Við lögum ekkert nema með jákvæðara hugarfari og almennri sátt

Á velmektartímum virðast allt grassera í óvæginni samkeppni og tortryggni í bæði viðskiptum og stjórnmálum.

Nú horfir hins vegar við að nú þurfi þjóðin að vinna betur saman en áður ef ekki á illa að fara fyrir fjölda fólks og fyrirtækja.

Það er einfeldni hjá mörgu fólki að halda að hægt sé að krefjast hærri launa þegar fyrirtækin standa síður undir því vegna breyttra tíma. Það er tímabært að fólk sé meðvitaðra um að hagsmunatengsl heiðarlega rekinna fyrirtækja og launþega fara alveg saman. Það er enginn stikkfrí frá vandamálum hvort sem það líkar betur eða verr. Í augnablikinu er ekki ástand sem býður upp á harða sókn í kjaramálum það er bara óraunhæft.

Það er kannski tímabært að leggja það svolítið af að finna sökudólga til að kenna um kreppustandinu og hefja nýja sátt til að vinna sameiginlega að því að koma málum okkar til betri vegar.

Til þess þarf meiri jákvæðni og velvild meðal fólks en nú er.

Látið það ganga! 

 


mbl.is Verðbólgan 14%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Haukur, með fullri virðingu þá lögum við ekkert nema með aðgerðum.  Miðað við lækkun krónunnar síðustu vikur, 14% í september, þá er innistæða fyrir því að verðbólgan fari í allt að 18% í nóvember nema gripið verði til aðgerða.  Við getum ekki bara beðið eftir því að einhver annar bjargi okkur.

Marinó G. Njálsson, 24.9.2008 kl. 11:39

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ef einföld aðgerð væri finnanleg Marinó þá styð ég það. En það er bara málið, þetta er ekkert einfalt viðureignar, hins vegar er ég sannfærður um að hófsemi og jákvætt hugarfar séu með fyrstu kostum sem við þurfum til að komast aftur niður á jörðina.

Sagan endurtekur sig í sífellu. það hefur enginn snillingur ennþá fundið upp neina sérstaka lækningu við "efnahagsvanda" í hvaða mynd sem er.

Þó að ég sé ekki sérlega fylgjandi þessari ríkisstjórn er ég ekki fær um að kenna henni sérstaklega um "ástandið" frekar en sjálfum mér og öðrum. Það er bara alltof þægileg einfeldni þeirra blindu.

Ég held að við séum a.m.k. sammála um að við verðum að bjarga okkur sjálf.

Nú gef ég þér sjálfdæmi: Værir þú einráður, hvað yrðu þínar aðgerðir?

Haukur Nikulásson, 24.9.2008 kl. 13:57

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Kvitt sammála þessu Haukur!!!Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 24.9.2008 kl. 17:09

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 264894

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband