Hversu oft og lengi á að halda þessu bulli fram?

Íslendingar geta notað hvern þann gjaldmiðil sem þeir kjósa. Vilji íslendingar nota hveiti sem gjaldmiðil þá gengur það.

Það er með ólíkindum að dreginn sé hver pótíntátinn á eftir öðrum sem látinn er segja að íslendingar geti ekki hitt eða þetta. Venjulega er notað orðfærið "að telja". Mín vegna mega þeir "telja" eins lengi og þeim sýnist því ekkert af því sem einstaka ráðherra eða bankamaður frá Evrópusambandslandi segir hefur nokkra einustu þýðingu hér á landi. Það hlýtur að vera jafnljóst að þessir sömu geta ekki lofað að auðlindirnar haldist í landinu. Ofan á þetta allt saman ætti fleirum en mér og alltof fáum öðrum að vera ljóst að það er unnið markvisst að því að komu okkur undir stjórn ESB, haf- og landssvæðið okkar er of stórt fyrir þetta fámenni.

Það hlýtur öllu hugsandi fólki að vera löngu ljóst að krónan er ekki sökudólgur á því kreppustandi sem nú blasir við heldur óvenjulegur og einbeittur samtakamáttur þjóðarinnar að taka allt að láni sem hægt var að fá og eyða því svo meira eða minna í vitleysu. Falskur uppdráttur á fasteigna- og hlutabréfaverði kom bara til vegna offramboðs á lánsfé.

Nú þarf að mynda samtakamátt um að komast út úr þessu ástandi af einhverri skynsemi. Ný þjóðarsátt er nauðsyn, spurningin er hvort við höfum leiðtoga sem sér lengra nefi sínu og getur hvatt fólk til dáða. Hvar er hann nú?


mbl.is ESB-aðild forsenda evruupptöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Einar Oddur er því miður floginn yfir móðuna miklu (blessuð sé minning hans), þannig að nú er spurningin hvort einhver er nógu öflugur.

Ég skil ekki þessar raddir sem vilja taka upp evru.  Til hvers?  Það er til miklu einfaldari og betri aðferð við það: Tengja gengi krónunnar við evru. Þá getur enginn sagt neitt, né ESB hótað nokkru...

Sigurjón, 4.9.2008 kl. 00:11

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það er rétt Sjonni, tengingin við Evruna er líklega auðveldust og hefur verið margrædd. Maður sér eiginlega enga ókosti við það.

Haukur Nikulásson, 4.9.2008 kl. 07:59

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sammála ykkur Sigurjóni þarna/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 5.9.2008 kl. 00:57

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 264894

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband