Færsluflokkur: Tónlist

Mjúk tónlist í spilaranum

Eins og flestir bloggnotendur hafa orðið varir við hrundi diskastæða bloggsins með þeim afleiðingum að erfiðlega hefur gengið að koma þeim í samt lag.

Ég var með mikinn fjölda laga í spilaranum hér til hliðar með eigin demo upptökum. Þau hafa ekki reynst aðgengileg vegna vandræða.

Til bráðabirgða set ég inn aftur rólegri hluta laganna minna og bendi á að fjörugri og dansvæna músíkin okkar félaganna í hljómsveitinni Hættir finnst á bloggsíðu sveitarinnar.


Ekki trúverðugar skýringar

Mér finnast einhvern að svona tilkynningar séu út úr korti. Ef ólétta er ástæða fyrir því að hætta samstarfi við Garðar Thor Cortes af hverju lætur hann þá ekki Kiri Te Kanawa róa líka?

Það er heldur ekki haldbær skýring að einhverjum áfanga hafi verið náð með plötu númer tvö (sem er reyndar misheppnuð og flausturslega unnin).

Hafi menn ekki átt skap saman í samstarfinu er líklega best að segja það hreint út frekar en að reyna telja okkur trú um að hinar ástæðurnar séu eitthvað í námunda við sannleikann.

Einar ætti að vera vanari því að setja fram fréttatilkynningar í sambandi við umboðsmennsku sína en svo að hann telji þetta með sínum betri verkum í þeirri deild. 


mbl.is Einar Bárðarson dregur sig í hlé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jose Feliciano tekur Billie Jean á sinn hátt

Jose Feliciano hinn frægi blindi lagasmiður, gítaristi og söngvari tekur hér Billie Jean (Michael Jackson) á skemmtilegan hátt. Mátti til með að deila þessu með ykkur. 


Nei, við gleymum ekki eðalverkfærum!

Gítarinn týndur samt geggjað fjör

gríðarlega var gaman

Voru blaðamaður og Bjössi Jör

báðir skakkir saman?


mbl.is Björn Jörundur gleymdi gítarnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórkostlegt hjá strákunum. Vildi óska að ég hefði smekk fyrir þessa tónlist.

Mér finnst það bæði stórkostlegt og skemmtilegt hvað Björk og Sigurrós hefur gengið vel að koma tónlist sinni á framfæri erlendis. Mér finnst það jafnvel enn stórkostlegra í ljósi þess að ég þekki afar fáa sem hafa nokkra löngun til að hlýða á tónlistina þeirra og finnst hún að megni til bara leiðinleg. Þess vegna kemur það mér á óvart að 30.000 manns hafi farið að hlusta á þau í kuldanum. Líklega eiga þau bara fullt af aðdáendum sem ég umgengst lítið.

Nú kasta ég náttúrulega grjóti úr glerhúsi verandi sjálfur bara svona wannabe í músík, en ég nenni bara ekki að þykjast hafa gaman af einhverju til að þóknast músíkelítunni. Það tjóir bara ekkert að deila um smekksatriði. Ég ét heldur ekki kindaandlit.

Björk og Sigurrós hafa þrennt með sér sem er lykillinn að þeirra velgengni: Þau gera það sem þeim þykir sjálfum skemmtilegt, gera það af mikilli ástríðu og vanda sig við það.

Einhvern daginn mun ég kunna að meta tónlistina þeirra...


mbl.is Með suð í eyrum í fimmta sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eurovision: 50% líkur á að Ísland komist upp úr forkeppninni

Það hafa margir gaman af því að fylgjast með Eurovision. Sumt fólk verður reyndar alveg heltekið hálfgerðu æði fyrir þessu síðustu daga fyrir keppnina og væntingarnar rjúka upp á hverju ári þrátt fyrir slæmt gengi undanfarin ár. Við erum svo bjartsýn íslendingar og það er kostur!

Skv. þessari samantekt hjá veðbúllum kemur í ljós að taldar eru 50% líkur á að íslendingar komist upp úr forkeppninni. Sama úttekt gerir ráð fyrir að íslendingar séu í 16. sæti (kannast einhver við það?) af þeim þjóðum sem komist í topp 10 ef við komust áfram. Af norðurlandaþjóðum erum við sögð á eftir svíum, norðmönnum og finnum, en á undan dönum.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig veðbúllurnar standa sig í þessu. Hverju spáir þú?


mbl.is Þrjár mínútur til þess að slá í gegn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eva Cassidy - Over the Rainbow

 Eva Cassidy á stóran aðdáendahóp. Hún syngur af sérstakri innlifun og leyfir sér að svindla miskunnarlaust á bítinu til að gera lögin að sínum. Over the rainbow hefur verið sótt yfir milljón sinnum á netinu og það þarf engan að undra hvers vegna. Afar hugljúft og fallegt lag. 


Ég er kominn heim

Ég var að hlusta á Arnþrúði Karlsdóttur á útvarpi Sögu og þar heyrði ég lagið Ég er kominn heim sem er nýtt í flutningi Bubba og Björns Jörundar. Varla var búið að spila lagið en að hlustandi hringdi inn og lýsti þeirri skoðun sinni að flutningur þeirra félaga væri stórkostleg afskræming á laginu. Já þeir félagar fengu þarna óvænta ádrepu, helstu hetjur íslensks popps í gegnum mörg ár. Hlustandinn taldi upp þrjá söngvara sem færu betur með lagið: Óðinn Valdimarsson, Björgvin Halldórsson og André Bachmann. Lauk samtalinu með því að Arnþrúður spilaði útgáfu  André. Annar hlustandi, Ámundi, taldi útgáfu Óðins Valdimarssonar óviðjafnanlega og Arnþrúður lék hana bara líka. Og auðvitað spilaði hún síðan útgáfu Björgvins að kröfu aðdáenda hans. Ég verð að játa að ég er sammála um að Óðinn skili þessu best þessara flytjenda, þetta er jú hans lag í hugum flestra.

Ég fór að hugleiða að smekkur fólks er margbreytilegur. Einhverjum þykir eflaust útgáfa Bubba og Björns Jörundar flott og framúrstefnuleg og mér flaug í hug að oft hefur maður ánetjast  vondum hlutum í gegnum tíðina og farið að þykja gott.

Náttúrulega vondir hlutir sem við ánetjumst er t.d. kaffi, áfengi, tóbak og ótal afbrigði af vondum mat. Allt eru þetta fyrirbrigði sem eru flestum í upphafi bragðvont en venst upp í það að verða ómissandi í mörgum tilvikum. Ég þekki mjög marga sem hafa lýst því hversu vont þeim þótti kaffi fyrst í stað.

Eins er þetta með lystina á listinni. Það sem einum þykir áheyrilegt í tónlist þykir öðrum hörmulegt. Í tónlist er dæmi um vonda söngvara sem verða ómissandi menn eins og áðurnefndur Björn Jörundur sem manni þótti hreint hörmung að heyra fyrst þegar hann byrjaði eins og skrækt og laglaust hænsni á sínum tíma. Hvernig datt mönnum eiginlega í hug að hampa honum sem söngvara? Með hækkandi aldri og meira umburðarlyndi hefur mér lærst að meta Björn Jörund og hann á sína fínu spretti í lögum sem hann á. Önnur dæmi um vonda söngvara sem maður fílar þó í tætlur eru t.d. Rod Stewart, Bonnie Tyler og ótal fleiri sem eru með blöndu af hæsi og grófleika sem viðkomandi tekst að nota sér til framdráttar og fá jafnvel út smekklega útkomu.

Bubbi er í annarri deild, hann er söngvari sem getur eiginlega það sem honum sýnist. Næstum allir þekktari söngvarar fyrri tíma höfðu áferðarfallegar raddir og voru tónvissir. Það er trúlega ekki fyrr en upp úr 1970 að almennt er farið að viðurkenna að vondir söngvarar geti gert "flott" lög. Nú þykir þetta ekkert tiltökumál. Enda er hægt að lagfæra hvaða tónvillinga sem er með tölvutækni t.d. forritum eins og Autotune og upptökur samtímans segja ekkert hvernig söngvarar eru raunverulega nema að hlusta á þá beint.

Okkur öllum til mikillar gleði, og endalausra skoðanaskipta, er að smekkurinn margbreytilegur og við þurfum ekki að þola eina ríkisrödd Marteins Mosdals.

 


Söngvakeppni framhaldsskólanna - Hverjir hlusta á krakkana áður en þau fara?

Sem áhugamaður um tónlist hef ég oftast gaman af því að horfa á þessa keppni framhaldsskólanna. Núna fæ ég hins vegar of mikið af þeim óþæginda bjánahrolli sem fylgir því að hlusta á falskan söng.

Í ár bregður svo við að nærri 3 af hverjum 4 aðalsöngvurum eru svo tónvilltir að ég vorkenni þeim sárlega að þurfa að þola að frammistaða þeirra sé að eilífu geymd á spjöldum sögunnar þeim til armæðu og leiðinda. Í kvöld verður því miður að segja eins og er að gæði keppninnar gerir þessa dagskrá á laugardagskvöldi frekar dapra.

Mér finnst eiginlega að þessum krökkum sem hreinlega greiði gerður að fella út fyrr þá sem ekki halda tón í sínum lögum. Reyndar skal ég játa að þetta er ekki alltaf mögulegt því að taugaóstyrkur á þessari úrslitastundu setur flesta þessara tónvilltu krakka í enn meiri vandræði og var kannski ekki alveg fyrirséð fyrr en í beinni útsendingu.

Fyrir flesta þessara krakka er vandinn sá að þau eru ómeðvituð um að þau þurfa að vera búinn að ná lögum sínum 120% ef þau ætla að flytja þau sómasamlega undir því álagi sem þessu fylgir, vegna fjölda áhorfenda, vitneskju um sjónvarpsútsendingu og uppsöfnuðum spenningi.

Mér finnst eins og það sé verulegur munur á þessu á milli ára. Það sem ég hef séð í kvöld er óvenju slakt að þessu leyti. Betri þjálfun söngvaranna og ráðleggingar varðandi taugaálags er þeim mjög mikilvæg og hefur í of mörgum tilvikum ekki verið sinnt sem skyldi. Ég velti auk þess fyrir mér hvort þau hafi haft nóga góða monitoringu (heyrt nógu vel í sjálfum sér). 


Gítarhetjur - meltið þennan gaur!

Þetta video er eiginlega bara fyrir gítarhetjur. Hér er einn á ferðinni og þá meina ég hraðferðinni! 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 265495

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband