Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
3.7.2008 | 13:43
Leikið á fiðlu meðan Róm brennur - Alþingismenn ERU í 6 mánaða fríi
Ég get ekki orða bundist yfir hneykslun minni á því að Alþingismenn fái svo löng frí á hverju ári að þeir ná ekki hálfs árs viðveru á Austurvelli. Bara sumarfríið þeirra eru tæpir 6 mánuðir fyrir utan jólaleyfi sem líklega er einn og hálfur mánuður til viðbótar. Nærri 7 og hálfur mánuður telst hæfilegt frí þingmanna á Íslandi.
Það er ótrúlegt að samtímis því að launin þeirra hækka fá þeir meira frí og að auki fá flokkarnir beina fjárstyrki af fjárlögum til að tryggja sér endurkjör til að halda þessum vinnubrögðum áfram. Auk þess að vinna svona lítið er líka búið að skaffa alþingismönnum aðstoðarmenn sem líka eru á árslaunum.
Þegar að kreppir, og þörf er á lausnum, eins og núna, fer svona háttalag verulega í taugarnar á manni.
2.7.2008 | 17:21
Nafntogaðasta stríðstól seinni heimsstyrjaldarinnar
Þessi flugvél hafði alveg sérstakan blæ yfir sér þegar ég var gutti fyrir rúmum 40 árum. Borin var óttablandin virðing fyrir þessu aðal stríðstóli bandamanna úr seinna stríðinu (1939-1945) og þau voru ótal B17 Flying Fortress módelin sem drengir þess tíma settu saman. Man ég ennþá eftir vönduðu Airfix og Revell módelunum í því sambandi. Ég setti saman a.m.k. eina svona:
Fljúgandi virki í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:28 | Slóð | Facebook
2.7.2008 | 10:39
Meira uppörvandi að skoða kvennalistann
Ísland er ekki að gera það gott í karlafótboltanum. Það horfir allt öðru vísi við hjá konunum: Þær íslensku eru í 18. sæti og næst á undan... já einmitt Spáni. Þar á eftir koma aðrar viðurkenndar knattspyrnuþjóðir eins og tékkar, skotar, hollendingar, Argentína, Portúgal og fleiri.
Þið getið skoðað listann hér.
Evrópumeistarar Spánar á toppinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.7.2008 | 08:58
Af hverju rekum við tvö stjórnsýslustig?
Oft verður mér hugsað til þess hversu mikill tími, fé og fyrirhöfn fer í togstreitu á milli ríkis og sveitarfélaga.
Það virðist vera hægt að gera deilumál úr öllu ef andstæðir stjórnmálaflokkar ráða annars vegar í ríkisstjórn og síðan hins vegar í sveitarstjórn. Það þarf jafnvel ekki flokkslega andstæðinga heldur ef í það er farið.
Ísland er fámennt land og hér búa 310.000 manns. Þetta er mannfjöldi á við hluta t.d. Kaupmannahafnar í Danmörku.
Ég tel að það eigi að huga að því að sameina stjórnsýslustigin í eitt. Einhverjum kann að þykja þetta eitthvað flókið, en það er það ekki. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað hægt er að spara í rekstri, ekki síst ef landið yrði samhliða þessu eitt kjördæmi sem myndi þá líka þýða að hætt yrði við sum óheyrilega vitlaus milljarðaverkefni eins og t.a.m. Héðinsfjarðargöng svo lítið dæmi sé tekið.
Ég velti því líka fyrir mér til hvers er sumt fólk í stjórnmálum? Til að maka eigin krók eða vinna að framförum og auknu réttlæti í samfélaginu?
1.7.2008 | 15:25
Rannsókn Baugsmálsins gefur ekki tilefni til að rýmka heimildir Björns til að leita!
Ég treysti ekki núverandi dómsmálaráðherra og lögreglustjóranum í Reykjavík til að fara með meira dóms- og löggæsluvald en nú er. Þeir hafa ítrekað sýnt vanhæfni í starfi.
Dómsmálaráðherra með því að sparka ítrekað í rassa saksóknara með ónýtt mál á hendur Baugi til sex ára og síðan nýi lögreglustjórinn sem afrekaði það að efna til alvarlegra óeirða við Rauðavatn við nokkra vörubílstjóra sem voru að mótmæla.
Þessir sömu vilja líka fá Taser rafbyssur til að vekja upp friðsælan íslenskan almenning til uppþota þegar piparúðinn er búinn!
Takk... en nei takk!
Aukin umsvif glæpahópa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:26 | Slóð | Facebook
1.7.2008 | 11:41
Hvað er rangt við að BERJAST FYRIR FRIÐI?
Ég skil stundum ekki bandaríkjamenn þó að ég telji mig hafa kynnst þeim mjög vel þegar ég starfaði fyrir Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli. Þeir eiga það til að rjúka upp í ótrúlegan þjóðrembing þó svo að þeir hafi sjálfir komið að megninu til frá Evrópu og rutt burtu frumbyggjum indíána og síðan flutt inn þræla frá Afríku.
Mér finnst það kaldhæðni að halda því fram að hermenn bandaríkjamanna séu að þjást fyrir bandarísku þjóðina þegar þeir eru staddir í Vietnam, Afganistan og Írak! - Hér er ekki heil brú í röksemdarfærslunum.
Þeir eru að murka lífið úr öðru fólki í fjarlægum löndum fyrir valdhafana en ekki þjóðina. Þeir eru sendir þúsundir kílómetra út í heim til að berjast fyrir friði (eða var það olía, völd og áhrif...?)
Obama ver McCain | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:45 | Slóð | Facebook
1.7.2008 | 08:38
Ný forgangsröðun í ríkisútgjöldum löngu tímabær
Ég held að flestir séu mér sammála um að heilsugæsla og hjúkrun séu með mikilvægustu málaflokkum í opinberum rekstri. Við viljum öll tryggja að við njótum bestu mögulegu læknisþjónustu eins og hægt er á hverjum tíma eins og reyndar segir beinlínis í lögum.
Samt er ekki staðið við þetta loforð gagnvart þegnunum. Það eru ennþá biðlistar eftir aðgerðum þótt ríkið eigi nóg af peningum. Það er ekki ásættanlegt að fólk deyi á meðan það bíður eftir aðgerð. Raunar með öllu óþolandi.
Hjúkrun er langt nám og svo í framhaldinu krefjandi starf. Það vill helst enginn hugsa um veikindi og sjúkdóma, en þegar það kemur að manni sjálfum gerir maður fulla kröfu um að þú fáir vel haldið og klárt starfsfólk þegar kemur að einhverri umönnun og læknisþjónustu. Þetta er bara ekki alltaf virt sem skyldi.
Þegar kreppir að er mikilvægara en áður að ríkið leiðrétti forgangsröðun sinni í útgjöldum. Heilsugæsla og menntun eru forgangsatriði. Rekstur trúarbragða og kirkna, utanríkis- og varnarmálakjaftæðis, landbúnaðarstyrkir, ríkisútvarp, íþrótta- og menningardekur og margt fleira á ekkert erindi í ríkisreknum samfélagsrekstri lengur. Þetta má hverfa í hendur þeirra sem vilja njóta í formi einkarekstrar.
Með þessu myndu sparast milljarðar til að bæta heldur í heilsugæslu, menntun og félagsleg úrræði.
Strax grafalvarlegt ástand | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:39 | Slóð | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 265495
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson