maður veltir því fyrir sér hvort umræddur yrði ekki bara hengdur án dóms og laga ef hann birtist allt í einu í dyragættinni. Sem betur fer bráir af fólki þegar maturinn og kaffið hafa skilað sér sína leið og fólk fer aftur að vinna. Flestir gleyma umræðunni þegar maginn er mettur, skammtímavandinn hefur verið leystur.
Svona er háttur 99% þeirra sem halda samfélaginu uppi. Láta sig hafa þá stjórn sem er við lýði hverju sinni. Allt of stór hluti þessa fólks kýs samt sama flokkinn aftur og aftur, þrátt fyrir megna óánægju, vegna þess að listabókstafurinn er fastur í miðtaugakerfinu eins og bremsan á bílnum. Hitt er daprara að sífellt stærri hópur fólks kýs að kjósa ekki, nennir ekki á kjörstaðinn til að hafa áhrif.
Samt er þung undiralda í samfélaginu núna. Fólk er margt hvert búið að fá nóg af spillingunni og ekki síður því að óhæfir einstaklingar stjórna ráðuneytum og stofnunum með mjög skerta dómgreind svo ekki sé sterkar kveðið að orði. Það er hægt að breyta málum en til þess þarf stærri hópur hins almenna borgara að vakna af sinnuleysinu. Við verðum að trúa því að það sé hægt að færa hlutina til betri vegar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:42 | Slóð | Facebook
18.1.2007 | 07:49
Alþingi er gegnsýrt af firringu
Togstreitan um mál Ríkisútvarpsins á Alþingi er orðin verulega pínleg.
Bæði stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar eru orðnir svo firrtir af þverúð að heilu þjóðþingi er haldið í gislíngu vitleysunnar dag eftir dag. Þarna eru greinilega ónýtir leiðtogar í flokkunum sem ekki geta leyst úr málunum.
Nú þarf ekki að efast um að báðir hafa nokkuð til síns máls en það er fyrir löngu hætt að skipta nokkru máli. Það er nefnilega búið að hleypa þessu máli í algert stríð. Báðir aðilar þykjast hafa málstað að verja. Forysta Sjálfstæðisflokksins stendur nánast ein að því að ætla böðla þessu máli í gegn þrátt fyrir að flestir stjórnarþingmanna séu í hjarta sínu á móti frumvarpinu en fylgja því fast eftir af einskærri flokks- og foringjahollustu og kryddað með stríðsæsingi. Það er einmitt á þessum tíma þegar maður skynjar að foringjahollustan er stundum að vinna gegn lýðræðinu.
Stjórnarandstæðingar vita að þeir eru í vonlausri baráttu. Málið fer í gegn á endanum og það eitt situr eftir að þeir verði ásakaðir, og réttilega svo, að fara illa með tíma Alþingis. Ég myndi skilja þá ef mál Ríkisútvarpsins væri á einhvern hátt lífsnauðsynlegt fyrir þjóðina en svo er bara ekki.
Ég held að flestum sé í dag ljóst að fresta beri breytingum á RÚV og að hröð tæknivæðing netsins sé að breyta þessu þannig að rétt sé að staldra bara við og anda rólega.
Ég spyr: Hvaða tilfinningar bærast í brjósti þingmanna sem fórna sér langt fram á nætur í þessari dómadags vitleysu? Væri þetta fólk fært um að leysa úr alvöru vandamálum ef þau bærust inn á þing? Maður efast um það.
Það er kominn tími til að skipta stórum hluta þingmanna út í næstu kosningum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóð | Facebook
17.1.2007 | 10:41
Af hverju ekki í formennsku Magga?
Það er ekki mitt mál að skipta mér af Frjálslynda flokknum nema sem áhorfandi að því sem þeir sýna í fjölmiðlum.
Eftir allt sem á undan er gengið undrast ég að Margrét Sverrisdóttir hafi ekki hugrekki til að bjóða sig fram til formennsku eftir 9 ár sem framkvæmdastjóri. Mér er spurn: Vantar hana reynslu?
Hún kvartar sáran undan meðferðinni á sér af hendi formanns og varaformanns, undan nornaveiðum Jóns Magnússonar og félaga en þorir síðan ekki í alvöru kosningu. Eins og svo margir aðrir er hún dauðhrædd við að verða hafnað og lætur því ekki reyna á það. Einhverja hugmynd hefur hún um það að geta tekið Magnús Þór, en ekki Guðjón. Ég get ekki neitað því að það verði fróðlegt að fylgjast með slagnum um framboðssætin í þessum flokki af því að það stendur víst ekki til að viðhafa prófkjör heldur listauppstilllingu (sem hver stjórnar?).
Friður verði með Frjálslynda flokknum!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:42 | Slóð | Facebook
16.1.2007 | 17:26
Auðveldar málin þegar næzta þorzkaztríð zkellur á
Mig rak eiginlega í rogaztanz með þezza frétt: Zetan komin aftur!
Um efni fréttarinnar er það að segja að með varnarsamvinnu við breta getum við vænst þess að hægara verði um vik ef nýtt þorskastríð hefst við þá. Ef þeir senda herskip til að vernda úthafsveiðiflotann sinn þá getum við bara látið þá sjálfa senda fleiri skip til að stugga hinum herskipunum burt! (Það geta fleiri komið með snjallar lausnir en Munchausen!)
Bretar hafa áhuga á samstarfi um flug til Afganistans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:33 | Slóð | Facebook
16.1.2007 | 12:22
Þversagnir í lögum um happdætti, spilakassa og veðmál
Í framhaldi af umræðu um spilakassana og því að hlustandi í útvarpsþætti hélt því fram að fjárhættuspil væri bannað í stjórnarskrá datt mér í hug að kíkja á lög um þetta efni og finn mér til undrunar stórkostlega þversögn í lögunum um fjárhættuspil og happdrætti. Annars vegar banna hegningarlögin þetta í þessari grein:
183. gr. Sá, sem gerir sér fjárhættuspil eða veðmál að atvinnu eða það að koma öðrum til þátttöku í þeim, skal sæta sektum 1) eða fangelsi allt að 1 ári, ef miklar sakir eru.
Ákveða skal með dómi, hvort vinningi af fjárhættuspili eða veðmáli skuli skilað aftur eða hvort hann skuli gerður upptækur.
Og hins vegar leyfa lög um happdrætti þetta á þennan undarlega orðaða hátt:
2. gr. Starfræksla happdrætta.
Til þess að halda uppi allsherjarreglu og hamla gegn skaðlegum áhrifum á almenning er óheimilt að reka happdrætti nema með leyfi ráðherra eða öðruvísi sé mælt fyrir um í lögum þessum. Leyfið skal bundið nánari skilyrðum í samræmi við lög þessi og reglugerðir settar samkvæmt þeim. Þá eru hlutaveltur óheimilar nema með leyfi lögreglustjóra.
Happdrætti þar sem spilað er um peninga eða peningaígildi er óheimilt að reka nema samkvæmt sérstakri lagaheimild. Skal í lögunum kveðið á um fyrirkomulag happdrættis, gjöld, rekstrarskilyrði og rekstrarform. Um happdrætti samkvæmt þessari málsgrein skulu að öðru leyti gilda ákvæði 1. mgr. 3. gr., 1. mgr. 5. gr., 6. gr. og 9.11. gr.
Maður veltir því fyrir sér hvort það sé skortur á lögfræðingum á Alþingi?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:59 | Slóð | Facebook
16.1.2007 | 11:08
Hvenær gengur forræðishyggjan of langt?
Ögmundur Jónasson og Ásta Möller ræddu spilafíkn í þættinum Ísland í bítið í morgun. Þetta er vandamál sem hefur rústað fjárhag margra fjölskyldna og er sannarlega ógæfa fjölda fólks, því verður ekki neitað.
Ögmundur Jónasson, sem talaði helst fyrir því að banna spilavíti, veðmál og hvers kyns spilakassa, vakti mig til umhugsunar um að stjórnmálamenn á borð við hann væru forræðishyggjan holdi klædd út í öfgar. Með sömu rökum og hann beitir mætti banna bíla, áfengi, tóbak, mat og vatn af því að allt þetta getur drepið fólk, eða hið minnsta valdið því verulegum skaða. Mér fannst leiðinlegt að í einfeldni sinni tók þáttastjórnandinn Heimir Karlsson upp forræðismálstað Ögmundar og hálft í hvoru ásakaði Ástu Möller um þá firru að vilja EKKI skilyrðislaust banna spilakassana.
Meirihluti fólks getur umgengist spilakassa, áfengi, bíla og flest það sem við notum án þess að skaðast af því. Á að banna alla þessa hluti vegna þeirra fáu sem lenda í vandræðum?
Lausnirnar felast ekki í bönnum heldur því að þeir sem þurfa á hjálp að halda fái hana vegna samhyggðar samfélagsins í slíkum málum. Hjá því verður ekki komist að það sem getur drepið einn einstakling er ánægja þess næsta án nokkurra vandamála.
Allt er best í hófi.
15.1.2007 | 16:51
Tekjuafgangur ríkissjóðs er ekki ráðdeild heldur skattpíning
Mér hefur þótt undarlegt að sjá suma þingmenn stjórnarflokkanna hæla sjálfum sér af því að tekjuafgangur ríkissjóðs hafi aldrei verið hærri. Hafa sumir þeirra jafnvel gengið svo langt að telja það að það megi hiklaust eyða meiru af þessum sökum.
Ég hef hingað til talið að ríkissjóður eigi ekki að vera rekinn í hagnaðarskyni. Hann á að vera rekinn til að borga fyrir nauðsynleg útgjöld samfélagsins til borgaranna rétt eins og um væri að ræða húsfélag. Ríkissjóður er í raun bara hússjóður í smækkaðri mynd. Ég veit ekki um neinn sem vill búa í húsfélagi þar sem hússjóður bólgnar út í einhverju tilgangsleysi, íbúarnir vilja miklu frekar fá að ráðstafa þessu fé sjálfir.
Það má hins vegar færa rök fyrir því að ríkissjóður eigi í góðæri að sitja svolítið á afgangsfé og nota það þegar og ef það harðnar í ári. Hættan við núverandi ástand er að þingflokkarnir fari of frjálslega með fjármuni sem endurspeglast til dæmis í því hvernig þeir úthlutuðu sjálfum sér 300 millunum í kosningasjóðina sína.
Ég skil ekki með hvaða hugsun stjórnarþingmenn getað grobbað sig af tekjuafgangi sem er bara tekinn með valdi af borgurum og fyrirtækjum þessa lands. Þeir eiga frekar að hugsa um það að þegar þeir ráðstafi þessu fé að þeir meðhöndli þessa peninga með sömu varúð EINS OG ÞEIR SÉU AÐ BORGA ÚR EIGIN VASA.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:59 | Slóð | Facebook
14.1.2007 | 21:30
Samfylkingin í stað Framsóknarflokks - breytist eitthvað við það?
Eins margra er háttur er þegar farið að spá í næsta stjórnarmynstur eftir næstu Alþingiskosningar.
Umræðan gengur, að því er virðist, út á það að Framsóknarflokkurinn hverfi og þá þurfi íhaldið nýja hækju til að styðjast við.
Nærtækast í tveggja flokka samstarfi væri þá líklega Samfylkingin. Hvað myndi breytast við það?
Myndi spilling í stjórnkerfinu minnka?
Komast nýir "vinir" að borðum einkavæðingar ríkisfyrirtækja?
Verður gjafakvótamálið tekið upp og endurskoðað?
Myndu aldraðir og öryrkjar hafa það eitthvað betra?
Yrði meiri sátt í stóriðju- og virkjunarstefnunni?
Myndu þeir breyta kosningalögum þannig að landið verði eitt kjördæmi?
Koma þeir sér saman um RÚV?
Verður fátæktinni útrýmt?
Verða Pétur Blöndal og Mörður Árnason þá loksins sammála?
Breytist eitthvað annað en að hækja Sjálfstæðisflokksins heiti öðru nafni?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóð | Facebook
13.1.2007 | 23:34
Alþingi taki upp nútíma starfshætti
Alþingi hefur lengi verið legið á hálsi að vera "kindarlegur" vinnustaður.
Svo virðist sem ekki hafi tekist að færa vinnutímann þarna til nútímans. Enn loðir við hann að taka mið af fengitíma, heyskap og réttum þó að bændur séu vart lengur á þinginu. Þessi forneskja ber þess enn merki að vinna bændanna hafi algeran forgang á vinnu þingsins!
Skv. einhverjum tölum sem ég rakst á var sagt að Alþingi hefði starfað í 181 dag af 365. Þetta er um það bil hálft ár.
Hvers vegna er málum enn svona háttað? Er ekki núverandi þingmönnum orðið ljóst að svona getur ekki gengið lengur. Það þarf að færa þennan vinnustað í átt til þess veruleika sem flestir aðrir þurfa að búa við.
Þetta verður bara að vera eitt af verkefnum Flokksins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 265495
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson