Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
6.9.2008 | 20:20
Heiðar og Eiður = Heiður
Þeir félagarnir þurftu að sýna hvað þeir geta þegar á reynir og nýttu það báðir okkur íslendingum til ánægju.
Það er náttúrulega kjánalegt að segja eins og er: Þegar ekki er við neinu að búast þá ma búast við einhverju. Svona eru nú bara einu sinni íþróttirnar.
Frábær úrslit í Osló | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.9.2008 | 12:00
Hvað fær verst lesnasti blaðamaðurinn í laun?
Með 108 milljónir á mánuði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 12:01 | Slóð | Facebook
5.9.2008 | 23:46
Dómarinn og mannætan
Dómarinn: Og hvað var það síðasta sem þú gerðir við konuna þína?
Mannætan: Sturtaði niður.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 23:48 | Slóð | Facebook
5.9.2008 | 15:19
Er Fálkaorðan notuð sem þjórfé?
Það voru einhverjar umræður um það af hverju læknir handboltalandsliðsins og nuddari voru skilin útundan þegar Fálkaorðan var veitt. Ég spáði ekki mikið í það en af rælni athugaði ég hverjum forsetinn hefði veitt þennan heiður. Þessar upplýsingar eru allar mjög vel geymdar á vef embættisins.
Mér til mikillar furðu virðist manni að Fálkaorðan hafi verið svo létt í hendi forseta að hún hafi verið notuð í stað þjórfés.
Ég spyr því: Fyrir hvern fjárann er verið að neðangreindu fólki í Danmörku æðstu orður íslenska ríkisins? Það mætti halda að þetta fólk hefði bjargað Íslandi, þvílíkar eru nafnbæturnar.
Miðað við orðuveitingar til fyrrverandi hirðmeyjar og einkaritara hefði forsetinn ekki þurft að fyrirverða sig að því að veita nuddara eða lækni sömu orður. Ég tel að þau ættu þetta frekar skilið en fólk sem fær orðu fyrir það eitt að vera nálægt forsetanum trúlega í einhverri erlendri veislu.
Nú má stórbloggarinn og stórspilarinn Ingvar Valgeirsson rífa sig öfugann við að spá í það hvers vegna Laddi hafi ekki fengið lítilræði fyrir sitt starf.
1996 - 18. nóvember:
Frederik krónprins, Danmörku, stórkross.
Preben Fogh Aagard, ofursti, Danmörku, stórriddarakross.
Kresten Dam Andersen, höfuðsmaður, Danmörku, riddarakross.
Ole Stig Andersen, skrifstofustjóri þingsins, Danmörku, stórriddarakross með stjörnu.
Kjeld Andreasen, major, Danmörku, riddarakross.
Arne Baun, lögreglustjóri, Gentofte, Danmörku, stórriddarakross.
Inger Marianne Boel, hirðmey, Danmörku, stórriddarakross.
Mogens Bøhn, major, Danmörku, riddarakross.
Susanne Brix, fulltrúi, Danmörku, riddarakross.
Svend Bruhn, forstjóri, Danmörku, riddarakross.
Frits Tinus Christiansen, majór, Danmörku, riddarakross.
Ernst Højgaard Clausen, majór, Danmörku, riddarakross.
Niels Christian Eigtved, ofursti, Danmörku, stórriddarakross.
Willi Eliasen, borgarstjóri, Køge, Danmörku, riddarakross.
Christian Eugen-Olsen, siðameistari, Danmörku, stórriddarakross með stjörnu.
Ulrik Andreas Federspiel, ráðuneytisstjóri, Danmörku, stórkross.
Henrik Gam, skrifstofustjóri, Danmörku, stórriddarakross.
Jens Greve, ofursti, Danmörku, stórriddarakross.
Henning K.G. Grove, varaforseti þingsins, Danmörku, stórriddarakross með stjörnu.
Hans Hammer, höfuðsmaður, Danmörku, riddarakross.
Hanne Bech Hansen, lögreglustjóri, Kaupmannahöfn, Danmörku, stórriddarakross með stjörnu.
Viggo Hansen, skipstjóri, Danmörku, stórriddarakross með stjörnu.
Ian Søren Haslund-Christensen, hirðstallari, Danmörku, stórkross.
Søren Haslund, varaprótókollstjóri, Danmörku, stórriddarakross.
Søren Kim Henkel, höfuðsmaður, Danmörku, riddarakross.
Ole Harald Hertel, majór, Danmörku, riddarakross.
Niels Eilschou Holm, drottningarritari, Danmörku, stórkross.
Erik Jacobsen, majór, Danmörku, riddarakross.
Mogens Jensen, fulltrúi, Danmörku, riddarakross.
Hans Henning Jørgensen, skrifstofustjóri, Danmörku, stórriddarakross með stjörnu.
Sven Alfred Philip Jørgensen, líflæknir, Danmörku, stórriddarakross.
Klaus Otto Kappel, sendiherra, Danmörku, stórkross.
Henrik Ehlers Kragh, höfuðsmaður, Danmörku, riddarakross.
Lars Krogh, höfuðsmaður, Danmörku, riddarakross.
Peter Arndal Lauritzen, ofursti, Danmörku, stórriddarakross með stjörnu.
Ole Rene Laursen, höfuðsmaður, Danmörku, riddarakross.
Lars Möller, skrifstofustjóri, Danmörku, stórriddarakross.
Ingo Emil Nielsen, hagsýslustjóri, Danmörku, stórriddarakross með stjörnu.
Svend Aage Nielsen, framkvæmdastjóri, Danmörku, stórriddarakross.
Ole Nørring, ofursti, Danmörku, stórriddarakross.
Holger Olsen, ofursti, Danmörku, stórriddarakross.
Marianne Overgaard, lektor, Danmörku, riddarakross.
Frank Bøje Pedersen, majór, Danmörku, riddarakross.
Søren Møller Poulsen, majór, Danmörku, riddarakross.
Verner Løve Røder, majór, Danmörku, riddarakross.
Peter Secher Springborg, forstöðumaður, Danmörku, riddarakross.
Søren Sveistrup, skrifstofustjóri, Danmörku, stórriddarakross.
Per Thornit, skrifstofustjóri, Danmörku, stórriddarakross með stjörnu.
Niels Christian Tillisch, prótókollstjóri, Danmörku, stórriddarakross með stjörnu.
Hans Toft, borgarstjóri, Gentofte, Danmörku, riddarakross.
Carin S.E. von Haffner, einkaritari, Danmörku, riddarakross.
Lena Francke von Lüttichau, fv. hirðmær, Danmörku, stórriddarakross.
Henrik Wøhlk, ráðuneytisstjóri, Danmörku, stórkross.
Ole Zacchi, ráðuneytisstjóri, Danmörku, stórriddarakross með stjörnu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:33 | Slóð | Facebook
Mér stóð eiginlega ekki á sama frekar en margir aðrir landsmenn þegar bæjarráð Akureyrar samþykkti á sínum tíma að banna ungu fólki á aldrinum 18-23 að tjalda innan bæjarmarkanna ákveðna helgi fyrir rúmu ári. Fannst mér, og mörgum öðrum, það veruleg forræðishyggja og dómgreindarleysi.
Ályktun bæjarráðs frá því í gær fær mig til að halda að þessi mannskapur sé ekki með öllum mjalla samanber þessa ályktun:
"Bæjarráð Akureyrar ítrekar fyrri ályktanir vegna þessa máls og bendir á að ef innanlandsflugvöllur verði fluttur úr miðborginni er verið að takmarka aðgengi landsbyggðarfólks að miðstöð stjórnsýslu, þjónustu, viðskipta og ekki síst Landspítala háskólasjúkrahúsi með því að lengja ferðatíma til borgarinnar."
Í þessari ályktun er þess beinlínis krafist að Akureyringar og annað landsbyggðarfólk fái betri aðgang að miðborg Reykjavíkur heldur en allflestir borgarbúa sjálfir. Hvað mega þá íbúar í Grafarvogi, Breiðholt, Kjós og fleiri hverfum segja?
Er bæjarráð Akureyrar að kafna úr frekju, afskiptasemi og yfirgangi?
Þeim myndi bregða ef við borgarbúar færum að skipta okkur af því hvar þeir setja niður stoppistöðvar fyrir sínar samgöngur!
5.9.2008 | 08:00
Áframhaldandi Íraksstríð er ekki það sem heimurinn þarf
Mér leist vel á John McCain þegar ég sá hann fyrst og heyrði. Maðurinn er lítill, hnellinn og góðlegur að sjá og hefur mjúkan og róandi talanda og virkar jafnvel eins og hann sé vel greindur á mörgum sviðum.
Hægt og bítandi verður manni ljóst að þetta er leikin framhlið. Hún á sér fyrirmynd í Ronald Reagan sem var leikari. Munurinn á Reagan og McCain er hins vegar sá að Reagan var miklu stærri, bæði andlega og líkamlega og ég tel að hann muni fá prýðilegan dóm sögunnar líkt og Carter og Clinton.
McCain var fimmti neðsti í liðsforingjaskóla sjóhersins af 885 liðsforingjaefnum. Fyrir mér er það ekki góð einkun fyrir leiðtogaefni. Aðeins í Ameríku verða menn sérstakar hetjur fyrir það eitt að hafa verið skotnir niður úr árásarflugvél og verið stríðsfangar í fimm ár. Það hefur aldrei þótt sérstakur hetjuskapur að hafa lífslöngun, það hafa allir.
Yfirlýsing McCains um að ætla að vinna stríðið í Írak er barnaleg hugsun manns sem sér engan lærdóm af sögunni. Það vinnur enginn svona stríð, það tapa allir.
Þar sem McCain er kominn talsvert á aldur er tilhugsunin um afturhaldið Söru Palin sem forseta nánast óbærileg.
Ég held að ég tali fyrir munn allnokkra sem finnast að kjör McCains og Palin yrði döpur framvinda mannkynssögunnar.
Sjálfstæður endurbótasinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.9.2008 | 22:13
Hversu oft og lengi á að halda þessu bulli fram?
Íslendingar geta notað hvern þann gjaldmiðil sem þeir kjósa. Vilji íslendingar nota hveiti sem gjaldmiðil þá gengur það.
Það er með ólíkindum að dreginn sé hver pótíntátinn á eftir öðrum sem látinn er segja að íslendingar geti ekki hitt eða þetta. Venjulega er notað orðfærið "að telja". Mín vegna mega þeir "telja" eins lengi og þeim sýnist því ekkert af því sem einstaka ráðherra eða bankamaður frá Evrópusambandslandi segir hefur nokkra einustu þýðingu hér á landi. Það hlýtur að vera jafnljóst að þessir sömu geta ekki lofað að auðlindirnar haldist í landinu. Ofan á þetta allt saman ætti fleirum en mér og alltof fáum öðrum að vera ljóst að það er unnið markvisst að því að komu okkur undir stjórn ESB, haf- og landssvæðið okkar er of stórt fyrir þetta fámenni.
Það hlýtur öllu hugsandi fólki að vera löngu ljóst að krónan er ekki sökudólgur á því kreppustandi sem nú blasir við heldur óvenjulegur og einbeittur samtakamáttur þjóðarinnar að taka allt að láni sem hægt var að fá og eyða því svo meira eða minna í vitleysu. Falskur uppdráttur á fasteigna- og hlutabréfaverði kom bara til vegna offramboðs á lánsfé.
Nú þarf að mynda samtakamátt um að komast út úr þessu ástandi af einhverri skynsemi. Ný þjóðarsátt er nauðsyn, spurningin er hvort við höfum leiðtoga sem sér lengra nefi sínu og getur hvatt fólk til dáða. Hvar er hann nú?
ESB-aðild forsenda evruupptöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:18 | Slóð | Facebook
3.9.2008 | 19:12
Engar væntingar til íslenska liðsins?
Mér finnst einhvern veginn að íslendingar geti verið rólegir. Manni sýnist að væntingar til íslenska liðsins séu með minnsta móti. 0-3 til 0-6 tap kæmi líklega engum á óvart miðað við stöðu landsliðsins og getu undanfarna mánuði og jafnvel ár. Vera má að einhverjum þyki þetta svartsýnt af mér en þá spyr ég á móti: Er nokkur einasta ástæða til að vera bjartsýnn?
Hins vegar er það oft svo að þegar væntingarnar eru litlar þá virkar sálfræðin rétt fyrir leikmennina, það er allt að vinna og engu að tapa. Það voru t.a.m. engar stórkostlegar væntingar gerðar til handboltalandsliðsins af því að þeim hafði ekki gengið neitt sérstaklega vel í undirbúningsleikjunum.
Hugarfar leikmanna þegar flautað er til leiks er það eina sem skiptir máli. Hversu mjög langar þá að standa sig vel fyrir Ísland?
Norðmenn líklega með þrjá sóknarmenn gegn Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.9.2008 | 11:27
Enn meiri samkeppni hjá Hermanni um stöðu í liðinu
Það er nokkuð ljóst að okkar maður nýtur ekki mikils trausts þessa dagana miðað við hversu Harry Redknapp sankar að sér varnarmönnum að láni.
Þetta þýðir að Hermann verður að hafa sig allan við til að verða ekki rasssærinu að bráð (eins og annar bloggari orðaði það svo hnyttilega um Eið Smára).
Það er samt engin ástæða til að örvænta fyrir hönd þessara knattspyrnuhetja okkar. Þeir eru á góðum launum og kannski ekki þeirra sök að stjórarnir þeirra vilja ekki nota þá í byrjunarlið þessa dagana.
Belhadj til Portsmouth | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson