Stórkostlegt hjá strákunum. Vildi óska að ég hefði smekk fyrir þessa tónlist.

Mér finnst það bæði stórkostlegt og skemmtilegt hvað Björk og Sigurrós hefur gengið vel að koma tónlist sinni á framfæri erlendis. Mér finnst það jafnvel enn stórkostlegra í ljósi þess að ég þekki afar fáa sem hafa nokkra löngun til að hlýða á tónlistina þeirra og finnst hún að megni til bara leiðinleg. Þess vegna kemur það mér á óvart að 30.000 manns hafi farið að hlusta á þau í kuldanum. Líklega eiga þau bara fullt af aðdáendum sem ég umgengst lítið.

Nú kasta ég náttúrulega grjóti úr glerhúsi verandi sjálfur bara svona wannabe í músík, en ég nenni bara ekki að þykjast hafa gaman af einhverju til að þóknast músíkelítunni. Það tjóir bara ekkert að deila um smekksatriði. Ég ét heldur ekki kindaandlit.

Björk og Sigurrós hafa þrennt með sér sem er lykillinn að þeirra velgengni: Þau gera það sem þeim þykir sjálfum skemmtilegt, gera það af mikilli ástríðu og vanda sig við það.

Einhvern daginn mun ég kunna að meta tónlistina þeirra...


mbl.is Með suð í eyrum í fimmta sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ég er enginn Bjarkar-fan og orðaði það svo óheppilega við bassaleikara Sigurrósar að mér fyndist tónlistin þeirra fyrst þegar ég heyrði hana vera jarðarfaratónlist. Nýja platan þeirra er frábær og þú þarft bara að gefa þér tíma....... Kannski ekki partíplatan en.....

Björk og Sigurrós voru frábær á þessum tónleikum. Sándið aftur á móti ekki. Allavega ekki efst í brekkunum en ágætt niðri. Kannski til að hvekkja ekki íbúana en kom niður á gleðinni. 

Ævar Rafn Kjartansson, 30.6.2008 kl. 21:00

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 264894

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband