RÚV bjóði upp á fréttamenn með skilning á viðfangsefninu

Mér finnst leiðinlegt að horfa upp á fréttamenn opinbera vankunnáttu sína á viðfangsefnum í viðtölum eins og því sem Sigmar átti við Björgólf.

Ég er farinn að skilja hvers vegna fólk treystir sér ekki til að mæta í viðtöl hjá fréttamönnum sem hafa haft atvinnu af því í gegnum tíðina að tala fremur en að hlusta og skilja. Reyndar tókst Björgólfi nokkurn veginn að koma frá sér staðreyndum málsins þrátt fyrir að Sigmar reyndi að gjamma hann út í horn. Vandamál Sigmars er að skilja ekki helstu hugtök og hann var niðurlægður þegar Björgólfur þurfti að skýra fyrir honum á barnamáli muninn á greiðsluþroti og gjaldþroti.

Fréttamenn RÚV (og Egill Helgason meðtalinn) eru ófærir um að vinna að vitlegum fréttum um fjármál, það hefur sannarlega sýnt sig. Þeir eru nánast nothæfir í það eitt að atast í fólki þegar almenningur vill fá útrás fyrir reiði, hvort sem hún er verðskulduð eða ekki.

Íslendingar hafa nú vikum saman fengið að hlusta á málflutning allra helstu aðila að hinu séríslenska bankahruni og fyrir mér er niðurstaðan alveg á hreinu. Þetta fólk á skilyrðislaust að víkja af vettvangi sem ýmist óhæft, sinnulaust, dómgreindarlaust og jafnvel sekt um valdníðslu: Davíð Oddsson, Geir Haarde, Björgvin G. Sigurðsson, Árni Mathiesen, Jónas Fr. Jónsson, stjórn Seðlabanka Íslands í heild sinni sem og stjórn Fjármálaeftirlitsins. Ríkisstjórnin er síðan sek um skort á eftirliti, dómgreindarbresti og sinnuleysi.

Það er óþolandi með öllu að þetta sama fólk haldi áfram að ráðskast með öll mál eftir að hafa komið öllu á rassgatið. 


mbl.is Skuldir lenda ekki á þjóðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Sammála....það verður líka fróðlegt að heyra hvað fram fer á Borgarafundinum n.k mánudagksvöld á Nasa klukkan 20.00 en þar munu einmitt fjö0lmiðlamenn sitja í panel og svara knýjandi spurningum. Fjölmiðlabatteríið er ekki undanskilið að taka ábyrgð....og eins og öllum er nú ljóst eftir t.d fréttir af mótmælunum sl laugardag eru fréttstofurnar síður en svo hlutlausar og greinilegt í sumum tilvikum að sjá hverra erinda er gengið. Svo ég fagna öllum umræðum um þessi mál.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.11.2008 kl. 09:26

2 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

Kanski er þetta rétt hjá þér með fréttamennina, að þá hreinlega vanti þekkingu á umfjöllunarefninu... en ég er samt ekki sammála því að það sé svo mikill munur á gjaldþroti og greiðsluþroti í akkúrat þessu tilfelli. Kanski skildi Sigmar allveg munin á þessu tvennu en var í raun bara að segja að þetta væri sami hluturinn í tilfellinu með Landsbankann.

Það að kenna SÍ um að Landsbankin væri kominn í Greiðsluþrot er bara léleg afsökun. Þetta er ekki ólíkt því ef ég sé að ég er á leið í þrot og ég labbi til lánastofnunar og biðji um lán til að redda mér úr þeim erfiðleikum sem ég er í og ég fái neitun... Ég get ekki í kjölfarið sagt að ég hafi ekki orðið gjaldþrota heldur hafi ég komist í greiðsluþrot þar sem ég fékk ekki lán til að redda mér. Ég veit að þetta dæmi er ekki allveg eins en þetta sker dæmið svolítið niður í einfaldar einingar.  Ég er bara mjög sáttur við að heyra Björgúlfsegja að 2000 milljarðar hafi verið til 30.sept. nú hafa þær eignir helmingast og því 1000 milljarðar eftir og við getum það bara á einfaldan hátt reddað þessum 600 milljörðum.. hann sagði nú nokkrum sinnum í viðtalinu að hann tæki ábyrgðina á sig í þessu máli. þegar hann var svo spurður hvernig hann tæki ábyrgðina á sig þá svaraði hann að hann væri leiður yfir þessu..... ÞAÐ ER EKKI ÞAÐ SAMA OG AÐ TAKA ÁBYRGÐINA Á SIG......  Hann er farinn á hausinn og þykist ekki vita hvorum meginn við "strikið" hann endar.

Stefán Þór Steindórsson, 14.11.2008 kl. 09:28

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Svo maður beri aðeins í bætifláka fyrir Sigmar, þá er nauðsynlegt að skýra þessi hugtök út fyrir áhorfendum þó svo Sigmar hafi eflaust einhverja hugmynd um mismunandi merkingum hugtakanna.

Hinu er ég svo hjartanlega sammála þér um að allt þetta fólk sem þú taldir á ætti að finna sér eitthvað annað að gera.

Sigurjón Þórðarson, 14.11.2008 kl. 09:35

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Stefán, takk fyrir innlitið.

Það er engin lygi að í lok september áttu bankarnir fyrir skuldum. Okkur almúganum þykir það nóg vitneskja þegar við biðjum um lán þegar okkur vantar lausafé. Þér hlýtur að finnast skrýtið að Glitnir sem bað um lán á fimmtudegi skuli knúið í þrot á mánudegi, fjórum dögum síðar! - Þætti þér eðlilegt að bankinn þinn afgreiddi þig persónulega svona? - Held ekki.

Með þessari aðför setti Davíð í gang hrun sem er ekki ósvipuð því að henda lítilli steinvölu í skriðu sem fer af stað og verður óvinnandi og æðir yfir allt sem fyrir verður. Í framhaldinu hætta öll önnur lögmál um "góðar" eignir að standast þar sem þær lenda undir skriðunni.

Þetta er raunverulega upphafið að hinu séríslenska hruni. Davíð Oddsson setti það af stað af þjóðkunnri illgirni í garð Jóns Ásgeirs og fékk Geir til að samþykkja illu heilli. Við hin þurfum svo að kyngja afleiðingunum með öllu því sem fylgir. Þessi atvikaröð hefur aldrei verið hrakin og verður ekki.

Haukur Nikulásson, 14.11.2008 kl. 09:44

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 264936

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband