Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
17.9.2008 | 13:24
Hér dó frjálshyggjan aðeins skömmu eftir andlát kommúnismans
Hér höfum við sönnun þess að frjálshyggjan er sama ruglið og kommúnisminn þ.e. hugmyndafræði sem virkar bara ekki vegna þess að maðurinn er einfaldlega of gallaður til að geta fylgt fræði sem virkar bara sem slík en alls ekki í raunveruleikanum þegar á reynir.
Nú held ég að þeir sem styðja hugmyndir um hófsamt blandað hagkerfi hafi fengið vatn á sína myllu.
Mestu viðskiptainngrip sögunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.9.2008 | 20:50
Google segir mér hver verður ráðin: Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir
Það er eiginlega stórkostlegt hvað Google er flott leitarvél.
Hér er eiginlega hægt að segja fyrirfram hver fái þetta starf áður en Guðlaugur veit það sjálfur!
33 sóttu um starf forstjóra Sjúkratryggingastofnunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.9.2008 | 10:39
Óþarfi að sóa tíma Alþingis í meira rugl
Ég hef ekkert á móti áhugamálum fólks og get umborið að þau séu skrýtin eins og t.d. mín áhugamál.
Ég er hins vegar ekki á því að tíma Alþingis sé sóað í meiri vitleysu en er nú þegar. Alþingi starfar ekki af neinu viti nema rétt um sex mánuði á ári og það er ekki gerandi að fara með svona mál þangað þó sagan af Gretti sé allra góðra gjalda verð.
Það Alþingi sem tæki þetta mál upp mætti mín vegna fara endanlega í ruslið fyrir heimsku sakir. Þar er þó að finna einstaklinga sem ég gæti trúað upp á að tækju að sér svona dellumál.
Vilja að Grettir verði náðaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:40 | Slóð | Facebook
Á sínum tíma rak Guðlaugur Þór Þórðarson "vin sinn" Alfreð Þorsteinsson úr embætti nefndarformanns um byggingu hátæknisjúkrahúss þegar hann komst að sem ráðherra heilbrigðismála. Þetta var eitt af hans fyrstu verkum. Það vita allir sem vilja vita að Guðlaugi þótti ekki mikið til donsins koma og ruddi honum út við fyrsta tækifæri.
Hvað kom í staðinn? Jú hann skipaði forsætisráðherrafrúna Ingu Jónu Þórðardóttur í þetta starf og verður ekki séð að hún hafi haft sérþekkingu á uppbyggingu hátæknisjúkrahúss.
Það virðist nú liggja í augum uppi að ekkert gengur í þessu dæmi og það hefur verið lagt til hliðar. Það eina sem er nokkuð öruggt að gangi þá er það að forsætisráðherrafrúin þiggur laun fyrir að lúra á þessu máli og draga lappirnar.
Ég skora á www.mbl.is, www.visir.is og www.dv.is að komast að því hvað forsætisráðherrafrúin er að hafa upp úr aðgerðarleysinu á þessum vettvangi?
Mér er veruleg forvitni að sjá þessar tölur á sama tíma og ekki er hægt að leiðrétta laun ljósmæðra.
(Ég sendi ritstjórn þessara miðla þessa áskorun og við sjáum hvað setur).
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:21 | Slóð | Facebook
12.9.2008 | 15:43
Snúast stjórnmál um það að eiga í stríði við starfsmenn ríkisins?
Stundum finnst manni að þeir sem lengi hafa starfað í stjórnmálum hafi týnt vegvísi sínum ef hann var þá til staðar nema til annars en að skara eld að sinni köku og/eða taka að sér hreina og klára hagsmunagæslu fyrir ríkjandi auðvald.
Árni Mathiesen hefur aldrei nokkurn tíma sýnt nokkra tilburði í þá veru að hann sé að starfa fyrir borgara þessa lands. Hann hefur frekar sýnt okkur að hann starfi fyrir hreina og klára hagsmunahópa sem eru vinir hans og fjölskylda.
Stjórnviska hans nú snýst um að finna lagaklæki til að storka ljósmæðrum í greinilegri óþökk hins stjórnarflokksins og ögrar þeim um leið með því að segja þá samábyrga (samseka!).
Á sínum tíma stóð hann að því að ríkið seldi varnarliðseignirnar að mestu til félaga sem bróðir hans átti stóran hlut í. Það var um að ræða "afslátt" upp á 15-20 milljarða króna sem ég tel vera stærsta þjófnað Íslandssögunnar. Ekki fór heldur á milli mála, a.m.k. skv. dómi, að salan á Íslenskum aðalverktökum var kolólögleg. Í því máli var formaður s.k. einkavæðingarnefndar bæði að starfa sem kaupandi og seljandi.
Það er mín skoðun að Árni Mathiesen og nafni hans Johnsen séu með ónýtustu og spilltustu stjórnmálamönnum sem þessi þjóð hefur alið. Ekkert sem þessir menn gera er í þágu fjöldans, bara sérhagsmunahópa.
Leysa þarf deilu án löggjafar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.9.2008 | 11:52
Er viðskiptafrelsið að snúast upp í algera andhverfu sína?
Fram að síðustu kosningum kaus ég alltaf Sjálfstæðisflokkinn, studdi einkaframtak og hafði oftast nær hálfgerða óbeit á því að ríkið væri að reka fyrirtæki sem kepptu við einkarekstur.
Lengi vel var gott að lifa í þessari trú, en þróun síðustu 10 ára valda því að nú eru farnar að renna á mann tvær grímur.
Svo virðist sem frelsið sé að geta af sér einkaeinokun í stað þess sem var áður einokun ríkis, samvinnufélaga og þar áður danskra nýlenduherra.
Einokun þessi birtist í því að verslun, fjármálastarfsemi, tryggingarfélög, orkusala, olíuverslun, flutningastarfsemi og margt fleira er orðið samkeppnislaust út af samráði þeirra sem stjórna ferðinni. Skiptir þá ekki máli hvort "samráðið" sé með fundahöldum í Öskjuhlíð eða ekki. Menn geta stundað samráð án þess að ræða málið. Þeir búa til jafnvægi sín á milli þar sem enginn ruggar bát hagnaðarvonanna.
Nú er stefnt að því að einkavæða heilbrigðisgeirann enda er heilbrigðisráðherra með puttana í slíkum rekstri í gegnum konuna sína. Hjá hörðustu frjálshyggjudrengjunum sem nú eru orðnir stjórnendur og ráðherrar er öll tilvera okkar bara eitt risastórt "business opportunity" sem sjálfsagt er að nýta.
Mér finnast hlutirnir vera að þróast of hratt í átt hjartalausrar einkaeinokunar þeirra sem hafa peningavaldið. Það er bara spurning hvenær kommúnismi getur þá bara ekki átt aftur upp á pallborðið þegar við sjáum að kapítalisminn er í raun ekkert betri hugmyndafræði en kommúnisminn af þeirri einföldu staðreynd að mannskepnan er of gölluð til að geta fylgt göfugum markmiðum hugmyndafræðinganna hvort sem menn hneigjast til hægri eða vinstri.
Ég hallast að því að ríkisvaldið verði að vera nægilega óháð fjármálaöflum til að geta starfað af alvöru í þágu borgaranna. Ef það þýðir að ríkið reki starfsemi sem er í samkeppni við einkaframtakið þá er líklega tími til að skoða þann möguleika aftur, þótt fæstum sé hann hugleikinn enn sem komið er.
Ríkið í samkeppni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.9.2008 | 23:57
Shinedown - Second chance
Ég er ekki sérlega hrifnæmur þegar tónlist er annars vegar og sjaldnast get ég sagt að lag nái til mín á fyrstu hlustun. Ég horfði á Jay Leno í kvöld og oftast eru þar einhverjar hljómsveitir sem flytja leiðinleg lög. Aldrei þessu vant þá fannst mér þetta lag strax áhugavert og gott á fyrstu hlustun.
Shinedown er með feitlagna og yngri útgáfu af Ozzy Osbourne og tónlistin er tja... blanda af Boston og Soundgarden. Mér til mikilla leiðinda hætti Soundgarden um það bil sem ég fór að kunna að meta þá. Ég held að Shinedown eigi eftir að meika það þokkalega. Kíkið á vefsíðuna þeirra, þar er hægt að hlusta á vænan slatta af flottum lögum.
9.9.2008 | 15:29
Þetta kallast að forherðast í vitleysunni
Hvernig dettur mönnum annað í hug en að konan svari svona?
Hvorki henni né öðrum ráðherrum þótti neitt athugavert að stíga á svið á Arnarhóli og baða sig í vinsældum handboltaliðsins. Þau höfðu ekki verðskuldað neitt til þess.
Þetta er dæmigerð pólitísk tækifærismennska og ekki beinlínis séríslenskt fyrirbrigði, langt í frá!
Mikið getum við verið þakklát að ríkisstjórnin stigi ekki á svið t.d. þegar miklsvirtir tónlistarmenn eru hylltir í heimsóknum til Íslands. Það hljóta allir að sjá hversu barnalega sjálfmiðað þetta háttalag þeirra var.
Myndi taka þessa ákvörðun aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:38 | Slóð | Facebook
9.9.2008 | 15:19
Óþarfa skrúðmælgi við að bakka út úr gjörtöpuðu máli
Árni hefði aldrei unnið þetta meiðyrðamál og mátti eiginlega vita það frá byrjun.
Þessi tilraun manns sem er að mínu mati siðblindur og er auk þess dæmdur í hæstarétti fyrir þjófnað, umboðssvik í opinberu starfi og yfirhylmingu, til að tala niður til Agnesar með þessum hætti er bara aumkvunarvert og undarlega stærilátt bull.
Ég skal hins vegar vera sammála Árna um gott starf lögfræðingsins hans, þ.e. að hafa vit fyrir honum í þessu efni.
Árni fellur frá málssókn á hendur Agnesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.9.2008 | 17:31
Tvær ástfangnar flugvélar
Ég ætla ekki að segja neitt um fréttina sem slíka. Það er myndin sem kallaði fram fyrirsögnina sem er textabútur úr vinsælu lagi Nýdanskra sem líka var notað af Icelandair í auglýsingar.
Whats on a mans mind?
Þrír fundnir sekir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 17:34 | Slóð | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 265495
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson