Alþingi er gegnsýrt af firringu

Togstreitan um mál Ríkisútvarpsins á Alþingi er orðin verulega pínleg.

Bæði stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar eru orðnir svo firrtir af þverúð að heilu þjóðþingi er haldið í gislíngu vitleysunnar dag eftir dag. Þarna eru greinilega ónýtir leiðtogar í flokkunum sem ekki geta leyst úr málunum.

Nú þarf ekki að efast um að báðir hafa nokkuð til síns máls en það er fyrir löngu hætt að skipta nokkru máli. Það er nefnilega búið að hleypa þessu máli í algert stríð. Báðir aðilar þykjast hafa málstað að verja. Forysta Sjálfstæðisflokksins stendur nánast ein að því að ætla böðla þessu máli í gegn þrátt fyrir að flestir stjórnarþingmanna séu í hjarta sínu á móti frumvarpinu en fylgja því fast eftir af einskærri flokks- og foringjahollustu og kryddað með stríðsæsingi. Það er einmitt á þessum tíma þegar maður skynjar að foringjahollustan er stundum að vinna gegn lýðræðinu.

Stjórnarandstæðingar vita að þeir eru í vonlausri baráttu. Málið fer í gegn á endanum og það eitt situr eftir að þeir verði ásakaðir, og réttilega svo, að fara illa með tíma Alþingis. Ég myndi skilja þá ef mál Ríkisútvarpsins væri á einhvern hátt lífsnauðsynlegt fyrir þjóðina en svo er bara ekki.

Ég held að flestum sé í dag ljóst að fresta beri breytingum á RÚV og að hröð tæknivæðing netsins sé að breyta þessu þannig að rétt sé að staldra bara við og anda rólega.

Ég spyr: Hvaða tilfinningar bærast í brjósti þingmanna sem fórna sér langt fram á nætur í þessari dómadags vitleysu? Væri þetta fólk fært um að leysa úr alvöru vandamálum ef þau bærust inn á þing? Maður efast um það.

Það er kominn tími til að skipta stórum hluta þingmanna út í næstu kosningum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 264928

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband