Ný forgangsröðun í ríkisútgjöldum löngu tímabær

Ég held að flestir séu mér sammála um að heilsugæsla og hjúkrun séu með mikilvægustu málaflokkum í opinberum rekstri. Við viljum öll tryggja að við njótum bestu mögulegu læknisþjónustu eins og hægt er á hverjum tíma eins og reyndar segir beinlínis í lögum.

Samt er ekki staðið við þetta loforð gagnvart þegnunum. Það eru ennþá biðlistar eftir aðgerðum þótt ríkið eigi nóg af peningum. Það er ekki ásættanlegt að fólk deyi á meðan það bíður eftir aðgerð. Raunar með öllu óþolandi.

Hjúkrun er langt nám og svo í framhaldinu krefjandi starf. Það vill helst enginn hugsa um veikindi og sjúkdóma, en þegar það kemur að manni sjálfum gerir maður fulla kröfu um að þú fáir vel haldið og klárt starfsfólk þegar kemur að einhverri umönnun og læknisþjónustu. Þetta er bara ekki alltaf virt sem skyldi.

Þegar kreppir að er mikilvægara en áður að ríkið leiðrétti forgangsröðun sinni í útgjöldum. Heilsugæsla og menntun eru forgangsatriði. Rekstur trúarbragða og kirkna, utanríkis- og varnarmálakjaftæðis, landbúnaðarstyrkir, ríkisútvarp, íþrótta- og menningardekur og margt fleira á ekkert erindi í ríkisreknum samfélagsrekstri lengur. Þetta má hverfa í hendur þeirra sem vilja njóta í formi einkarekstrar.

Með þessu myndu sparast milljarðar til að bæta heldur í heilsugæslu, menntun og félagsleg úrræði. 


mbl.is Strax grafalvarlegt ástand
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála þér í flestum atriðum þótt ég tel menningu og listalíf á landinu ekki vera dekur heldur brýna nauðsyn til að við getum haldið í við aðrar þjóðir!

Olga (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 09:30

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Olga, ég er ekki á móti listum. Ég tel að bætt menntun eigi að innifela að krökkum sé kynnt betur listir og íþróttir snemma á námsferlinum svo finna megi þau strax sem hafa áhuga og hæfileika.

Ég sé ekki tilgang í því að ríkið haldi uppi listum sem fólk vill ekki greiða eðlilegu verði og hefur í raun ekki eftirspurn. Slík list hefur í mínum huga bara þann sama rétt og mín: áhugamál, a.m.k. þangað til einhver vill borga fyrir að njóta hennar.

Ég tel líka að með því að fleygja stórum liðum út úr fjárlögum skapist ráðrúm til að lækka skatta á almenning sem beinlínis leiðir af sér að fólk hefur ráðrúm til að verja sínu sjálfsaflafé þangað sem áhugi hvers og eins leiðir hann í sambandi við menningu, listir og íþróttir. Við verðum að horfast í augu við það að það hafa bara ekki allir áhuga á þessum hlutum.

Þó svo að ég iðki og hafi mikinn áhuga á iþróttum og listum verður maður að vera samkvæmur sjálfum sér í þessu samhengi.

Haukur Nikulásson, 1.7.2008 kl. 10:29

3 Smámynd: Sigurjón

Kirkjubáknið kostar samfélagið milljarða á ári hverju.  Losum okkur við það strax!

Sigurjón, 2.7.2008 kl. 02:50

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband