Tekjuafgangur ríkissjóðs er ekki ráðdeild heldur skattpíning

Mér hefur þótt undarlegt að sjá suma þingmenn stjórnarflokkanna hæla sjálfum sér af því að tekjuafgangur ríkissjóðs hafi aldrei verið hærri. Hafa sumir þeirra jafnvel gengið svo langt að telja það að það megi hiklaust eyða meiru af þessum sökum.

Ég hef hingað til talið að ríkissjóður eigi ekki að vera rekinn í hagnaðarskyni. Hann á að vera rekinn til að borga fyrir nauðsynleg útgjöld samfélagsins til borgaranna rétt eins og um væri að ræða húsfélag. Ríkissjóður er í raun bara hússjóður í smækkaðri mynd. Ég veit ekki um neinn sem vill búa í húsfélagi þar sem hússjóður bólgnar út í einhverju tilgangsleysi, íbúarnir vilja miklu frekar fá að ráðstafa þessu fé sjálfir.

Það má hins vegar færa rök fyrir því að ríkissjóður eigi í góðæri að sitja svolítið á afgangsfé og nota það þegar og ef það harðnar í ári. Hættan við núverandi ástand er að þingflokkarnir fari of frjálslega með fjármuni sem endurspeglast til dæmis í því hvernig þeir úthlutuðu sjálfum sér 300 millunum í kosningasjóðina sína.

Ég skil ekki með hvaða hugsun stjórnarþingmenn getað grobbað sig af tekjuafgangi sem er bara tekinn með valdi af borgurum og fyrirtækjum þessa lands. Þeir eiga frekar að hugsa um það að þegar þeir ráðstafi þessu fé að þeir meðhöndli þessa peninga með sömu varúð EINS OG ÞEIR SÉU AÐ BORGA ÚR EIGIN VASA. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 264928

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband