Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

NATO drap heila brúðkaupsveislu - Sendir Solla samúðarkveðjur?

Þetta bölvaða stríð í Afganistan er í boði NATO og íslendinga þar á meðal.

Hvenær ætlar íslenskum stjórnvöldum að verða það ljóst hver er raunverulegur tilgangur bandaríkjamanna með afskiptum í Afganistan, Írak og víðar?

Er nokkur leið að benda fólki á þennan dómgreindarskort íslensku ríkisstjórnarinnar í næstu kosningum? 


mbl.is 47 almennir borgarar féllu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fylgja átti honum út strax eftir uppsögn - allslausum!

Guðmundur Þóroddsson á engan rétt á að taka með sér gögn frá Orkuveitunni, ekki einu sinni snifsi af klósettpappír. Það var löngu ljóst að maðurinn vann leynt og ljóst að því að koma bæði OR og REI undir einkaaðila og var þegar byrjaður að hygla sjálfum sér um hundruð milljóna í starfskjör og kauprétt áður en fyrirtækið var einkavætt. Það átti að vera búið að reka manninn fyrir löngu síðan fyrir trúnaðarbrest í starfi sem opinber starfsmaður. Það þarf engin að láta sér detta í hug að maðurinn hafi ekki tekið gögnin til að nota þau annars staðar og það jafnvel í samkeppni við gamla vinnustaðinn. Að halda öðru fram er hrein heimska.

Nú er ég búinn að hlusta á Sigurð G. Tómasson og Guðmund Ólafsson halda einhverja ótrúlegustu varnarræðu um manninn á útvarpi Sögu sem ég hef heyrt um mína daga. Láta eins og Guðmundur Þóroddsson hafi verið sérlegum órétti beittur. Ég spyr nú bara: Hvaða tengsl eru þetta hjá þeim við manninn að láta aðra eins þvælu út úr sér?

Ég skil bara ekki af hverju ekki er búið að reka Hjörleif Kvaran fyrir sömu sakir.


mbl.is Upplýsingar stangast á um eðli gagna um OR í vörslu Guðmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næstu kosningar munu snúast um að halda sjálfstæði eða glata því til ESB

Með vaxandi bölsýni vegna lánakreppunnar sýnist manni að því fólki fjölgi sem vilji gefa sig Evrópusambandinu á vald í von um betri tíð með blóm í haga.

Mér hugnast ekki þessi skammsýni og er orðinn algerlega sannfærður um að næstu kosningar muni snúast um það hvort íslendingar eigi að gerast aðilar að ESB eða ekki. Fyrir mér er þetta einfalt val: Ég er á móti aðild vegna þess að ég vil ekki fórna sjálfstæði landsins og líka vegna þess að sagan á að hafa kennt okkur öllum að það hefur engum gagnast að verða nýlenda annars ríkis eða ríkjasambands. Svoleiðis stjórnarfar hefur ávallt leitt til kúgunar á einn eða annan veg.

Það má líka vera ESB sinnum umhugsunarefni hversu gríðarlegir hagsmunir það eru fyrir ESB að komast yfir hafsvæðið, miðin og landrýmið sem þessi fámenna þjóð okkar ræður yfir. Þeir nota því öll tækifæri til að gylla aðildina í þá veru að sem flestir trúi því að þeim sé betur borgið innan ESB. Öll snýst umræðan um peninga eða ígildi þeirra. Búið er að blekkja of marga til að trúa því að öll okkar vandamál lagist með ESB aðild en það er bæði fölsk og upplogin draumsýn.

Það er ekkert að því að vera í bandalagi allra þjóða heims sem eru Sameinuðu þjóðirnar og þann vettvang á að efla og styrkja. Aðild að smærri klúbbum færri þjóða eru klíkudæmi sem gera ekkert annað en að auka á útgjöld okkar við utanríkis- og varnarmál og hafa enga raunverulega þjóðhagslega þýðingu þegar á reynir.

Hvaða flokkur ætlar að standa vörð um sjálfstæði Íslands?


mbl.is ESB: Hvalveiðar þvælast fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frami eða peningar?

Það hefur verið sagt loða við leikmenn að þeir fari ekkert frá félögum sem borga há laun skv. samningi jafnvel þó þeir fái ekkert að spila. Þeir eru bara í vinnunni og  vinnuveitandinn ræður hvort hann notar starfskraftinn eða ekki. Eiður er staddur í þeirri vondu stöðu núna að þiggja há laun fyrir lítið vinnuframlag.

Ég get vel ímyndað mér að Eiður þurfi að velja á milli þess hvort hann ætlar að lifa fyrir peningana eða persónulegan frama. Stígur hann á stoltið fyrir aurinn eða velur hann að hafa fyrir hlutunum?

Ef hann velur að vera um kyrrt og "berjast fyrir sæti sínu" í óþökk félagsins, þá er hættan sú, að þegar Barcelona samningnum lýkur, að ferlinum sé þar með lokið.


mbl.is Eiður Smári sagði nei við Aston Villa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jose Feliciano tekur Billie Jean á sinn hátt

Jose Feliciano hinn frægi blindi lagasmiður, gítaristi og söngvari tekur hér Billie Jean (Michael Jackson) á skemmtilegan hátt. Mátti til með að deila þessu með ykkur. 


Nei, við gleymum ekki eðalverkfærum!

Gítarinn týndur samt geggjað fjör

gríðarlega var gaman

Voru blaðamaður og Bjössi Jör

báðir skakkir saman?


mbl.is Björn Jörundur gleymdi gítarnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áskorun: Solla taki upp símann og nái í manninn til baka

Stundum er sagt að vilji sé allt sem þarf.

Ég efast ekkert um að Solla geti tekið upp símann og látið senda manninn til baka og veita fjölskyldunni hæli af mannúðarástæðum.

Solla - þetta er áskorun! 


mbl.is Óvissuástand hjá Paul Ramses
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Golfgrip - flott kennslumynd

Ég er eiginlega á bömmer vegna fingurmeina sem ég verða að hafa þolinmæði til að hanga af mér. Þetta gerir að verkum að ég get hvorki spilað golf né á gítar. Þarna eru jú helstu áhugamálin þessa dagana.

Ég hugga mig við að geta þó gramsað á netinu t.d. www.youtube.com þar sem ég fann þetta glerfína kennslumyndband um golfgrip. Ég tel það nógu áhugavert til að deila því með þeim sem eru að spila golf, bæði sem byrjendur eða lengra komnir.


Vaxandi tilhneyging borgarinnar að ætla að lauma breytingum í gegn

Mér sýnist að það sé vaxandi tilhneyging hjá borgaryfirvöldum að ætla að breyta deiliskipulagi og öðru með því að fara með þetta bakdyramegin í gegnum kerfið.

Sjálfur uppgötvaði ég fyrir tilviljun að borgin hyggðist breyta deiliskipulagi við Furugerði 1 sem er næsta hús við okkar í Furugerði 3 án þess að kynna okkur það öðruvísi en með lítilli auglýsingu sem helst þarf að finna með smásjá. Þetta finnast manni lágkúruleg vinnubrögð.

Mér sýnist að gera þurfi kröfu um að breytingar á skipulagi þurfa að kynna næstu nágrönnum með ábyrgðarbréfi hið minnsta svo allrar sanngirni sé gætt og ekki sé vaðið yfir fólk í skjóli valds og leyndar. 


mbl.is Kaupmenn ævareiðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjófnaðurinn á sparisjóðakerfinu nær fullkomnaður

Sparisjóðir voru stofnaðir nánast í góðgerðarskyni. Þeir sem lögðu til stofnfé (með svokölluðum stofnbréfum) gerðu skv. samþykktum ekki tilkall til arðs eða hagnaðar sjálfum sér til handa. Hagnaði átti í flestum tilvikum að verja til góðgerðarmála í samfélaginu.

Yfirleitt voru þetta menn sem áttu afgangsfé og voru tilbúnir að leggja þetta til samfélagsins í hugsjónaskyni. Þeir sem hafa erft þessi stofnbréf hafa að meirihluta leyft græðginni að ráða för. Þau viðskipti sem margir hafa átt við sparisjóðina voru því gerð í þeirri trú að gróðinn af því rynni aftur til góðra mála.

Nú rennur þetta hins vegar á fölskum forsendum í vasa gróðapunga sem ekki hafa verðskuldað þessa stöðu mála með hliðsjón af upphaflegum stofnsamþykktum.

Hvað kemur mér þetta svo sem við? 


mbl.is Byr kannar hlutafjárvæðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 265495

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband