Ónýtur flokkur sem ekki getur fóstrað persónulega samkeppni

Margrét Sverrisdóttir kastar grjóti úr glerhúsi. Hún þoldi ekki að tapa og fór í fýlu. Hún er enn ekki búin að kveikja á því að ef hún vill eitthvað þarf hún stuðning til þess. Hér dugir ekki frekjan og eigingirnin ein að vopni. Margrét er löngu búin að sanna að hún er hæfileikalaus í stjórnmálum.

Of margir flokksmanna frjálslynda flokksins virðast trúa því að þar eigi alltaf að vera logn með fólksins. Það er tímabært að einhver segi þeim að það sé bæði eðlilegt og heppilegt að um allar stöður sé samkeppni, líka stöðu formanns ef því er að skipta. Af hverju er þetta að koma einhverjum á óvart núna?

Óþol sumra flokksmanna gagnvart samkeppni um stöður virðist ætla að verða þessum flokki að fótakefli. 

 


mbl.is Margrét: Nýtt afl meðal Frjálslynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sæll Haukur

Það virðist vera í tísku í ákveðnum karlakúltúr (einkum Frjálslyndum) að tala illa og rætið um Margréti Sverrisdóttur. Hálfgert einelti. Svona dómharka hittir menn oftast sjálfa. Hef ekki séð að hún sé neitt óframbærilegri, en gengur og gerist, nema síður væri.

Fór hún nokkuð í fýlu? Yfirgaf flokkinn þegar hún sá fyrir eðlisbreytingar, sem að hún skynjar nú að séu að koma fram með framgöngu Valdimars, Jóns, Magnúsar og miðstjórnar. Mbk,  G

Gunnlaugur B Ólafsson, 19.9.2008 kl. 09:53

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég játa fúslega dómhörku mína á Margréti. Hún hefur bara unnið til þess því hún er sú dómharðasta sjálf.

Margrét er að mínu mati bara sjálfmiðuð í pólitík og hennar ferill hefur endurspeglast af því.

Fólk sem vinnur bara fyrir eigið framapot á ekkert erindi í stjórnmál. Henni hæfir betur að reyna að klifra fyrirtækjastiga með sinn persónulega metnað. Á slíkum stað gæti hugarfarið hennar bara átt prýðilega við.

Haukur Nikulásson, 19.9.2008 kl. 10:41

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Margrét gerði  mistök með því að hætta í Frjálslyndaflokknum, ef hún hefði verið kyrr, væri hún sennilega á þingi núna, og jafnvel ráðherra.  En það er alltaf svona, mörg en allstaðar.  Hins vegar verð ég að segja að það er ekki sama eðlileg samkeppni og sú samkeppni sem hér hefur verið stunduð.  Þar er himin og haf á milli að mínu mati. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.9.2008 kl. 14:08

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 264894

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband