21.11.2008 | 16:52
Stjórnin er fallin á prófinu Guðlaugur - þess vegna á að kjósa aftur
Það er stórkostlegt ábyrgðarleysi að láta stjórn með gjaldþrota land, halda áfram. Hvergi annars staðar myndi slíkt tekið í mál. Það er með öllu óþolandi að stjórnmálamenn og embættismenn sem eru með allt niður um sig fái að halda þessari endalausu vitleysu áfram.
Stjórnin hefur ekki lengur traust til að taka við meira lánsfé til að fylla upp í götin hjá vildarfyrirtækjum og vinum þeirra sem hafa komið öllu á kaldan klakann.
Guðlaugi má vera alveg ljóst að honum og Sjálfstæðisflokknum er ekki treyst fyrir neinu þessa dagana og það stoppar ekkert þó farið sé í kosningar strax. Það eru hægt að velja úr rúmlega 200.000 manns til að taka við þeim störfum sem aðrir hafa klúðrað - BIGTIME!
Kosningar væru glapræði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:58 | Slóð | Facebook
21.11.2008 | 11:17
Hvernig væri að Alþingi siðaði þessa valdasjúku konu aðeins til?
Það er löngu tímabært að setja fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina á Alþingi. Þingmenn eru flestir orðnir þreyttir á því ráðherraræði sem virðist felast í því að hlýða rammskökkum seðlabankastjóra.
Þetta á bæði við um þingmenn stjórnar sem og stjórnarandstöðu.
Þingmenn! Sýnið þjóðinni að þið séuð til einhvers gagns, nú er tíminn til þess.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.11.2008 | 09:58
Allir búnir að fá nóg af þessu stjórnarsamstarfi hvort eð er
Mér sýnist að það sé að verða bara spurning um örfáa daga hvenær þetta stjórnarsamstarf verður slegið af.
Mér sýnist að megnið af Samfylkingarfólkinu á þinginu sé farið að ofbjóða að sitja aðgerðarlaus hjá á meðan Davíð Oddsson teymir Geir geðlausa áfram í "björgunarstörfunum" og bráðum kominn með fulla vasa fjár til að viðhalda þeim völdum áfram.
Helgi Hjörvar er genginn af trúnni sbr. nokkuð ítarlega samantekt hans í Fréttablaðinu í dag um aflglöp Davíðs og nú bætist Jón Gunnarsson við í slagsmálin og dregur tvo Samfylkingarráðherra með sér þar inn. Þetta verður brátt fullvaxinn kráarslagur.
Geir og Sollu er löngu ljóst að stjórnin þeirra er ónýt. Það er bara svo svakalega erfitt að segja skilið við völd og peninga, spyrjið bara alkóhólistana!
Gagnrýnir Björgvin og Þórunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:01 | Slóð | Facebook
20.11.2008 | 12:15
Helgi að brjóta sig úr meðvirkni þingmanna meirihlutans
Ég gleðst mjög yfir því að Helgi Hjörvar sé hér að brjóta sig svolítið frá meðvirkni þingmanna meirihlutans. Það vantar samt fleiri þingmenn sem hafa það hugrekki að láta þjóðarhag ráða samvisku þeirra fremur en að hugsa um það hversu þægilegt er að vera þingmaður á háum launum með drjúgum 6-7 mánaða fríum og fríðindum.
Það er eðlileg tregða að þingmenn vilji ekki rjúfa þing. Þeir eru að setja starf sitt í hættu og það er komandi atvinnuleysi. Þeir setja því frekar lím í stólana sína en að gerast of gagnrýnir á störf ríkisstjórnar og þess meirihluta sem ræður. Það þarf nú greinilega mjög umtalsverðan manndóm hjá þingmanni að setja þjóðarhag ofar sínum eigin.
Þetta er virk fíkn líkt og hjá alkóhólistum... fíkn eftir peningum og völdum þrátt fyrir augljóst umboðsleysi þeirra sem hafa komið þjóðinni á hausinn.
Það að meirihluti þingmanna sætti sig við seðlabankastjóra sem tókst með eigin hendi að koma bankakerfinu og fjárhag ríkisins í rúst á nokkrum dögum er óskiljanleg meðvirkni og undirlægjuháttur.
Ég vona að fleiri taki undir með Helga á Alþingi.
Nýja Seðlabankastjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.11.2008 | 08:51
Mönnum og konum er orðið tamt að ljúga - óþolandi!
Það er löngu kominn tími á að Geir og Solla hætti. Þau hika ekki við að ljúga að þjóðinni í hvaða smáskítamáli sem er. Geta jafnvel ekki sagt satt um sjálfsagða hluti eins og það að við viljum ekki sjá breta í neinni "loftrýmisgæslu" hér.
Það er löngu tímabært að segja Ísland úr NATO, við höfum ekkert við þetta bandalag að gera. Við höfum nóg annað við fjármuni að gera núna. Við höfum ekki efni á að þjóna því kjaftæði sem ofsóknaræði er hjá sumu fólki varðandi árásarhættu á Ísland.
NATO hefur engar áhyggjur af minni gæslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:29 | Slóð | Facebook
19.11.2008 | 10:12
Látíð óráðssíuliðið ekki fá meiri peninga - í öllum bænum!
Það er verulegur ábyrgðarhluti að láta fólkið sem setti þjóðina á hausinn hafa 5 milljarða dollara til að leika sér með.
Það er alveg ljóst að fyrsti kúfurinn af dollurunum verður notaður til að bjarga vildarfyrirtækjum og vinum í kerfinu og aðrir geta bara átt sig.
Það hefur sýnt sig að ríkisstjórnin er í heild sinni óheiðarleg. Neyðarlögin er þjófnaðarverknaður og stjórnsýslulegt bull. Forsætisráðherrann er líka ítrekað staðinn að ósannsögli og seðlabankastjórinn ýmist ráðskast eða ruglar út í eitt.
Það hlýtur að vera kominn sá tímapunktur að forða okkur frá því að óhæft fólk ráðstafi því sem við eigum að skulda um næstu framtíð og börnin okkar líka. Til þess hafa þau ekki traust!
Ég kaus Samfylkinguna í hallæri síðast, en nú krefst ég þess að þau rjúfi stjórnarsamstarfið án nokkurrar tafar. Það er nóg til af embættismönnum til að vinna nauðsynlegustu mál þó ráðherrarnir víki.
Samfylkingunni ber skylda að forða þjóðinni frá öðru stórslysi af hendi Davíðs og strengjabrúðanna hans í Sjálfstæðisflokknum.
Norðurlöndin sögð lána Íslandi 2,5 milljarða dala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:13 | Slóð | Facebook
18.11.2008 | 15:01
Davíð sjálfur forsætisráðherra þegar bankaeftirlitið fór úr Seðlabankanum
Það er skrýtið að heyra Davíð kenna öllu og öllum um það sem hann ber sjálfur stærstu sökina.
Hann setti íslenska bankahrunið í gang með eigin hendi. Það vita allir sem eitthvað vilja vita. Auðvitað voru bankarnir viðkvæmir, það eru öll fyrirtæki sem eru tekin viljandi niður með þeim hætti sem Davíð leyfði sér í eineltistilburðum sínum á Jón Ásgeir.
Davíð var forsætisráðherra og með Seðlabankann á forræði sínu þegar bankaeftirlitið fór þaðan. Hvernig getur hann sem Davíð Seðlabankastjóri verið trúverðugur að kenna um það sem gerist á vakt Davíðs forsætisráðherra?
Hvers konar undirlægjuháttur er það að halda Davíð enn við stjórnvölinn? Þjóðin er að fá það illilega staðfest að sjálfstæðisflokknum er alveg sama hvers konar fangelsislið og dómgreindarlausir útbrunnir karlar veljast til starfa og hvaða afglöp þeir framkvæma. Í blárri tryggð er ekki blakað við neinu af ótta við útskúfun yfirformannsins í flokknum.
Yngvi Örn: Seðlabankastjóri í stjórn FME | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:32 | Slóð | Facebook
17.11.2008 | 11:44
Bréf seðlabankans og fjármálaráðuneytisins til IMF sýnir hver ræður Íslandi!
Hafi einhver efast um að Davíð Oddsson sé í reynd sá sem stjórni landinu þarf sá hinn sami ekkert að efast lengur. Geir, Árni, Solla og Björgvin eru bara strengjabrúður hans þegar á reynir.
Gerræðisvinnubrögðin hans skína í gegnum bréfið sem þeir félagar hann og Árni Mathiesen sendu til IMF og DV birtir í dag.
DV birtir yfirlýsingu stjórnvalda til IMF | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.11.2008 | 10:24
Stjórnmálaafl fyrir ESB andstæðinga
Það er ljóst að næstu kosningar munu snúast um aðild að ESB.
Eins og staðan er núna á Íslandi virðist meirihluti íslendinga haldinn stórkostlegri vanmáttarkennd vegna bankahrunsins sem er séríslenskt efnahagsvandamál. Einræðisseggurinn Davíð Oddsson ýtti þessu úr vör á meðan Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún héldu pönnukökupartý í New York til að freista þess að fá kosningu í öryggisráðið.
Það er ljóst fyrir löngu að Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki standa undir nafni sínu mikið lengur. Hann er að láta undan Evrópusleikjum Samfylkingarinnar og það er því ljóst að það þarf stjórnmálaafl á Íslandi sem er tilbúið að verja fullveldi Íslands. Því miður eru Vinstri grænir ófærir um að vera þetta afl þrátt fyrir andstöðu við ESB, flokkurinn er ekki stjórntækur vegna almennrar andstöðu hans við næstum ÖLL framfaramál.
Ég hef lengi verið þeirra skoðunar að minnimáttarkennd íslendinga er útbreitt vandamál. Svo mikið er vantraust á núverandi ráðamönnum að fjöldi fólks telur sig betur kominn með stjórn í Brussel heldur en í Reykjavík, þetta er óþolandi aumingjagangur! Maður verður hreinlega reiður að upplifa þennan aumingjaskap!
Íslendingar eiga að vera í samneyti við allar þjóðir á jafnéttisgrundvelli, fella niður tollmúra og sérhagsmunagirðingar og hætta þátttöku í því einelti sem felst í að tilheyra klíkubandalögum sem hafa það að markmiði að halda öðrum þjóðum frá réttlátum möguleikum til að bæta sín kjör. ESB er eineltisbandalag með engin sjáanleg göfug markmið á heimsvísu, bara Evrópuvísu. Þetta hlýtur hugsandi og vel meinandi fólki að vera alveg ljóst.
Jafnaðarmannaflokkur sem er gegn ESB aðild er það sem vantar nú.
Drög lögð að umsókn um ESB-aðild? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:26 | Slóð | Facebook
16.11.2008 | 23:27
Ríkisstjórn Íslands viðurkennir óheiðarleg vinnubrögð
Þetta gat ekki farið öðruvísi. Ríkið hélt að þeir kæmust upp með kennitöluflakk og óheiðarleika gagnvart umheiminum og fékk alla upp á móti sér, nema þá íslendinga sem ekki eiga til neina sjálfsgagnrýni.
Traustið verður samt ekki endurheimt með þessari ríkisstjórn, hún verður að víkja sem fyrst.
Icesave-deilan leyst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.11.2008 | 11:19
Jeff Wayne - Innrásin frá Mars - Flott tónleikaútgáfa
Á sínum tíma kolféll maður fyrir þessari tónlist við sögu H.G. Wells: Innrásin frá Mars (War of the worlds). Þessi tónlist var gefin út sem söngleikur árið 1978. Jeff Wayne samdi þetta snilldarverk.
Hér er lagið The eve of the war flutt af stórum hópi tónlistarmanna sem gera þetta mjög vel. Richard Burton er sögumaður og Justin Hayward (Moody Blues) syngur.
Þessar 8 mínútur eru vel þess virði að hlusta. Þessi tónsmíð eldist bara mjög vel.
14.11.2008 | 09:02
RÚV bjóði upp á fréttamenn með skilning á viðfangsefninu
Mér finnst leiðinlegt að horfa upp á fréttamenn opinbera vankunnáttu sína á viðfangsefnum í viðtölum eins og því sem Sigmar átti við Björgólf.
Ég er farinn að skilja hvers vegna fólk treystir sér ekki til að mæta í viðtöl hjá fréttamönnum sem hafa haft atvinnu af því í gegnum tíðina að tala fremur en að hlusta og skilja. Reyndar tókst Björgólfi nokkurn veginn að koma frá sér staðreyndum málsins þrátt fyrir að Sigmar reyndi að gjamma hann út í horn. Vandamál Sigmars er að skilja ekki helstu hugtök og hann var niðurlægður þegar Björgólfur þurfti að skýra fyrir honum á barnamáli muninn á greiðsluþroti og gjaldþroti.
Fréttamenn RÚV (og Egill Helgason meðtalinn) eru ófærir um að vinna að vitlegum fréttum um fjármál, það hefur sannarlega sýnt sig. Þeir eru nánast nothæfir í það eitt að atast í fólki þegar almenningur vill fá útrás fyrir reiði, hvort sem hún er verðskulduð eða ekki.
Íslendingar hafa nú vikum saman fengið að hlusta á málflutning allra helstu aðila að hinu séríslenska bankahruni og fyrir mér er niðurstaðan alveg á hreinu. Þetta fólk á skilyrðislaust að víkja af vettvangi sem ýmist óhæft, sinnulaust, dómgreindarlaust og jafnvel sekt um valdníðslu: Davíð Oddsson, Geir Haarde, Björgvin G. Sigurðsson, Árni Mathiesen, Jónas Fr. Jónsson, stjórn Seðlabanka Íslands í heild sinni sem og stjórn Fjármálaeftirlitsins. Ríkisstjórnin er síðan sek um skort á eftirliti, dómgreindarbresti og sinnuleysi.
Það er óþolandi með öllu að þetta sama fólk haldi áfram að ráðskast með öll mál eftir að hafa komið öllu á rassgatið.
Skuldir lenda ekki á þjóðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:06 | Slóð | Facebook
14.11.2008 | 00:13
Ef Davíð fer - þá fer Geir líka
Það er orðið meira en lítið skrýtið hversu mjög Geir heldur verndarhendi yfir Davíð. Svo mjög finnst manni að það sé líklegt að Davíð hafi þannig tak á Geir að hann hreinlega geti ekki látið Davíð fara án þess að falla sjálfur með honum.
Það hlýtur að vera öllu hugsandi fólki spurn: Hvað hefur Davíð á Geir sem gerir hann svona ósnertanlegan?
Hver veit það?
Stjórnendur Seðlabankans víki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.11.2008 | 12:28
Fyrir hvern eru þá 18% stýrivextir?
Það hreint hlálegt að íslenskir skuldarar búi við 18% stýrivexti frá Seðlabankanum sem telur sig vera að þjóna skilyrðum Alþjóða gjaldeyrissjóðnum sem er þó ekki að gera neitt!
Hvenær á að koma okkar séríslenska efnahagsvandamáli út úr Seðlabankanum?
Ísland stendur frammi fyrir gjaldþroti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.11.2008 kl. 00:13 | Slóð | Facebook
13.11.2008 | 12:01
Glæpir borga sig ekki - Ríkisstjórnin er glæponinn!
Ég skil ekki hvers vegna ríkisstjórnin situr enn og bröltir í drullupollinum rúin öllu trausti bæði heima og erlendis.
Það gerist ekkert fyrr en þessi stjórn er farin frá.
Glæpirnir sem framdir voru í stuttu máli:
- Davíð Oddsson sparkaði í Glitni þegar bankinn bað um lán. Sekur um stórkostleg afglöp í starfi og valdníðslu.
- Geir H. Haarde studdi Davíð í að knésetja Glitni. Hann kom því hruninu formlega í gang með samþykki sínu.
- Árni Mathiesen neitaði að tryggja flutning IceSave málsins til Bretlands með 200 milljóna punda eignayfirfærslu.
- Neyðarlögin á Alþingi var stórþjófnaður með lögum ("kennitöluflakk") með aðstoð og blindu skilningsleysi stjórnarandstöðunnar.
Hvernig getur nokkur búist við því að aðrar þjóðir vilji aðstoða óheiðarlegt þjófagengi?
Enn og aftur er hægt að segja: Burt með ríkisstjórnina!
Samningar um Icesave eina leiðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:09 | Slóð | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.2.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 265521
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson