Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
29.9.2008 | 13:29
5 ára reykingabindindi fagnað - með stórum vindli?
Í dag eru fimm ár síðan ég hætti að reykja. Sé það skoðað með augum einhvers annars er þetta hvorki mikill áfangi né afrek. Það eru núna fimm ár síðan ég fullvissaði sjálfan mig um að það væri hrein og klár heimska að soga ofan í sig eitur með þessum hætti.
Þetta er hins vegar hægara sagt en gert og það vita alvöru tóbaksfíklar. Eftir á að hyggja taldi ég mig berjast við tóbaksfíknina á 10 sekúndna fresti allan minn vökutíma í heilan mánuð! Eftir það fékk maður einhver löngunarhlé. Ég var áður búinn að reyna plástra sem ollu bara svima og ég ákvað þá að nú skyldi þetta tekið bara "cold turkey". Það hefur gengið til þessa dags.
Eitt af því helsta sem ég sakna er að eiga ekki í fórum mínum þær tvær milljónir króna sem ég ætti að hafa sparað með því að hætta að reykja. Ef einhver hefur rekist á þær mætti viðkomandi koma þeim til skila. Í staðinn skal ég glaður skila 10 kílóunum sem óvart settust utan á mig.
Eftir að maður náði sér út úr virkri tóbaksfíkn er ég líka orðinn þess fullviss að sumir eigi svo bágt með að láta undan ríkisrekinni eiturbyrlun að það ætti að banna tóbaksnotkun með lögum. Forræðishyggja í þeim efnum sé jafn réttlætanleg og þeirri að skikka menn til að aka hægra megin í umferðinni.
Vindillinn að þessu sinni verður úr súkkulaði og karamellu.
29.9.2008 | 10:20
Sterkir bankar fyrir helgi - Á hausnum eftir helgi
Ég er ekki hissa á því að einhver vandræði séu í efnahagskerfinu, verandi búinn að tuða þetta í langan tíma eins og sumir aðrir.
Hins vegar finnst mér eins og sumum enn öðrum ljótur háttur t.d. forsætisráðherra hvernig hann er vísvitandi að ljúga að fólki í viðtölum. Hann hélt því fram að alvanalegt væri að menn notuðu tímann um helgar til að ræða málin - yeah right! Fyrir helgina var forsætisráðherra tíðrætt um hvað íslensku bankarnir væru vel settir, eftir helgina er varpað út stærsta björgunarhring íslenskrar fjármálasögu. Við erum afar vel upplýst íslensk þjóð!
Hvernig getur hann búist við að vera tekinn trúanlegur eftir þetta? - Hann má nota þetta tækifæri til að velja það að þegja frekar en ljúga framvegis!
Nú er bara spurningin hvort Kaupþing og Landsbankinn þurfi ekki sömu fyrirgreiðslu? Þeir hafa jú verið nægilega líkir allir bankarnir til þess að hafa þess vegna sömu þarfir þegar á reynir. Ekki hefur samkeppnin þeirra á milli svo áberandi eða hvað?
Sé tekið mið af höfðatölu þá eru íslendingar nú búnir að ráðstafa um það bil 120% þeirrar upphæðar sem bandaríska ríkið er tilbúið að setja í sínar aðgerðir til að bjarga fjármálakerfinu þar.
Við erum samt líklega bara rétt að byrja darraðardansinn.
Ríkið eignast 75% í Glitni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóð | Facebook
26.9.2008 | 10:47
Hún er ágæt... í mynd!
Sarah Palin er myndarleg og hugguleg. Þar með virðast kostir hennar upptaldir. Ég furða mig sífellt meira á vali hennar sem varaforsetaefni. Ég fæ beinlínis hroll við tilhugsunina um það hvernig það liti út ef miðaldra hæfilega sköllóttur karlmaður léti út úr sér delluna sem hún býr til.
Staðan er nú þannig að best er fyrir framboð McCains að hún haldi sér alveg saman. Og þeir virðast reyna það að bestu getu.
Gallinn er bara sá að McCain verður að tala fyrir þau bæði, og því meira sem hann gerir það opinberar hann tækifærismennsku sína og hæfileikaleysi. Nú síðast er hann að hugleysast út úr væntanlegum kappræðum við Obama með þeim rökum að hann þurfi (hann er óbreyttur öldungadeildarþingmaður eins og Obama) að leysa efnahagsmálin (hóst!). Eitthvað er karlinn kominn fram úr sér þarna.
Palin minnt á fund með Ólafi Ragnari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.9.2008 | 08:12
Milljarðasukk OR í gæluverkefnum vegur þyngst
Við erum mörg sem teljum að það sé mjög eðlileg og sjálfsögð krafa að hitaveita lækki í raunverði. Ef það væri ekki værum við ekki að njóta þeirra fyrirhyggju og framsýni sem hitaveitan hefur reynst vera sem eitthvert besta mál sem nokkurt sveitarfélag hefur ráðist í í víðri veröld og þótt víðar væri leitað!
Það eru einfaldlega of margir milljarðarnir sem hafa farið í rugl hjá OR eins og Línu net ævintýrið, fjárfestingar í REI, risarækjueldi, kaup á óþarfa landrými undir t.d. frístundabyggð, sameining við pínulitlar og óhagkvæmar veitur úti á landi, bygging rándýrrar höfustöðvar og eflaust eitthvað fleira sem mér trúlega dytti í hug ef ég rannsakaði málið betur en að grufla þetta spontant úr hausnum á mér.
Mín skoðun er sú að einkavæðing þessa fyrirtækis var gerð beinlínis með það fyrir augum að ekki þyrfti að svara fyrir ofangreinda óráðsíu of mikið fyrir framan pólitíkst kjörna fulltrúa sem nú um stundir er nánast óvirkur og ónýtur hópur því miður.
Með þessari hækkun sýnir framkvæmdastjórn OR almenningi að þeim komi núverandi og verðandi efnahagsástand ekkert við, þeir haldi sínu striki óháð öðrum þáttum í þessu samfélagi.
OR vantar meira fé | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:14 | Slóð | Facebook
25.9.2008 | 13:08
Er hún menntamálaráðherra eða yfirborguð ríkisklappstýra?
Ég hef áður sagt að Þorgerður Katrín hafi forherst í því að verja það að hún hlaupi um eins og krakki í kringum íþróttafólk þegar hún á að vera í vinnunni sinni í tvöföldu hlutverki sem menntamálaráðherra og líka sem vara-forsætisráherra á þessum erfiðu tímum. Geir Haarde er að leika sér í Bandaríkjunum í Öryggisráðsframboðsbröltinu með Sollu.
Á meðan er Björn Bjarnason skilinn eftir til að vera vara-vara-forsætisráðherra samtímis því að hann er í stríði við starfsmenn undirstofnunar ráðuneytisins sem í þessu tilviki eru fyrirmyndar gæslumenn laga og réttar.
Ræstitæknar hafa ekki þetta ferðafrelsi og þeirra skyldur mega ekki falla niður þrátt fyrir að hafa aðeins brotabrot af launum manneskju sem er á ágætum launum þingmanns, enn betri launum ráðherra og fær auk þess dagpeningasporslur að auki fyrir það eitt að fara valhoppandi eins og stelpugopi til útlanda að leika sér!
Hefði ég slysast til að kjósa íhaldið síðast eins og ég hafði gert fram að því, myndi ég skammast mín enn meira fyrir þetta fólk en ég geri núna.
Á meðan almúginn á að sætta sig við að taka á sig kreppuna með því að herða sultarólina, sætta sig við stórlega skert kjör, stórkostlega hækkun skulda og vaxandi atvinnuleysi og sýna jákvæðni... þá sýna dekurrófurnar sitt rétta andlit!
Þorgerður Katrín: Ætla að öskra mig hása | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:20 | Slóð | Facebook
24.9.2008 | 11:25
Við lögum ekkert nema með jákvæðara hugarfari og almennri sátt
Á velmektartímum virðast allt grassera í óvæginni samkeppni og tortryggni í bæði viðskiptum og stjórnmálum.
Nú horfir hins vegar við að nú þurfi þjóðin að vinna betur saman en áður ef ekki á illa að fara fyrir fjölda fólks og fyrirtækja.
Það er einfeldni hjá mörgu fólki að halda að hægt sé að krefjast hærri launa þegar fyrirtækin standa síður undir því vegna breyttra tíma. Það er tímabært að fólk sé meðvitaðra um að hagsmunatengsl heiðarlega rekinna fyrirtækja og launþega fara alveg saman. Það er enginn stikkfrí frá vandamálum hvort sem það líkar betur eða verr. Í augnablikinu er ekki ástand sem býður upp á harða sókn í kjaramálum það er bara óraunhæft.
Það er kannski tímabært að leggja það svolítið af að finna sökudólga til að kenna um kreppustandinu og hefja nýja sátt til að vinna sameiginlega að því að koma málum okkar til betri vegar.
Til þess þarf meiri jákvæðni og velvild meðal fólks en nú er.
Látið það ganga!
Verðbólgan 14% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóð | Facebook
Ég fæ alltaf landráðafílíng þegar ESB-sinnarnir hefja röksemdarfærslur fyrir því að ganga erlendu valdi á hönd eins og það hét í gamla daga. Frá árinu 1262 til 1944 var Ísland á forræði erlends valds.
Frá 1944 til þessa dags hefur Ísland náð því að verða best í heimi á flestum sviðum þjóðlífs og það án þess að tapa sjálfstæðinu. Mér stendur stuggur af þeim aumingjagangi sem borinn er á borð í tímabundnum vandræðum og þeim hugmyndum að hlaupa með allt vald til Brussel vegna þess að við séum svo miklir aumingjar að við getum ekki stjórnað okkur sjálfir! - Þetta er setningin sem ég heyri mjög víða og er alveg drepergileg.
Ég skal alveg taka undir að EES samingurinn var jákvætt skref í frjálsræðisátt í viðskiptum. En þarna liggur stóri munurinn. Það er samningur en ekki innlimun eða innganga í ríkjasamband með tilheyrandi sjálfstæðisafsali.
Það liggur í hlutarins eðli að stjórnendur vilja stækka sambandið með aðild Íslands enda er hér risastórt landrými, risastórt hafsvæði og örfáar hræður sem beygja þarf undir vilja meirihluta Evrópu. Úlfurinn lofar öllu fögru til að fá bitann sinn. Hversu heimskur getur meirihluti þessarar þjóðar orðið. Vill fólk ekkert læra af sögunni sem aftur og aftur fer í hring?
Enn og aftur vara ég við því að fólk trúi því að við ráðum ekki upp á okkar einsdæmi hvaða gjaldmiðil við notum. Gjaldmiðill er bara eins og hver önnur verðmæti í umferð sem verða ekki heft af neinu stjórnbatteríi eins og úlfunum í Brussel.
Tvíhliða upptaka evru óraunhæf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.9.2008 | 11:19
Aldrei hélt ég að ég myndi sérstaklega verja George W. Bush en...
...ummæli McCains eru fáranleg endfeldni svo mildilega sé til orða tekið. McCain notar hér mjög skrýtna aðferð til að reyna að upphefja sig í kosningabaráttunni. Eiginlega jafn skrýtna og þá að velja verulega afturhaldssinnaða og andlega fátæka fyrrverandi fegurðardrottningu sem varaforsetaefni.
Efnahagskreppan á sér ekki neinn einstakan sökudólg. Samanlagt bjartsýniskast okkar allra á þátt í þessu rugli. Það var enginn neyddur til að bjóða lán, það var enginn heldur neyddur til að þiggja þau.
Við áttum öll að vita betur eftir á að hyggja.
Segir Bush hafa brugðist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:22 | Slóð | Facebook
22.9.2008 | 09:25
Það er svona móðursýki sem býr til trúarbrögð
Mér sýnist vera færð fyrir því góð rök að Halldór eigi ekkert í þessum vísum. Og finnst það reyndar leiðinlegt fyrir skólabróður minn Halldór Guðmundsson, sem er með fróðari mönnum sem maður kynnist, að gera þau mistök að bera þetta fram svona. Halldóri er vorkunn því hann hefur gert sig að sérfræðingi í málum skáldsins. Hins vegar er það blaðamaður mbl.is sem tekur allan vafan af Halldóri og breytir þessu í stórfrétt um fyrstu verk skáldsins.
Manni verður nánast orðfall þegar maður sér þá kjánalegu og barnslegu lotningu sem sumir sýna Nóbelskáldinu að maður gæti ímyndað sér að nú eigi hreinlega að búa til ný trúarbrögð svo sterk eru viðbrögðin. Þrymur Sveinsson fellur djúpt í þá gryfju í athugasemd sinni.
Manni rennur í grun að trúarbrögð heimsins verði flest til með svona móðursýkislegri upphafningu einstaklinga sem kannski gerðu eitthvað svolítið merkilegt en er síðan blásið upp út í tóma vitleysu af hópi einfeldninga.
Ég fullyrði það að fæstar vísur sem settar voru í minningabækur fyrr á árum voru frumortar. Það vita næstum allir sem eru komnir til einhvers vits og ára.
Elsti varðveitti kveðskapur Halldórs Laxness í póesíbók á Vegamótastíg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:32 | Slóð | Facebook
19.9.2008 | 08:35
Ónýtur flokkur sem ekki getur fóstrað persónulega samkeppni
Margrét Sverrisdóttir kastar grjóti úr glerhúsi. Hún þoldi ekki að tapa og fór í fýlu. Hún er enn ekki búin að kveikja á því að ef hún vill eitthvað þarf hún stuðning til þess. Hér dugir ekki frekjan og eigingirnin ein að vopni. Margrét er löngu búin að sanna að hún er hæfileikalaus í stjórnmálum.
Of margir flokksmanna frjálslynda flokksins virðast trúa því að þar eigi alltaf að vera logn með fólksins. Það er tímabært að einhver segi þeim að það sé bæði eðlilegt og heppilegt að um allar stöður sé samkeppni, líka stöðu formanns ef því er að skipta. Af hverju er þetta að koma einhverjum á óvart núna?
Óþol sumra flokksmanna gagnvart samkeppni um stöður virðist ætla að verða þessum flokki að fótakefli.
Margrét: Nýtt afl meðal Frjálslynda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 265495
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson