Alþingi taki upp nútíma starfshætti

Alþingi hefur lengi verið legið á hálsi að vera "kindarlegur" vinnustaður.

Svo virðist sem ekki hafi tekist að færa vinnutímann þarna til nútímans. Enn loðir við hann að taka mið af fengitíma, heyskap og réttum þó að bændur séu vart lengur á þinginu. Þessi forneskja ber þess enn merki að vinna bændanna hafi algeran forgang á vinnu þingsins!

Skv. einhverjum tölum sem ég rakst á var sagt að Alþingi hefði starfað í 181 dag af 365. Þetta er um það bil hálft ár.

Hvers vegna er málum enn svona háttað? Er ekki núverandi þingmönnum orðið ljóst að svona getur ekki gengið lengur. Það þarf að færa þennan vinnustað í átt til þess veruleika sem flestir aðrir þurfa að búa við.

Þetta verður bara að vera eitt af verkefnum Flokksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur Árnason

Stimpliklukku við innganginn, tímaskráningu eins og annarsstaðar, og vinna allan ársins hring, að frátöldum ca 5 vikum að sumri, þá er lokað vegna sumarleifa.

Rannsóknir á vinnusemi hafa sýnt að best er til að nýta starfsmenn og þeirra kraft að hafa 8 tíma vinnudag.

Þetta á að gera á Alþingi eins og annarsstaðar. 

Hjörtur Árnason, 14.1.2007 kl. 21:30

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 264928

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband