Færsluflokkur: Tónlist
15.3.2008 | 20:15
Gætum við fengið að heyra eitthvað íslenskt? (Upplýsingar óskast)
Við félagarnir ætlum að setja þetta lag á prógrammið okkar en vildum gjarnan fá upplýsingar um eitt eða tvo orð í textanum. Lagið heitir raunar Gamalt og gott (Gætum við fengið að heyra íslenskt - er upphaf viðlagsins sem allir þekkja).
Ég hef leitað að flytjandanum sem sagður er vera Danshljómsveit Hjalta Guðgeirs. Veit einhver hvaða hljómsveit þetta var? Leit í þjóðskrá eða garðinum (www.gardur.is) leiðir ekkert í ljós um neinn Hjalta Guðgeirsson.
Gaman væri að heyra í einhverjum sem lumar á vitneskju um þennan dularfulla flytjanda og getur upplýst okkur hvernig þetta skemmtilega lag kom til og hver er höfundur þess.
14.3.2008 | 08:13
Fólk mærir Sgt. Peppers en nennir ekki að hlusta á hana
Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band var kannski meistarastykki að mati gagnrýnenda og margra annarra. Sem hörðum Bítlaaðdáanda finnst mér hún bara hreint ekkert það skemmtileg eða áheyrileg í heild sinni til að bera uppi heila tónleika. Þau eru bara svo ótal mörg önnur Bítlalögin sem ég myndi frekar greiða þessu hæfileikafólki pening til að hlusta á.
Sgt. Peppers var fyrst og fremst dæmi um framúrstefnulega tæknivinnu á þeim tíma og á köflum mjög frumlegar tónsmíðar. Satt best að segja hef ég ekki hlustað á nokkurt lag af þessari plötu í mörg ár, nema helst ef vera kynni With a little help from my friends. Hún naut þess auk þess að koma út þegar aðdáun á Bítlunum var eitt risastórt móðursýkiskast og það hefði engu máli skipt hvaða rusl þeir hefðu sett fram á þessum tímapunkti, allt hefði selst í milljónavís hvort eð var.
Það þarf meira en frumlegar tónsmíðar og virtuoso spilamennsku til að fólk mæti á tónleika. Fólk vill hlusta á eitthvað sem hrífur það. Svo merkilegt sem það er að þá er það oft einföld spilamennska og jafnvel grófgerð sem fær fólk til að iða af tónlistarlegri ánægju. Ánægjuhrollur niður bakið kemur svo þegar hárrétta grúvið nær að hrista mann upp i hinu fullkomna jafnvægi.
Íslendingar fúlsa við meistaraverki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.3.2008 | 20:43
Verðandi Íslandsvinur flytur hér Fortunate son (John Fogerty)
Ég hef áður sett inn tilvísun á eðalrokkarann John Fogerty hér er lagið Fortunate son sem mér fannst ekki mikið varið í hér í denn en hefur unnið sig upp vinsældalistann hjá mér. Ég verð talsvert var við að þetta lag sé notað í kvikmyndum vestra og þá helst vegamyndum (Road movies).
Heiða vinkona mín fór ásamt öðrum að sjá kappann spila í Chicago í nóvember s.l. og þau voru stórhrifin af kraftinum í honum.
Spilalistinn (set list) hjá John Fogerty breytist lítið á milli tónleika og þið getið séð hvernig hann hefur þróast á vefsíðu kappans www.johnfogerty.com
Það er skammt stórra högga á milli hjá bæjarstjóranum í Bolungarvík og ég held að John Fogerty sé jafn skotheldur og Eric Clapton. Nú vantar bara Eagles til að fylla mælinn hjá manni!
John Fogerty með tónleika á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.3.2008 | 11:17
... nema kannski að koma nakinn fram!
Menn sem eru í sviðsljósinu gera oft hvað sem er til að vekja á sér athygli. Það er á góðri íslensku kallað PR-múf.
Það er hins vegar grátbroslegt að sjá menn draga fram sína verstu mannlegu galla til að vekja á sér athygli. Það er að koma með barnalegar, hrokafullar, yfirlætislegar og lesblindar niðrandi yfirlýsingar hvor um annan. Gerðu þeir gagnkvæmt samkomulag um að búa til fjölmiðladeilu í kynningarskyni?
"Ég myndi gera næstum hvað sem er fyrir frægðina... nema kannski að koma nakinn fram!"
Bubbi og Biggi í hár saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.3.2008 | 11:30
Ég er eitthvað svo innilega EKKI hissa á því!
Clapton is God! var einu sinni frægt veggjakrot í gamla daga. Það er greinilegt að ennþá taka margir þessa staðhæfingu mjög alvarlega og það meira að segja hér á Íslandi.
Hér er smá dæmi um það sem miðaeigendur eiga í vændum á tónleikunum (Nei ég er ekki að auglýsa og hef engan hag af þessu )
Miðar á Clapton að seljast upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.3.2008 | 17:50
While my guitar gently weeps
Jeff Healey var mjög sérstakur flytjandi og á varð heimsfrægur fyrir þetta cover af lagi Bítlanna. Það þarf meira en góðan flutning til að slá við George Harrisson (höfundi lagsins) og gítargoðinu Eric Clapton en Healey fór létt með það eins og heyra má hér.
Jeff Healey látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.1.2008 | 11:41
Þegar rokkið var gaman og ... stundum hallærislegt
At the Hop finnst mér vera hið sanna einkennislag gamla gleðirokksins frá því fyrir 1960. Þetta lag með Danny and the Juniors fór í efsta sæti bandaríska vinsældalistans árið 1957 og sat þar í 7 vikur.
Lagið varð vinsælt að nýju í myndinni American Graffiti og mér þykir ekki ósennilegt að það eigi eftir að slá í gegn aftur hjá næstu kynslóð.
Forsöngvarinn, Danny Rapp, framdi sjálfsmorð árið 1983 þá aðeins 41 árs að aldri.
Hér er skemmtilegt og hallærislegt myndskeið með Danny Rapp og félögum að "mæma" lagið.
Þið getið borið þetta til gamans saman við mína útgáfu í tónlistarspilaranum hér vinstra megin. Það er upptaka sem tekin er lifandi upp heima, beint af mixer, og nota ég þar forritað raddbox sem syngur með mér þríraddað ásamt því sem hljóðgervillinn spilar önnur hljóðfæri en gítarinn sem ég glamra á.
23.1.2008 | 16:47
Er hægt að fyrirgefa svona þjófnað?
Ég á bágt með að þola þjófnað og óheilindi svo mikið er víst. Mér finnst það hart þegar einn af mínum bestu vinum gerist sekur um slíka hluti.
En líklega verð ég að fyrirgefa spilafélaga mínum og vini Gunnari Antonssyni fyrir að stela senunni og það við nefið á Árna Johnsen, Robert Marshall, Kolbrúnu Halldórsdóttur, Siv Friðleifsdóttur, Gunnari pólfara og fleira fólki sem var statt í Kerlingarfjöllum um síðustu helgi. Þeim var í lófa lagið að kæra stuldinn til sýslumannsins Ólafs Helga Kjartanssonar sem var á staðnum. Gunnari auðnaðist að komast kærulaust til baka!
Þessi mynd var á vef Ferðaklúbbsins 4x4 www.f4x4.is með þessum myndtexta:
...Gunni Antons mætti á svæðið og gjörsamlega stal senunni
13.1.2008 | 11:13
Sunnudagsmessan - Turn turn turn - Eitt fallegasta lag poppsögunnar
Pete Seeger þjóðlagasöngvari samdi þetta lag við texta úr Biblíunni. The Byrds með þá Roger McGuinn og David Crosby í fararbroddi gerðu það að stórsmelli árið 1965 og sat það í efstu sætum vinsældalista svo vikum skipti sem hlýtur að vera afrek á hátíndi Bítlaæðisins sem þá gekk yfir.
Mér finnst smekklegur gítarleikur McGuinn bera lagið uppi auk þess sem lagið er að sjálfsögðu afburða vel samið með góðum texta. Þessi flutningur lagsins á tónleikum er frá árinu 1990.
28.12.2007 | 21:57
White room með Cream þótti of framúrstefnulegt árið 1968
Ég man vel eftir þessu lagi því þá var ég 12 ára Bítlaaðdáandi. Ég get fúslega viðurkennt að ég hafði ekki þroska til að meðtaka þetta snilldarlag á sínum tíma.
Cream var á þeim tíma "underground" hljómsveit og þó hún ætti kraftmikla aðdáendur náðu þeir aldrei mjög hátt á vinsældalistum. Þeir gerðu þó ótrúlega góða hluti á þeim tæpum þremur árum sem þeir störfuðu. Þetta er að mínum dómi flottasta 3-piece band (3ja manna) allra tíma... á undan Police.
White Room var gefið út sem single eftir að hljómsveitin var hætt árið 1968. Náði hæst 28. sæti í Bretlandi en 6. sæti í Bandaríkjunum.
Þetta lag hefur hins vegar vaxið að vinsældum frá þeim tíma og eldist ótrúlega vel með árunum og verður bara betra.
Hér eru kallarnir í Cream á sjaldgæfri endurkomu í Royal Albert Hall árið 2005. Ginger Baker (66 ára), Jack Bruce (62) og Eric Clapton (60). Mér finnst útkoman góð, einhverjum þætti vera svolítið ellilegt. Ég býst ekki við að sjá þrjá aðra, jafn gamla, leika þetta eftir svo vel sé.
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 265495
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson