Þegar rokkið var gaman og ... stundum hallærislegt

At the Hop finnst mér vera hið sanna einkennislag gamla gleðirokksins frá því fyrir 1960. Þetta lag með Danny and the Juniors fór í efsta sæti bandaríska vinsældalistans árið 1957 og sat þar í 7 vikur.

Lagið varð vinsælt að nýju í myndinni American Graffiti og mér þykir ekki ósennilegt að það eigi eftir að slá í gegn aftur hjá næstu kynslóð.

Forsöngvarinn, Danny Rapp, framdi sjálfsmorð árið 1983 þá aðeins 41 árs að aldri.

Hér er skemmtilegt og hallærislegt myndskeið með Danny Rapp og félögum að "mæma" lagið.

Þið getið borið þetta til gamans saman við mína útgáfu í tónlistarspilaranum hér vinstra megin. Það er upptaka sem tekin er lifandi upp heima, beint af mixer, og nota ég þar forritað raddbox sem syngur með mér þríraddað ásamt því sem hljóðgervillinn spilar önnur hljóðfæri en gítarinn sem ég glamra á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband