Áframhaldandi Íraksstríð er ekki það sem heimurinn þarf

Mér leist vel á John McCain þegar ég sá hann fyrst og heyrði. Maðurinn er lítill, hnellinn og góðlegur að sjá og hefur mjúkan og róandi talanda og virkar jafnvel eins og hann sé vel greindur á mörgum sviðum.

Hægt og bítandi verður manni ljóst að þetta er leikin framhlið. Hún á sér fyrirmynd í Ronald Reagan sem var leikari. Munurinn á Reagan og McCain er hins vegar sá að Reagan var miklu stærri, bæði andlega og líkamlega og ég tel að hann muni fá prýðilegan dóm sögunnar líkt og Carter og Clinton.

McCain var fimmti neðsti í liðsforingjaskóla sjóhersins af 885 liðsforingjaefnum. Fyrir mér er það ekki góð einkun fyrir leiðtogaefni. Aðeins í Ameríku verða menn sérstakar hetjur fyrir það eitt að hafa verið skotnir niður úr árásarflugvél og verið stríðsfangar í fimm ár. Það hefur aldrei þótt sérstakur hetjuskapur að hafa lífslöngun, það hafa allir.

Yfirlýsing McCains um að ætla að vinna stríðið í Írak er barnaleg hugsun manns sem sér engan lærdóm af sögunni. Það vinnur enginn svona stríð, það tapa allir.

Þar sem McCain er kominn talsvert á aldur er tilhugsunin um afturhaldið Söru Palin sem forseta nánast óbærileg.

Ég held að ég tali fyrir munn allnokkra sem finnast að kjör McCains og Palin yrði döpur framvinda mannkynssögunnar.


mbl.is Sjálfstæður endurbótasinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

100% sammála. Og ekki var hann góður flugmaður heldur.

AE (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 08:20

2 Smámynd: Pétur Eyþórsson

Nú er Obama eitthvað betri, Hann ætlar sér að viðurkenna Jerúsalem á herteknu svæðunum sem höufðborg Ísraels  gáfulegt það?

Pétur Eyþórsson, 5.9.2008 kl. 08:35

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Obama er í það minnsta friðvænlegri en McCain. Það tel ég stóra sýnilega muninn á þeim tveimur og finnst skipta mestu máli.

Ég hef ekki myndað mér sérstaka skoðun um Obama en skv. flestum heimildum þá virðist hann heillegri persóna. McCain fór ekki vel með fyrri konu sína sem var bækluð eftir bílslys og fór að eltast við ríkt kvonfang sem ber keim af tækifærismennsku. Það virðist sem ekki hafi gengið að finna einhvern vitlegan skít á Obama með sama hætti.

Ég sé ekkert gáfulegt við afskipti af miðausturlöndum frekar en Írak. Þeir hafa dundað við að murka lífið hver úr öðrum lengur en ég hef lifað og virðast bara ekkert á leiðinni að hætta því þrátt fyrir að hver besservisserinn á fætur öðrum frá vesturlöndum hafi reynt að stilla til friðar þarna. Þar á meðal hún Solla okkar og forsetinn. Við eigum að láta þessi lönd í friði vegna þess að Fighting for peace is like fucking for virginity eins og einhver gaukaði að mér nýlega.

Haukur Nikulásson, 5.9.2008 kl. 09:34

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Mér sýnist Obama líkjast John Kerry svolítið, fer svolítið í hringi. Allavega þegar hann talar ekki í hálfkveðnum vísum. Margt sem hann segir er ákaflega óljóst.

Annars er ég sammála þér með Reagan, þeim mun meira sem ég les um hann eykst álit mitt á honum.

Ingvar Valgeirsson, 5.9.2008 kl. 10:37

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 264936

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband